Frétt

| 13.11.2001 | 19:05Vill að skilríkja sé krafist

Kvikmyndaskoðun hefur heimilað dreifingu frönsku myndarinnar Baise-Moi á myndbandaleigur en í myndinni er á mjög opinskáan hátt fjallað um kynlíf og ofbeldi. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. Barnaverndarstofa sendi í dag bréf til barnaverndarnefnda þess efnis að þær grípi til aðgerða í samræmi við sitt eftirlitshlutverk og er stungið er upp á því að nefndirnar skrifi myndbandaleigum í sínu umdæmi bréf og fari fram á að krafist verði skilríkja af þeim sem óska að taka myndina á leigu. Mbl.is greindi frá.
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segist hafa skoðað myndina og hann hafi persónulega verið því andvígur að myndin væri sett í dreifingu í þessu formi. „Það er reynsla fyrir því að svona efni verður ekki haldið frá börnum þegar það er komið á myndbandaleigurnar og þangað á það alls ekki erindi að mínu viti," segir Bragi. Þá segir hann mjög miður að lögin skuli ekki heimila að sett séu 18 ára aldursmörk á sýningu kvikmynda.

Í bréfi Barnaverndarstofu til barnaverndarnefnda er vísað til laga þar sem kveðið er á um að barnaverndarnefndir og löggæslumenn skuli hafa eftirlit með því að úrskurðum Kvikmyndaskoðunar sé framfylgt. Þá segir í bréfinu í myndinni sé að finna „myndskeið með óvenjulega grófri blöndu af ofbeldi og kynlífi auk eiturlyfjaneyslu, sem alls ekki er við hæfi barna."

Myndin var sýnd í kvikmyndahúsi í sumar og var þá vörður við inngang bíósalarins sem fylgdist með því að fólk yngra en 16 ára færi ekki inn í salinn. Tveir skoðunarmenn ósammála
Allir sex skoðunarmenn Kvikmyndaskoðunar horfðu á myndina áður en heimildin var veitt á mánudag. Sigurður Snæberg Jónsson, forstöðumaður Kvikmyndaskoðunar, segir að óvenjulegt sé að allir sex skoðunarmenn skoði kvikmynd en sér hafi þótt það rétt í þessu tilviki þar sem sýning myndarinnar í kvikmyndahúsum hafi verið umdeild og Kvikmyndaskoðun hafi fengið skammir fyrir, bæði með símtölum frá almenningi og í skrifum á ýmsum vefjum á Netinu.

Að lokinni skoðun hittust skoðunarmenn og ræddu myndina. Þrír karlmenn og þrjár konur skoðuðu myndina. Tvö þeirra voru því ósammála í fyrstu að heimilað yrði dreifa myndinni á myndbandaleigur en Sigurður segir að nefndin hafi „talað sig niður á niðurstöðu“ og ekki greitt atkvæði um málið.

„Við gátum ekki rökstutt það að banna hana á myndbandi," sagði Sigurður. Myndin er því leyfð til sýninga fyrir fólk sextán ára og eldra. „Eina úrræðið sem við hefðum getað beitt er að banna myndina alfarið en okkur fannst hún ekki þess eðlis að hún félli undir skilgreiningu ofbeldiskvikmyndar eins og það er í lögum um skoðun kvikmynda og bann við ofbeldiskvikmyndum. Þar segir: „Ofbeldiskvikmynd í skilningi laga þessara er kvikmynd þar sem sérstaklega er sóst eftir að sýna hvers kyns misþyrmingar eða hrottalegar drápsaðferðir á mönnum og dýrum".

Sigurður segir að vissulega megi líta svo á að ákveðin atriði kunni að falla undir áðurnefnt lagaákvæði. „En myndin í heild er ekki þannig," segir hann.

Þegar myndin var tekin til sýninga í Bretlandi, voru að sögn Sigurðar klippt úr henni tvö atriði. Annað sýnir hrottafengna nauðgun en hitt þegar maður er drepinn með haglabyssu. Sigurður segir hins vegar að Kvikmyndaskoðun hafi aldrei farið fram á að myndir séu klipptar enda telji hann að slíkt sé skemmdarverk.

Karlmenn eiga erfiðara með að sætta sig við myndina

Í stuttu máli er söguþráður myndarinnar sá að tveimur konum er nauðgað hrottalega af karlmönnum. Þær hittast síðan fyrir tilviljun og hefna sín með því tæla til sín karlmenn, sofa hjá þeim og myrða síðan. Sigurður segir að myndin sé sögð byggja á sannsögulegum heimildum og henni er leikstýrt af konum. Hann segist hafa heyrt og hafa orðið vitni að viðbrögðum fólks og greinilegt sé að karlmenn eigi miklu erfiðara með að sætta sig við myndina en konur.

Sigurður segir að útgefandi myndbandasins, fyrirtækið Góðar stundir, ætli að beina því til myndbandaleiga að gæta þess að myndin fari ekki í hendur þeirra sem ekki eiga að sjá hana. Sigurður segir þó að efast megi um að starfsfólki á myndbandaleigum sé treystandi fyrir þessu en ekki sé hægt að banna mynd á þeirri forsendu að líklegt sé að aðrir aðilar kunni að brjóta lög. Til stóð að dreifa myndinni á föstudag en að sögn Sigurðar barst skoðunarbeiðnin of seint til Kvikmyndaskoðunar til að það næðist.

Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á þeim úrskurði Kvikmyndaskoðunar sem birtur var áður en myndin var tekin til sýningar í kvikmyndahús

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli