Frétt

Stakkur 49. tbl. 2005 | 07.12.2005 | 13:32Hinn nýi kvóti

Umræður eiga sér stað í samfélaginu um þessar mundir um framhaldsmenntun og hvernig íbúar Íslands skiptast á milli landsbyggðar annars vegar og höfuðborgarsvæðis hins vegar eftir menntunarstigi. Niðurstaðan er sú að fleiri háskólamenntaðir búa á svæði í og umhverfis Reykjavík en á landsbyggðinni. Skilgreining hugtaksins landsbyggð tekur breytingum eins og annað. Sá grunur læðist lymskulega að mörgum að landsbyggðin sé í huga Akureyringa, Akureyri og nágrenni. Aðrir utanborgarmenn telja hana vera hjá sér. Auðvitað eru Vestfirðir hluti hennar óháð því hvað öðrum kann að finnast.

Nauðsynlegt er að kanna samsetningu lýðsins á Íslandi til þess að kortleggja með hverjum hætti þjóðin þróast. Í raun hljóma upphrópanir þingmanna um að fleira fólk með háskólamenntun búi í Reykjavík og nágrenni eða RON, en höfuðborgarsvæðið má nefna því nafni til þæginda, ósannfærandi í besta falli. Löngu er vitað að háskólamenntaðir sækja í störf á sínu sviði og vilja að auki starfa í samfélagi slíkra, enda sækjast sér um líkir.

Vissulega er gott að efla háskólamenntun og koma sem flestum til manns í þeim efnum. Hinu má ekki gleyma að akademískt nám hentar fólki misjanflega og finna þarf þeim sem ljúka því störf við hæfi. Ella má búast við því að vaxandi hluti þeirra er ljúka prófi úr háskóla hverfi úr landi til starfa í útlöndum.

Áberandi hefur verið að hart er sótt að menntamálaráðherra og hann sakaður um að mismuna háskólum og fái Háskólinn á Akureyri verstu útreiðina. Ber þessi umræða nokkurn keim af því þegar við landsbyggðarmenn agnúumst út í kvóta í sjávarútvegi og viljum meira. Byggðakvóti var tekinn upp að ósk þingmanna utan RON. Erum við ánægð með árangurinn? Svo virðist ekki vera. Deilur spretta stöðugt upp og allir eru óánægðir nema þeir sem fá. Ef halda á einhvers konar byggðakvóta mætti velta því fyrir sér hvort ekki mætti bjóða hann upp. Ef hagnaður yrði, rynni hann til þess að reka framhaldsskóla í viðkomandi héraði.

Sjálfsagt ræður velvilji þingmanna þegar þeir setja á ræður og skamma einstaka ráðherra fyrir það að ekki búi sama hlutfall háskólamenntaðra úti á landi og í RON. En málstaðnum er vart gerður greiði með því. Áhugi okkar utanborgarmanna á menntun er hið besta mál og forseti bæjarstjórnar í Borgarbyggð vill fá þangað menntaskóla. Það er gott að áhugi á framhaldsmenntun skuli aukast. Það er ljótt að orða þá hugsun að margir líti á framhaldsskóla og háskóla sem tækifæri til að skapa atvinnu og skila útsvari og auknum tekjum í sveitarsjóð. En það gerist sem betur fer samhliða. Þessi umræða verður að komast á vitrænt stig og hætta að hljóma eins og bón um byggðakvóta. Vilja þingmenn kannski byggðakvóta í menntun?

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli