Frétt

| 13.11.2001 | 19:29Skuggaleg stjórnarandstaða

Eitt af fyrstu verkum nýkjörins leiðtoga breska Íhaldsflokksins, William Duncan Smiths, var að skipa svokallað skuggaráðuneyti. Sjálfur er Smith skuggaforsætisráðherra og fjöldi skuggaráðherra í skuggalegri stjórn, eru jafnmargir og ráðherrar í ríkisstjórn Tony Blairs.
Með þessu er stjórnarandstaðan að leggja áherslu á að hún er ekki einungis hávær hópur sem mótmælir öllum aðgerðum ríkisstjórnarinnar, heldur raunverulegur kostur með eigin stefnu og markmið. Þegar kjósendur veita henni svo umboð til framkvæmda, er markmiðum þeim sem haldið hefur verið á lofti hrint í framkvæmd.

Fjármálaráðherra óskast
Heimfæring þessarar bresku hugmyndar yfir á íslensk stjórnmál er vandasamt verk. Fjölflokkakerfið gerir það að verkum að hver flokkur þarf að manna heilt skuggaráðuneyti, sér í lagi vegna þess að verðandi forsætisráðherra vinstristjórnar framtíðarinnar, er starfandi utanríkisráðherra. Ráðning í einstök embætti gæti einnig reynst slungin.

Burtséð frá pólitík verður það ekki tekið frá Geir H. Haarde, að hann er faglega hæfur í starf fjármálaráðherra. Geir útskrifaðist með BA próf í hagfræði frá Brandeis-háskóla, MA-próf í hagfræði frá Minnesoda-háskóla og starfaði sem hagfæðingur í alþjóðadeild Seðlabanka Íslands frá 1977 til 1983 (sjá síðu Geirs á vef Alþingis).

Ráðning fjármálaráðherra yrði líklega stærsta vandamálið við myndun sómasamlegs skuggaráðuneytis á Íslandi. Hæfasti maðurinn í starfið á vinstri kantinum, Ágúst Einarsson, situr nefnilega ekki lengur á þingi.

Steingrímur utanríkisráðherra
Steingrímur J. Sigfússon er snjall, duglegur og mælskur og hann er jafnframt gæddur nokkrum persónutöfrum. Það er jólasveinninn líka. Hættan er einmitt sú að ef Steingrímur yrði fjármálaráðherra, myndi hann starfa að hætti fyrrnefnds sveins og ausa gjöfum niður um alla strompa - án innistæðu.

Formaður Vinstri Grænna myndi hins vegar sóma sig vel sem utanríkisráðherra. Hann hefur staðið sig með ágætum sem sjálfstæð rödd sem sungið hefur á móti kór já-manna stríðsaðgerða í Afghanistan og hann myndi einnig smitast af Evrópu bakteríunni eins og forveri hans. Þá væru fáar hindranir eftir í vegi hugsanlegrar inngöngu í sambandið.

Össur í ríkisstjórnarleik
Skuggaráðuneytið þarf ekki að vera formleg stofnun þótt þingflokkarnir færu einstöku sinnum í ríkisstjórnarleik. Hvað myndir þú gera, ef þú værir forsætisráðherra í einn dag?

Samfylkingin hefði gott af því að gera kjósendum sínum ljóst - og sjálfri sér - hvaða stefna yrði tekin ef hún kæmist til valda. Skref í þessa átt væri myndun skuggaráðuneytis með Össur Skarphéðinsson í forsvari og framsetning á drögum um eigið fjárlagafrumvarp sem væri bæði fjárhagslega skynsamlegt og framsýnt.

Þetta yrði kannski til þess að flokkurinn liti meira út eins og hópur fólks sem berðist fyrir sameiginlegum hugsjónum, frekar en flokkur með stefnu sem gegnir því hlutverki einu, að stuða engan og gleðja alla.

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli