Frétt

Leiðari 50. tbl. 2005 | 14.12.2005 | 16:27Látum þau ekki ein um ábyrgðina

Skjámynd: Stríðsátök úti í hinum stóra heimi, sveltandi fólk og deyjandi börn, sem mæna brostnum augum inn í myndavélina. Andartaki síðar afmáir litskrúðug auglýsing um allt það sem við getum ekki án verið yfir jólin eymdina og vonleysið úr huganum. Lífið brosir við á ný. Landið okkar er ekki lengur eyland sem tekur daga og vikur að komast til og frá. Undirheimar götunnar þar sem einskis er svifist til að fjölga fórnarlömbum eiturlyfja eru ekki lengur bara í útlandinu. Ef til vill leynist slík hætta í götunni þar sem sum okkar búa, án þess að við höfum hugmynd um. Ef til vill þess vegna finnst okkur allt vera í lagi. Og hvers vegna skyldum við vera að velta okkur upp úr einhverjum vanda, sem við vitum ekki hver er, eða hverra? Eiga ekki allir nóg með sig?

Heimildamyndarinnar Skuggabörn var beðið með mikilli eftirvæntingu; myndinni sem ætlað var að veita svokölluðu venjulegu fólki innsýn í heim eiturlyfja, eymda, vonleysis og niðurlægingar; nokkuð sem við dags daglega vitum ekkert af, það er að segja þau okkar sem eru svo heppin að eiga enga ættingja eða vini sem þangað hafa villst, en þrífst eigi að síður allt í kring og blómstrar aldrei betur en nú að mati þeirra er til þekkja.

BB birtir í dag viðtal við stúlku sem þekkir heim eiturlyfjaneytandans af eigin raun; þetta miskunarlausa umhverfi þar sem engum er eirt. Með þrautsegju og ást og umhyggju góðra foreldra og vina tókst henni þrátt fyrir allt að vinna sig út úr þessu helvíti á jörð. Orð eru oft innantóm. Og í þessu tilfelli eru þau það því þótt sterkt sé að orði kveðið er reyndin sú að enginn, sem ekki hefur með einhverjum hætti tengst svartnætti eiturlyfjanna, getur sett sig í spor þeirra sem hafa brennt sig. Í blaðinu er einnig viðtal við foreldra stúlkunnar svo og mann sem reyndist þeim öllum vinur í raun.

,,Vá, þvílík sæla sem ég upplifði. Ég snarbreyttist, úr feimnu, niðurbældu barni í að vera töff kona sem upplifði engar hindranir og enga fjötra. Ég gat komist þangað sem ég vildi.“(Tilv.DV) Þannig upplifði þrettán ára stúlka fyrstu kynnin af dópinu. Sælan varð skammvinn. Framhaldið galt hún með næstu 15 árum ævinnar, fjötruð á klafa eiturlyfja þar sem, að hennar sögn, mektarmenn í þjóðfélaginu voru meðal þeirra sem keyptu sér eymd hennar til að svala þörfum sínum.

Dópið flæðir á markaðnum. Meðan sölumenn dauðans vakta unglingana til að viðhalda og fjölga viðskiptavinum telja höfuðpaurarnir blóðidrifna seðla bak við tjöldin. Hættan leynast á hverju götuhorni. Á skólalóðinni. Unglingarnir eru hvergi óhultir. Freistingin er mikil. Eina vörin er NEI. Eitt já er einu jái of mikið. Eftir það verður ekki aftur snúið.

,,Látum ekki unglingana bera ábyrgð sem þeir ráða ekki við.“ Gerum þessi orð Jónu Benediktsdóttur, aðstoðarskólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, að viðhorfi okkar allra.
s.h.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli