Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 14.12.2005 | 10:39Mikið réttlætismál komið í heila höfn

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Mál sem ekki hefur farið ýkja hátt var samþykkt á Alþingi. Hér er um að ræða frumvarp sem lýtur að því er vörsluskattar eru ekki greiddir. Hingað til hafa gilt um þetta lög sem hafa reynst ótrúlega fantaleg og leitt yfir fólk alveg dæmalaust óréttlæti. Núna hefur Alþingi hins vegar lögleitt breytingar sem afnema óréttlætið og skapa sanngjarnari málsmeðferð og á allan hátt mannlegri.

Málið er líka athyglisvert fyrir aðra hluta sakir. Upphaflega var það flutt sem frumvarp þingmanna. Sjálfur var í fyrsti flutningsmaður. Ég fékk til liðs við mig fólk úr öllum flokkum. Málið var síðan rætt í fyrra, það var sent til umsagnar, en strandaði á síðustu metrunum. Þá lýsti ég því yfir að það yrði mitt fyrsta verk að endurflytja málið að hausti. Í millitíðinni varð ég ráðherra og þá tóku aðrir flutningsmenn, undir forystu Sigurðar Kára Kristjánssonar málið upp á sína arma og fluttu það að nýju.

Margir geta nú notið gleðilegra jóla

Málið hefur síðan fengið afskaplega góða meðferð í Efnahags og viðskiptanefnd þingsins og eftir góðar endurbætur á því í nefndinni varð það sem sé að lögum nú á dögunum; raunar á síðasta degi þingsins fyrir jól.

Ég orðaði það einhvern veginn þannig við þetta tækifæri að nú myndu margir eiga gleðileg jól, sem ella hefðu kviðið þessari hátíð árs og friðar. Þar átti ég vitaskuld við að með því að þessi óþurftarlög voru afnumin, myndu margir sem ella hefðu orðið fyrir barðinu á þeim líta glaðan dag. Þannig er þetta líka.

Aldrei hef ég fengið jafn mikil viðbrögð - og þau jákvæð - við flutning nokkurs þingmáls og þessa. Maður heyrði af slíkum hroðasögum af fólki, að það hálfa væri nóg. Slíkt hvatti mig og flutnignsmennina til dáða.

Þetta eru ekki hinir dæmigerðu skattsvikarar

Sannleikurinn er sá að það að skila ekki vörslusköttum við tilteknar aðstæður, er ekki skattsvik í þeim skilningi sem ég hygg að flestir leggi í það mál. Sjálfur lýsti ég þessu í ræðu sem ég flutti er ég ýtti málinu á sínum tíma úr vör. Þar sagði ég meðal annars:

„Við höfum orðið vitni að miklum mannlegum harmleik víða í þjóðfélaginu þar sem þetta hefur gerst. Menn hafa lent í greiðsluerfiðleikum, hafa verið að berjast til hins ýtrasta, til síðasta blóðdropa, í rekstri sínum til að koma í veg fyrir gjaldþrot til að hægt sé að halda áfram rekstri, oft og tíðum mikilvægum atvinnurekstri sem snertir hagsmuni fjölda fólks, m.a. í litlum byggðarlögum. Þetta hefur leitt til þess að menn hafa dregið að greiða vörslufé í þeirri von að úr mundi rætast með rekstur fyrirtækisins. Menn hafa haldið bókhald, skilað skýrslum og reynt að vinna með þeim hætti að hægt væri að halda atvinnurekstrinum áfram og síðan þegar í þrot er komið standa menn frammi fyrir ókleifum skafli, eru búnir að rýja sjálfa sig inn að skinni, setja sjálfa sig í ábyrgð, kreista út allt lánsfé sem þeir hafa haft með tryggingunum sem þeir hafa boðið fram og eiga þess vegna enga möguleika á að standa skil á þessu vörslufé þegar í óefni er komið. Það er augljóst mál að þeir sem eru komnir í slíkar aðstæður eru ekki hinir dæmigerðu skattsvikarar sem við viljum ná utan um. Þetta er fólk sem lendir í óviðráðanlegum aðstæðum sem enginn getur gert við."

Athyglisverð ummæli

Þetta eru orð að sönnu. Í ræðunni fór ég síðan nánar yfir þessi mál. Í þeirri umræðu tók líka til máls Hilmar Gunnlaugsson lögmaður á Austurlandi sem þá sat á Alþingi, sem varamaður. Hans innlegg var afar athyglisvert. Hann sagði meðal annars:

„Ég sagði í upphafi ræðu minnar að ég fagnaði þessu frumvarpi og legði til að það yrði samþykkt. Viðurlagaákvæði þau sem hér eru til umræðu eru mér einkar hugleikin og hafa verið það allt frá því að ég lenti í þeirri reynslu að neyðast til, starfandi sem dómari við Héraðsdóm Austurlands, að dæma frumkvöðul og einyrkja á grundvelli þessara óbilgjörnu viðurlaga og refsiákvæða. Núverandi ákvæði eru ósanngjörn og þeim þarf að breyta. Ég ítreka því von mína um að Alþingi gangi a.m.k. jafnlangt og núverandi frumvarp gerir ráð fyrir".

Dæmið um óréttlætið

Sjónarmið Hilmars eru mjög í samræmi við það sem maður heyrði frá öðrum lögmönnum og dómurum. Þessi lög þóttu óréttlát og illt hlutskipti að dæma menn til refsingar á grundvelli þeirra.

Um þetta vitnar dæmið af manninum sem stýrði fyrirtæki er fór á hausinn, skuldaði um 60 milljónir í vörslufé, en greiddi bróðurpartinn af því eða um 52 milljónir - en bara eftir að gjaldþrotið hafði átt sér stað. Það var ekki talið honum til málsbóta. Hann fékk í sekt tvöfalda upphaflega skuld, eða 120 milljónir og fangelsisrefsingu til vara. Sektina getur hann ekki greitt og fangelsið býður því væntanlega; og það meira að segja án möguleika á reynslulausn, eins og þeir fá þó nauðgararnir, dópsmyglararnir og morðingjarnir, af því að reynslulausn er ekki veitt þeim sem afplána fangelsi sem afleiðingu af vararefsingu. Það er sama hvernig á þetta er litið. Þetta er slíkt hróplegt óréttlæti að við getum ekki við unað. þessu breyta nýju lögin sem betur fer.

Kjarni málsins

Sigurður Kári Kristjánsson hitti naglann á höfuðið er hann fylgdi málinu úr hlaði. Þá sagði hann:  „Að lokum vil ég segja, herra forseti, að ég tel að í þessu máli felist veruleg réttarbót fyrir þá sem málið varðar. Ég tel að ef frumvarpið verður samþykkt verði skattkerfið gert mun sveigjanlegra og dómurum þessa lands og skattyfirvöldum sem hafa með rannsókn og úrskurði í skattamálum að gera verði gert kleift með mun ríkari hætti en áður hefur verið að meta aðstæður hverju sinni þegar tekin er ákvörðun um það með hvaða hætti beri að taka á vanskilum einstaklinga og fyrirtækja vegna opinberra gjalda og virðisaukaskatts. Við höfum horft á það trekk í trekk, og það hefur verið mikið í umræðunni, að dómstólar þessa lands hafa verið að fella dóma yfir fólki sem hefur borið ábyrgð á atvinnurekstri, eins og ég hef vikið hér að, dóma sem eru þess eðlis að ætla mætti að um sakamenn væri að ræða sem hefðu ekkert annað í huga en að svíkja undan skatti. Í mörgum þessara mála hafa aðstæður verið þannig að svo hefur ekki verið. Hins vegar hefur dómstólum verið sá kostur nauðugur að dæma þetta fólk til langrar fangelsisvistar og hárra refsinga eða sektargreiðslna einfaldlega af þeirri ástæðu að lögin eru þannig úr garði gerð að dómstólar hafa ekki fengið tækifæri eða haft svigrúm eða heimildir til að meta til refsilækkunar þau atriði sem þetta frumvarp gerir ráð fyrir að dómstólar hafi heimild til að líta til í framtíðinni verði frumvarpið að lögum. Ég tel að í þessu felist veruleg réttarbót gagnvart þeim sem hér um ræðir.

Ég ítreka það að flutningsmenn þessa frumvarps koma úr öllum stjórnmálaflokkum. Það hefur með öðrum orðum myndast breið pólitísk samstaða um að grípa til aðgerða vegna þessara mála og gera skattkerfið okkar manneskjulegra og sveigjanlegra, hafa það þannig að þeim sem hafa með réttmætum hætti, ef svo má segja, a.m.k. heiðarlegum, farið á hausinn sé gert það kleift að standa aftur í lappirnar án þess að þurfa að sæta löngum fangelsisrefsingum eða háum sektargreiðslum sem leitt geta til þess að viðkomandi aðilar fá ekki rönd við reist í framtíðinni vilji þeir hefja annað líf á vinnumarkaðnum eða í fyrirtækjarekstri."

Það er sannarlega ástæða til þess að fagna þessum málalyktum. Gott mál sem hefur notið mikils stuðnings er komið í höfn.

Einar Kristinn Guðfinnssonekg.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli