Frétt

bb.is | 07.12.2005 | 17:30„Hér eru engar auðveldar lausnir í boði“

Menntaskólinn á Ísafirði.
Menntaskólinn á Ísafirði.
Starfsandi í Menntaskólanum á Ísafirði hefur augljóslega liðið fyrir þau átök sem verið hafa í skólanum undanfarið ár og almennt séð er hann verri en gengur og gerist á vinnustöðum. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir menntamálaráðuneytið. Í samantekt um starfsanda í skólanum kemur fram að lýsingar meirihluta starfsmanna MÍ á samskiptum skólameistara við hluta kennara bendi til að ýmislegt mætti þar betur fara. „Þessar ávirðingar, sem beinast bæði að skólameistara og kennurum, eru alvarlegar og varpa skugga á fjölmargt sem vel er gert í skólanum. Það er óviðunandi fyrir hinn almenna kennara og reyndar skólastarfið allt að ekki verði bætt úr þessum vanda. Ávirðingarnar beinast ekki eingöngu að skólameistara en ábyrgð hennar í málinu er meiri en annarra því að hún er stjórnandi skólans og sú skylda að gera skólann að góðum vinnustað hvílir þyngra á henni en öðrum“, segir í samantektinni.

Um stjórnunarstíl skólameistara segir að stíll hennar virðist mjög ólíkur forvera sínum í starfi. „Fram til ársins 2001 höfðu ríkt vissar hefðir í stjórnun MÍ sem samræmdust illa stjórnunarstíl núverandi skólameistara. Í viðtölum komu fram margar vísbendingar um að fyrrverandi skólameistari hafi stjórnað skólanum á mjög óformlegan hátt. Millistjórnendur og einstaka kennarar voru mjög sjálfráðir í starfi og réðu miklu um stefnu skólans. Núverandi skólameistari vill hins vegar að unnið sé samkvæmt skýrum almennum reglum og ætlast til að kennarar fari eftir þeim. Það þarf því kannski engan að undra að til átaka hafi komið við kennara og millistjórnendur sem vanir voru að stjórna samkvæmt eigin sannfæringu fremur en formlegum reglum. Ekki er ljóst hvort skólameistari geri sér grein fyrir hvað stjórnunarstíll hennar breytti mörgu í skólanum. Lítil reynsla skólameistara af starfi í framhaldsskóla kom þar kannski einnig nokkuð við sögu.“

Í sama kafla skýrslunnar segir einnig: „Í aðra röndina er skólameistari formlegur yfirmaður. Hún leggur ríka áherslu á embættisskyldur sínar og er allt að því af gamla skólanum í þeim efnum. En henni er ekki lagið að jafna ágreining, hvorki á formlegum né óformlegum nótum, og lendi hún í átökum geta aðstæður og hegðun orðið yfirdrifnari en algengt er í skólakerfinu. Atvik í MÍ á síðustu misserum bera sum vott um óæskilega hvatvísi skólameistara í deilumálum – en rétt er að halda til haga að flestar frásagnir benda til þess að framkoma þeirra sem staðið hafa í deilum við hana sé alls ekki til fyrirmyndar heldur.

Kennurum var einnig tíðrætt um að sá sem einu sinni lendir í deilum við skólameistara hafi bakað sér varanlega óvild hennar. Málum ljúki í raun aldrei heldur finni skólameistari sífellt nýjan vettvang til að halda deilu áfram. Um þetta hafa andstæðingar skólameistara mörg dæmi. Á móti kemur að skólameistari telur að aðgerðir sínar séu í eðlilegu og rökréttu framhaldi af því sem á undan hefur gengið. Í þessu samhengi er það umhugsunarefni hvort skólameistari leggi meiri áherslu á að vinna fullnaðarsigur í ágreiningsmálum við kennara en að komast að niðurstöðu sem báðir geta unað við.“

Þrátt fyrir að starfsandi í skólanum fái slaka einkunn í skýrslunni kemur þar fram að skólinn komi almennt ágætlega út úr samanburði á milli skóla. „Sérstaka athygli vekur að fjölgun nemenda á því tímabili sem hér er til skoðunar hefur hvergi verið meiri en í Menntaskólanum á Ísafirði. Auk þess virðast Vestfirðingar sækja skólann í auknum mæli.

Fjöldi brautskráðra í Menntaskólanum á Ísafirði er sambærilegur við samanburðarskóla af sömu stærð. Í flestum þeim skólum sem hafðir eru til samanburðar hefur dregið úr brottfalli á síðustu árum. Að undanskildum árunum 1996, 1998 og 2002 hefur árangur MÍ verið góður í að halda brottfalli í lágmarki“, segir í skýrslunni.

Menntamálaráðuneyti fól Félagsvísindastofnun að gera úttektina með bréfi dagsettu 25. júlí. Markmiðið var „að fá yfirsýn og greina þann samskiptavanda og þá óeiningu sem skapast hefur innan skólans og leggja fram raunhæfar tillögur um það hvernig úr þeim vanda verði leyst.

Í tillögum að úrbótum kemur fram að báðir deiluaðilar eigi talsverða sök á því hvernig komið er og þeir hafi gripið til mjög ágengra aðgerða sem gert hafa ástandið enn erfiðara en það var í upphafi árs. „Sumar þessara aðgerða hafa vafalaust átt rétt á sér en aðrar örugglega orkað tvímælis og gert ástandið og þar með lausnina erfiðari. [...] Það er eðlileg og skiljanleg von deiluaðila í svona máli að þeirra málstaður fái stuðning í skýrslu eins og þessari, helst að úrskurðað sé þeim í vil og mótaðilum í óhag“, segir í skýrslunni.

Í tillögunum segir einnig: „Hér verður að leita sátta og þó að tillögur stofnunarinnar virðist hversdagslegar þá eru þær hvorki léttvægar né einfaldar í framkvæmd. Það er í samræmi við rannsóknir og margvíslega þróun í fræðum, stjórnsýslu og réttarfari að sérstakar sáttaleiðir séu reyndar til þrautar áður en kemur á úrskurðar- og viðurlagastig.

[...] Hluti deiluaðila sér engar sáttaleiðir, en stærstur hluti starfsmanna myndi helst kjósa að sættir næðust. Afdrifaríkar aðgerðir eða uppsagnir, sem í fljótu bragði gætu virst einfaldastar, myndu nær óhjákvæmilega fela í sér flókin eftirmál sem gætu skaðað skólann um langa framtíð. Lausn þessa flókna máls verður því ekki þannig að einn deiluaðili vinni fullnaðarsigur yfir hinum, líkt og í keppni eða málarekstri fyrir dómi. Hér eru engar auðveldar lausnir í boði.“

Lagt er til að starfsmönnum skólans verði falið sameiginlegt verkefni sem lýtur að velferð og þróun skólans. Verkefnið á að vera sjálfstætt og ekki lúta að yfirstandandi deilum.

„Þá verða starfsmenn að viðurkenna í verki að skólameistari hefur boðvald og það er hennar verk að stjórna skólanum. Á móti kemur að skólameistari verður að beita valdi sínu mildilega og finna eðlilegan og sanngjarnan samstarfsgrunn við alla starfsmenn skólans. Allir aðilar verða að sætta sig við að núverandi starfsmenn séu þar til frambúðar nema þeir kjósi sjálfir annað“, eins og segir í skýrslunni.

Að lokum er lagt til að þeim kennurum sem treysta sér ekki til að vinna að sáttum að heilum hug verði gert kleift að láta að störfum við skólann með sóma. Menntamálaráðuneyti verður að bjóða þeim sanngjörn starfslok.

„Ef sáttaleiðin gengur ekki, verður að gera róttækar breytingar á starfsliði skólans. Þá er ástæða til að taka alvarlega vísbendingar um að rekja megi yfirstandandi deilu til þess að hluti starfsmanna hafi verið í kerfisbundinni andstöðu við skólameistara í næstum fjögur ár. Verði skólameistari að víkja í slíkum aðgerðum verður að tryggja að næsti skólameistari lendi ekki í sama vanda. Slíkt verður ekki gert nema viðkomandi kennarar láti af störfum við skólann. Um er að ræða sex til sjö kennara og aðra starfsmenn sem verða að víkja. Við blasir að slík „lausn“ setur ekki niður deilur eða vanda innan skólans og ógnar örugglega skólanum sem mikilvægri stofnun í byggðarlaginu.

Reynist slík leið óhjákvæmileg, er mikilvægt að næsti skólameistari hafi ekki áður starfað við skólann og sé alls ótengdur þeim átökum sem verið hafa í skólanum“, segir í niðurlagi tillagna til úrbóta á deilum innan Menntaskólans á Ísafirði.

halfdan@bb.is

Skýrsla Félagsvísindastofnunar

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli