Frétt

Leiðari 49. tbl. 2005 | 07.12.2005 | 13:30Leiðarljós

,,Gildi hennar (iðnmenntunar) er að mínu mati meira nú en oftast áður og þar kemur tvennt til. Sú mikla samfélagsáhersla sem hefur verið lögð á bóknámið undanfarna áratugi hefur yfirskyggt og að sumu leyti grafið undan verklegu námi, með þeirri afleiðingu að iðnmenntuðu fólki fer fækkandi í ákveðnum greinum. Um leið skapast sú hætta að ákveðin verkþekking hreinlega hverfi. Á sama tíma hefur verið sívaxandi þörf fyrir tæknimenntun ýmiskonar vegna þess að samfélagið er jú stöðugt að verða tæknivæddara. Þetta þýðir að enn er mikil þörf fyrir iðnmenntað fólk á Íslandi og sú þörf mun ekki minnka“, sagði Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, í viðtali við BB í tilefni þess að á föstudaginn var þess minnst með veglegum hætti að 100 ár voru liðin frá því iðnmenntun hófst á Ísafirði.

Forganga Iðnaðarmannafélags Ísfirðinga fyrir stofnun Kvöldskóla iðnaðarmanna haustið 1905; skóla sem síðar varð Iðnskóli Ísafjarðar og sem nú hefur verið sameinaður Menntaskólanum á Ísafirði, verður seint metin. Með stofnun skólans var stigið mikið heillaspor fyrir bæjarfélagið og vart leikur vafi á hlutdeild skólans í því góða orðspori sem löngum hefur farið af ísfirskum iðnaðarmönnum.

Þótt Vestfirðingar horfi nú stíft til áframhaldandi uppbyggingar Háskólaseturs Vestfjarða, sem mikilvægrar undirstöðu byggðakjarna á Vestfjörðum, verður ekki horft fram hjá þörfinni fyrir að efla verkmenntun. Þröstur Jóhannesson, einn umsjónarmanna verkgreina innan MÍ, segir nú vera ,,stefnt að því að geta útskrifað sveina í húsasmíði innan nokkurra ára.“ Þótt hægt miði er ástæða til að fagna hverju og einu skrefi í rétta átt.

Kvöldskóli iðnaðarmanna á Ísafirði markaði tímamót. Lykillinn að stofnun hans var samstaða ísfirskra iðnaðarmanna, sem skynjuðu þörfina fyrir aukna, almenna menntun. Í dag þurfa Vestfirðingar á slíkum sporgöngumönnum að halda; til að renna stoðum undir öflugra iðnnám og til að ná lokamarkinu með Háskólasetri Vestfjarða: Fagháskóla. Með samstöðu líkt og iðnaðarmennirnir sýndu forðum og Vestfirðingar í Menntakólamálinu á sínum tíma munum við ná settu marki.

Því er ekki að leyna að margt hefur reynst Vestfirðingum andsnúið um árabil. Þar ber hæst umbylting í atvinnuháttum og fólksfækkun, sem að stórum hluta er afleiðing þess fyrr nefnda. Vestfirðingar hafa áður tekist á við vanda og staðið uppréttir eftir. Látum áræði iðnaðarmannanna, sem ruddu brautina með stofnun Kvöldskólans, vera okkar leiðarljós. Hlustum ekki á andlaust tuð um fámenni okkar hér vestra. Með auknum atvinnutækifærum mun fólki fjölga á Vestfjörðum.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli