Frétt

Stakkur 50. tbl. 2005 | 14.12.2005 | 16:32Í erli aðventunnar

Jólin nálgast og mörg okkar finna til vaxandi álags vegna þess að margt er ógert og við viljum svo sannarlega ekki að jólahaldið misheppnist. Þá er hollt að staldra aðeins við og velta því fyrir sér hvað væri hið versta sem henti. Samkvæmt dagatalinu og marg sannaðri atburðarás mun aðfangadagur renna upp laugardaginn 24. desember 2005. Því fær ekkert breytt og það hefur ekki gefist vel að reyna að fresta jólahaldi. Spurningin er því sú hvort við leggjum ekki of mikið upp úr því sem sést en of litla áherslu á sálarró okkar í skammdeginu.

Alþingismenn eru farnir í jólaleyfi eftir að hafa lokið löggjafarstörfum sínum á þessu ári er senn kveður. Margir gagnrýna langt leyfi þeirra. Það verður ekki gert hér. Löngu er vitað að störf alþingismanna eru ekki vinna frá klukkan níu til fimm. Þeirra er að setja okkur hinum rammann utan um samfélagsgerðina og þótt oft greini menn á virðist þetta starf alltaf taka einhvers konar endi fyrir jól og sumarleyfi. Sjálfsagt eru þeir misjafnir þingmennirnir og eiga að vera það. Alþingi er sagt á hátíðarstundum eiga að vera þversnið þjóðarinnar. Gagnrýnendur Alþingis og þingmanna mættu gjarnan hafa það í huga þegar þeir hrópa hæst um vinnubrögð og löng leyfi þingmanna.

Vissulega væri gott að eiga löng leyfi um jól og að sumrinu, en þá skulum við líka muna að almennilegur alþingismaður er aldrei aðgerðarlaus. Til þess að halda tengslum við almenning, okkur kjósendur, þurfa þeir að hafa tíma til heimsókna og símtala. Til okkar sækja þeir umboð sitt og vinna fyrir okkur og því er þjóðinni nauðsyn að þingmenn séu í góðu sambandi við hana. Sem betur fer virðast maraþonfundir Alþingis við gerð fjárlaga vera liðin tíð. Fjárlög eru eilífðarvinna, sem snýst um það að nýta fjármuni okkar skattgreiðenda sem allra best. Og víst er að sjónarmiðin eru mörg og mismunandi. Með betri menntun og upplýsingu þjóðarinnar ætti að vera auðveldara að vinna þennan grunn undir rekstur þjóðarbúsins.

Kannski væri hollara að taka sér leyfi um jól en að gefa gjafir af veraldlegum toga, en svona er nú lífið. Og vissulega eru jólin kærkomin efnahagslífinu. Það þykir sjálfsagt að verja miklu fé til jólagjafa og ganga margir nærri sér í þeim efnum. En er fólk að kaupa eitthvað um jól, sem það myndi ekki kaupa á öðrum tíma ef jólum væri ekki til að dreifa? Það er allsendis óvíst og ekkert siðferðilega rangt við að gleðja sjálfan sig og aðra um jól.

Hitt er reyndar rétt að jólaboðskapurinn er ekki ætíð fyrirferðarmikill, en óþarfi er að örvænta. Það er ekki víst að hann ætti neitt greiðari leið að hug og hjarta nútímamanna þótt efnahagslega umgjörðin yrði skorin niður. En við mættum samt ná meiri hugarró. En ekki verða sett lög um það efni.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli