Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 09.12.2005 | 09:21Árangur þagnarinnar

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Ríkisstjórnin hefur tekið þá ákvörðun að Byggðastofnun haldi áfram að sinna helsta hlutverki sínu, að stunda lánveitingar. Það er niðurstaðan eftir tveggja vikna pólitíska umræðu um stofnunina á opinberum vettvangi. Ég beitti mér í því máli bæði leynt og ljóst og með góðum árangri að því er ég tel. Það gerðu fleiri alþingismenn. Ákveðið var að stofnunin myndi áfram lána, að störfum yrði ekki fækkað við stofnunina og starfmönnum yrði ekki fækkað á Sauðárkróki. Að auki var ákveðið að störfum við atvinnuþróun yrði fjölgað á Ísafirði, Akureyri og á Egilsstöðum.

Öll þessi atriði voru óljós og í uppnámi þegar umræðan hófst mánudaginn 21. nóvember. Þá birtust fréttir í fjölmiðlum þar greint var frá því að stjórn Byggðastofnunar hefði mánuði áður ákveðið að lánveitingum yrði hætt og málið var í framhaldi af þeim fréttum tekið upp á Alþingi þann sama dag.

Í skjóli þagnarinnar hafði orðið einkennileg þróun, engu er líkara en að stefnt hafi verið að því að jarða Byggðastofnun í kyrrþey. Þagað var vandlega um skýrslu Stjórnhátta ehf., þagað var um tilvist og starf starfshóps sem Iðnaðarráðherra skipaði, þagað var yfir því að eiginfjárhlutfall stofnunarinnar var komið undir tilskilin lágmörk og þagað var yfir því að stofnunin væri hætt að lána. Árangur þagnarinnar var sá að stofnunin var að niðurlotum komin. Árangur þagnarinnar var líka sá að Byggðastofnun fékk enga peninga úr Símasölunni í haust, þegar leystur var vandi annars sjóðs, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

Herdís Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar sendir mér tóninn fyrir að hafa beitt mér opinberlega í málinu og telur það vera farsælla að vinna utan kastljóss fjölmiðlanna eins og hún hafi valið. Árangur þagnarinnar blasir við hverju mannsbarni og árangur umræðunnar er líka öllum ljós, líka Herdísi Sæmundardóttur. Þess vegna kemur hún fram á völlinn núna, að vísu þegar allt er um garð gengið.

Herdís staðfestir að hún hafi gert ráðherra grein fyrir fjárhagsstöðu Byggðastofnunar og hvert stefndi áður en lánveitingum var hætt. Hún staðfestir líka að stjórnin tók sína ákvörðun að hætta að lána að fengnum viðbrögðum ráðherra, og hún styrkir þá ályktun sem ég hafði áður dregið að ráðherrann hafi ekki gefið pólitískan stuðning fyrir áframhaldandi lánveitingum.

Það vekur sérstaka athygli mína að skýrsla Stjórnhátta ehf. var ekki lögð fyrir stjórn Byggðastofnunar, hvorki í drögum né í endanlegri útgáfu og stjórninni ekki gefinn kostur á að gefa umsögn. Einn stjórnarmanna upplýsti þetta í útvarpsviðtali þann 5. desember sl. í Ríkisútvarpinu og sagði að reyndar hefði hann þá ekki fengið skýrsluna formlega í hendur. Áður hafði ég fengið það staðfest hjá forstjóra Byggðastofnunar að stjórn hafi ekki verið gefinn kostur á að fjalla um skýrsluna og gefa umsögn.

Hins vegar upplýsir úttektaraðilinn að Byggðastofnun hafi fengið drögin til yfirlestrar og síðan fengið skýrsluna þegar hún var fullbúin. Mér sýnist því að stjórnarformaðurinn og forstjórinn hafi fengið skýrsluna en ekki lagt málið fyrir stjórnina. Það þykja mér einkennilegir starfshættir, ef rétt er.

Úttektaraðilinn, Stjórnhættir ehf. greinir frá því í gær að Byggðastofnun hafi gert athugasemdir við drögin að skýrslunni og að tekið hafi verið tillit til meirihluta þeirra að fullu og flestra annarra að hluta. Herdís Sæmundardóttir segir hins vegar í útvarpsviðtali að ekki hafi verið tekið tillit til athugasemdanna nema að litlu leyti. Þarna ber mikið á milli og nauðsynlegt að stjórnarformaðurinn geri athugasemdirnar opinberar og gefi skýringar á þessum mun á frásögn aðila.

Ennfremur kemur fram í athugasemdum frá Stjórnháttum ehf. að engin athugasemd hafi verið gerð við meintar staðreyndavillur og forsvarsmenn Byggðastofnunar hafi lýst því yfir að þeir gerðu ekki athugasemdir við megingreiningu og –niðurstöðu skýrslunnar. Þarna ber mikið á milli.

Það er ekki fyrr en eftir að skýsla Stjórnhátta ehf., hafði verið birt, að Byggðastofnun óskaði eftir því við Ernst og Young hf. að fara ofan í afmörkuð atriði í skýrslunni og þá fyrst virðist koma fram athugasemdir um meintar staðreyndavillur. Þetta er einkennilegt, séu forsvarsmenn Byggðastofnunar vissir um að veigamiklar villur séu í úttektinni, eins og stjórnarformaðurinn komst að orði í sjónvarpsviðtali, þá mega þeir vita, að þær villur hverfa ekki með því að þegja um þær.

Þá ber að geta þess, að starfshópur sá sem iðnaðarráðherra skipaði og var undir forystu aðstoðarmanns ráðherrans, fékk á sinn fund í haust forstjóra og stjórnarformann Byggðastofnunar. Ég held að það myndi hjálpa til að upplýsa málið að Herdís Sæmundardóttir geri grein fyrir því hvaða athugasemdir þau gerðu þar og þá sérstaklega þær sem varða meintar staðreyndavillur. Hafa ber í huga að skýrsla Stjórnhátta ehf. var beinlínis grundvöllur að starfi starfshópsins og því skiptir miklu máli að sá grundvöllur sé réttur.

Að öllu samanlögðu þá eru framkomnar upplýsingar misvísandi og það væri ekki úr vegi að stjórnarformaður Byggðastofnunar að gerði betur grein fyrir störfum sínum úr því hann hefur ákveðið að taka þátt í opinberri umræðu um stofnunina. Málefnaleg umræða er af hinu góða og forsenda hennar er að allar upplýsingar, sem málið varðar, séu lagðar á borðið.

Kristinn H. Gunnarsson.

bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli