Frétt

mbl.is | 06.12.2005 | 15:37Heildarframlag til nýframkvæmda í skólum Hafnarfjarðar rúmur milljarður

Framkvæmdir í skólamálum og aukin og bætt þjónusta í grunnskólunum hafa verið helstu framkvæmdaverkefni Hafnarfjarðarbæjar síðustu árin og sú verður einnig raunin á árinu 2006. Heildarframlag Hafnarfjarðarbæjar til nýframkvæmda Fasteignafélags Hafnarfjarðar í leik-, grunn- og framhaldsskólum verður samtals um 1045 milljónir króna en heildarfjárfestingar nettó með gatnagerð á nýjum íbúða- og atvinnusvæðum verður uppá tæpa 2.8 milljarða kr.

Í fréttatilkynningu kemur fram að helstu framkvæmdir og forgangsverkefni ársins 2006 verða m.a: Framkvæmdum við byggingu íþróttasalar og nýrrar kennsluaðstöðu við Setbergsskóla er að ljúka og verður nýja skólahúsnæðið tekið í notkun í janúar n.k.

Hraunvallaskóli er sú framkvæmd sem verður fjárfrekust árin 2006-2008. Byggður verður þriggja hliðstæðu skóli, með fjögurra deilda leikskóla og leikfimissal í einni byggingu. Það verða sameiginleg rými í skólanum fyrir stjórnun og mötuneyti. Fyrsti áfangi skólans verður tekinn í notkun haustið 2006 og næstu áfangar 2007 og 2008. Heildarkostnaður vegna byggingarinnar er áætlaður 1600 milljónir króna Þetta verður stærsti skóli bæjarins þegar hann er fullbyggður.

Framkvæmdir við Flensborgarskólann eru í fullum gangi í samræmi við þá deiliskipulagsvinnu sem unnin var af hálfu bæjarins árið 2003 og verður viðbyggingin tilbúin haustið 2006, Fasteignafélag Hafnarfjarðar sér um þetta verkefni og samhliða því verða gerðar breytingar á eldri húsum skólans og sjá Fasteignir ríkissjóðs um þá framkvæmd.

Verið er að hanna viðbyggingu við Leikskólann Hjalla og verður það stækkun um tvær deildir og þá verður stjórnunarálma skólans stækkuð. Gert er ráð fyrir að viðbyggingin verði tekin í notkun síðari hluta árs 2006.

Verið er að stækka stjórnunarálmu Leikskólans Kató og verður viðbyggingin tekin í notkun í janúarmánuði 2006.

Hönnun vegna leikskóla/skóla á Bjarkavöllum, í tengslum við námsmannaíbúðirnar á Völlum, hefst á árinu 2006 en taka á leikskólann í notkun haustið 2007.

Verið er að vinna alútboðsgögn vegna Sundmiðstöðvar á Völlum, þar sem á að vera m.a. 50 m innilaug, en hér er um að ræða samstarfsverkefni með Sundfélagi Hafnarfjarðar og Firði íþróttafélagi fatlaðra. Sundmiðstöðin verður um 5500 fermetra að stærð. Framkvæmdir hefjast á árinu 2006 og gert er ráð fyrir að sundlaugin verði tekin í notkun undir lok árs 2007.

Verið að vinna útboðsgögn vegna hönnunar bygginga í Kaplakrika, sem er samstarfsverkefni með Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Þar verða m.a. byggð félags- og búningsaðstaða, frjálsíþróttahús og áhorfendastúka. Gert er ráð fyrir að mannvirkin verði fullbyggð á árunum 2007 og 2008.

Farið verður af stað með verklegar framkvæmdir við endurbyggingu og lagfæringar Bungalowsins við Vesturgötu sem móttöku- gesta og safnahúss. Framkvæmdum verður lokið að fullu fyrir 100 ára kaupstaðarafmæli bæjarins 2008.

Á árinu 2006 verður haldið áfram uppbyggingu gervigrasæfingavalla fyrir börn og unglinga í samstarfi við KSÍ. Búið er að taka þrjá slíka í notkun, en stefnt er að því að koma upp völlum við alla grunnskóla bæjarins. Nú um áramótin verður tekin í notkun dagvist fyrir minnissjúka í Drafnarhúsinu en þörfin er afar brýn fyrir úrbætur í þeim efnum hér í bænum. Hafnarfjarðarbær kostar endurbætur á húsnæði og leigu, en rekstur er að öðru leyti í höndum heilbrigðisráðuneytis.

Fráveituframkvæmdum verður haldið áfram og lokið við lagningu aðalæðar og uppbyggingu hreinsi- og dælustöðvar og útrás við Hraunavík og jafnframt við nýja dælustöð við Norðurgarð. Stóráfanga þessa verkefnis er nýlega lokið þegar útrás var opnuð út fyrir nýju fyllingarnar í Suðurhöfninni Undirbúningi að útfærslu og framkvæmdum við nýja stofnæð Vatnsveitunnar úr Kaldarárbotnum eða Straumsseli verður framhaldið en gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við það verkefni verði um 500 milljónir á næstu 5 árum. Verið er að úthluta lóðum undir íbúðir á þremur nýjum byggingaráföngum, Völlum 5 og 6 og Áslandi 3, samtals hátt í 800 íbúðir. Miklar framkvæmdir verða í gatnagerð á þessum nýbyggingarsvæðum á árinu 2006, að því er segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur í dag til fyrri umræðu frumvörp að fjárhags­áætlun vegna ársins 2006 og þriggja ára rammaáætlun um rekstur, fjármál og fjárfest­ingar vegna áranna 2007–2009. Þetta er í fyrsta sinn sem Hafnarfjarðarbær leggur báðar áætlanirnar fram á sama tíma og afgreiðir fjárhagsstefnu og langtímaáætlun sem eina heild.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli