Frétt

| 13.11.2001 | 19:32Óverðskuldaður sigur

Seinasta laugardag var ríkisstjórn John Howard endurkjörin í annað sinn, eftir kosningabaráttu þar sem hin harða afstaða hans í málefnum innflytjenda var efst á baugi. Ríkisstjórnin hafði fengið 80 þingsæti af 150 þegar þorri atkvæða hafði verið talinn og haldið þingmannafjölda sínum. Verkamannaflokkurinn fékk aðeins 64 þingmenn (seinast 66) og leiðtogi hans, Kim Beazley, sagði þegar af sér.
Verkamannaflokknum hefur gengið vel í skoðanakönnunum seinustu misseri og Beazley hafði lagt áherslu á ýmis framfaramál, umbætur í skattkerfinu og auknar fjárveitingar til menntunar, heilbrigðiskerfisins og vísindastarfsemi. En ekkert af þessu fékkst rætt í kosningabaráttunni sem snerist öll um harðlínustefnu Howards í að snúa innflytjendum til baka og ákafan stuðning hans við loftárásir Bandaríkjanna á Afganistan.

Howard er alkunnur konungssinni sem með brögðum og brellum tókst að koma í veg fyrir að Ástralir stofnuðu lýðveldi og settu Bretadrottningu af. Honum hefur líka tekist að breyta utanríkisstefnu landsins. Áður höfðu Ástralir gert sig gildandi í Asíu en Howard hefur hengt sig við Bandaríkin og vill sem minnst tengsl við Asíu. Beazley hafði gagnrýnt þá stefnu harðlega, vildi endurnýja tengslin við Asíuríki og efna til sátta við frumbyggja Ástralíu. Ýmsum hefur þótt að Áströlum bæri að biðja frumbyggjana afsökunar á hræðilegri meðferð á fyrri árum en Howard hefur barist gegn því.

Gamli melurinn Bob Hawke, fyrrum forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði þegar úrslitin urðu ljós: „Ég hef aldrei orðið fyrir viðlíka vonbrigðum með nokkur kosningaúrslit áður“. Beazley var ekki síður vonsvikinn og sagði ekki nokkra leið að heyja kosningabaráttu undir þessum kringumstæðum. Ástralir eru mjög uggandi yfir ástandinu í heiminum og Howard nýtti sér það til fulls. Hræðsluáróðurinn var númer eitt, tvö og þrjú í kosningabaráttu hans.

Allt þetta ár hefur Verkamannaflokkurinn verið á uppleið meðal kjósenda en allt breyttist það í ágúst. Þá sendi Howard 433 afganska flóttamenn til Nauru og Papua Nýja-Guineu en þessi örsnauðu eyríki eru í vasa Ástralíustjórnar vegna efnahagsaðstoðar við þau. Vakti sú harðneskjuleg afstaða andúð um allan heim, ekki síst þar sem norskt kaupskip hafði bjargað fólkinu og var svo meinað að seta það á land. En þetta gerði Howard vinsælan heima fyrir og er full ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri afstöðu til annarra kynþátta sem fram kemur í því.

Raunar má einnig gagnrýna Verkamannaflokkinn. Í innflytjendamálum studdi hann Howard og í heildina tekið mistókst flokknum að bjóða kjósendum skýran valkost. Þar réð þó nokkru um að Howard hafði lært af ósigrum í fylkiskosningum og mildað marga þætti í stefnu sinni.

Í Ástralíu er skylda að kjósa og kosningaþátttaka var að vonum góð en alls voru 12,6 milljónir á kjörskrá. Það má kalla það ljós í myrkrinu að Græningjar tvöfölduðu fylgi sitt frá því árið 1998 og eru nú með um 5% fylgi.

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli