Frétt

mbl.is | 12.12.2005 | 14:34Beðið eftir náðun Schwarzeneggers

Beðið er eftir viðbrögðum frá Arnold Schwarzenegger fylkisstjóra í Kaliforníu, hann hefur vald til að náða Stanley Tookie Williams, dæmdan morðingja sem verður að öðrum kosti tekinn af lífi með banvænni sprautu klukkan eina mínútu yfir átta í fyrramálið að íslenskum tíma. Æðsti réttur Kaliforníu hefur neitað að taka málið upp að nýju en í dag verður lögð fram lokaáfrýjunarbeiðnin og náðun fylkisstjórans er hinn möguleikinn sem Williams hefur. Williams var dæmdur fyrir fjögur morð 1979.

Lögmenn Williams bíða eftir svari Schwartzeneggers um beiðni þeirra að sýna honum miskunn. Það sem þeir telja m.a. mæla með því er að Williams hefur skrifað margar barnabækur sem fordæma glæpagengjalífið og að hann hafi sýnt bót og betrun þau 24 ár sem hann hefur dvalið í San Quentin ríkisfangelsinu. Einnig þykja sannanir gegn honum ekki hafa verið reistar á traustum grunni. Lögmenn Williams segja að vitni hafi verið ótrúverðug og tæknileg rannsókn á morðvopninu mun hafa verið ábótavant.

Schwarzenegger hefur tvisvar neitað dauðadæmdum föngum um náðun síðan hann náði kjöri en í síðustu viku sagðist hann eiga erfitt með ákvörðunina í tilfelli Williams. Það var Ronald Reagan sem síðastur fylkisstjóra í Kaliforníu sem veitti dauðadæmdum fanga náðun, það var árið 1967 og fanginn var sjúkur á geði.

Williams sem er 51 árs neitar að hafa framið morðin. Hann er sagður hafa rænt verslun og myrt afgreiðslumann og sömuleiðis rænt og myrt móteleiganda og fjölskyldu hans í Los Angeles. Williams hefur ekki játað á sig þessi morð, en hann hefur beðist afsökunar á því að hafa tekið þátt í að stofna Cripps-gengið sem talið er að standi að þúsunda morða sem framin hafa verið í Los Angeles og víðar síðan það var stofnað.

bb.is | 27.10.16 | 11:51 Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með frétt Að mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli