Frétt

| 05.05.2000 | 14:51Hrein eign til greiðslu lífeyris yfir tólf milljarðar króna

Guðrún Guðmannsdóttir.
Guðrún Guðmannsdóttir.
Ársfundur Lífeyrissjóðs Vestfirðinga fyrir árið 1999 verður haldinn í Hótel Flókalundi laugardaginn 13. maí nk. Samkvæmt ársskýrslu sjóðsins nemur hrein eign til greiðslu lífeyris, miðað við 31. desember sl., 12.158 milljónum króna og ávöxtun eigna sjóðsins miðað við sama tíma var 14,79%. Samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt Talnakönnunar hf. á stöðu sjóðsins í árslok 1999 voru eignir hans 30,4% hærri en áfallin lífeyrisskuldbinding. Ef skoðaðar eru áætlanir um framtíðarskuldbindingar og framtíðartekjur eru eignirnar um 5,8% hærri en skuldbindingarnar.
Að sögn Guðrúnar Guðmannsdóttur, framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Vestfirðinga fá 870 sjóðsfélagar greiddan lífeyrir frá sjóðnum og nema greiðslur til þeirra um 20 milljónum króna á mánuði. ,,Það eru mjög mismunandi fjárhæðir, sem hver sjóðfélagi fær í lífeyri. Ákvarðast það af mismunandi launum sem hver sjóðfélagi hefur greitt af til sjóðsins. Við höfum sjóðfélaga sem fá allt að kr. 250 þúsund á mánuði í lífeyri fyrir utan barnalífeyri, en hann er greiddur með börnum látinna sjóðfélaga og öryrkja til 18 ára aldurs þeirra," sagði Guðrún í samtali við blaðið.

,,Það eru mjög fá dæmi þess að sjóðfélagar fái ekki til baka, margfalt það sem þeir hafa greitt til sjóðsins. Hér eru mörg dæmi um unga menn og konur sem lent hafa í slysum eða fengið ólæknandi sjúkdóma og inneign þeirra hefur gert þeim fært að sjá sér og fjölskyldu sinni farborða á óbreyttan hátt. Þannig getur inneign í samtryggingarsjóði bjargað sjóðfélögum frá því að lenda á framfæri síns sveitarfélags, þegar veikindi eða dauðsfall skerða tekjuöflunarmöguleika fyrirvinnunnar." Guðrún sagði alltof oft sjá sorgleg dæmi þess að farandsalar hafa tælt sjóðfélaga til að hætta greiðslum í samtryggingarsjóði þar sem makar þeirra og börn hafi þar af leiðandi farið á mis við þá sjálfsögðu tryggingu, sem réttindi á greiðslum úr samtryggingarsjóðum eru.

,,Þessir farandsalar hverfa hins vegar á braut úr byggðinni með prósenturnar sínar í vasanum og þurfa ekki að horfa upp á örbirgð og örvæntingu öryrkjans, eða makans sem kemst að raun um að dýrmæt lífeyrisréttindi hafa verið eyðilögð fyrir lífstíð og glansmyndin er orðin litlaus og án ljóma. Reynslan hjá Lífeyrissjóði Vestfirðinga eru sú að sjóðfélagar gera sér oft ekki grein fyrir mikilvægi inneignar í samtryggingarsjóði fyrr en eitthvert áfall, örorka eða dauðsfall kemur fyrir innan fjölskyldu þeirra," sagði Guðrún.

Aðspurð um hvernig lífeyrissjóðir ávaxta fjármagn sitt sagði Guðrún að í lögum um lífeyrissjóði væru reglur um hvernig beri að verja fjármunum sjóðanna til einstakra flokka og tegunda verðbréfa svo sem hlutabréfa og skuldabréfa. ,,Á síðasta ári var hlutabréfasafn sjóðsins stækkað og einnig voru erlendar fjárfestingar auknar verulega. Við fjárfestingar sjóðsins er leitast við að auka dreifingu fjárfestinganna þ.e. bæði hvað varðar tegundir innlendra og erlendra verðbréfa og einnig hvað varðar erlenda gjaldmiðla. Raunávöxtun sjóðsins var 14,79% á árinu 1999 sem er sú besta frá upphafi. Ávöxtun séreignardeildar Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, sem hóf starfsemi sína 1. janúar 1999 var 14,2%."

Á ársfundinum í Flókalundi verða lagðar fram tillögur um hækkun makalífeyrisréttinda og hækkun barnalífeyrisgreiðslna til barna sem misst hafa foreldri. Að sögn Guðrúnar verður þetta fjórði ársfundurinn í röð þar sem lagðar eru fram tillögur um bætt réttindi sjóðfélaga. Ársfundur 1997 samþykkti hækkun réttinda til allra sjóðfélaga um 5,0%, ársfundur 1998 samþykkti hækkun á makalífeyrisréttindum og ársfundurinn á síðasta ári samþykkti hækkun lífeyrisgreiðslna allt fram til 70 ára aldurs.

Guðrún sagði að allir sjóðfélagar og lífeyrisþegar ættu rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétt og hvatti hún sem flesta sjóðfélaga til að fjölmenna í Flókalund.

bb.is | 29.09.16 | 11:48 Herdís Anna í West Side Story

Mynd með frétt Herdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli