Frétt

bb.is | 05.12.2005 | 07:00Ísafjarðarbær selur norðurljósin í samstarfi við fjögur önnur sveitarfélög

Norðurljósin í allri sinni dýrð.
Norðurljósin í allri sinni dýrð.
Ísafjarðarbær er kominn í samstarf með fjórum sveitarfélögum um að markaðssetja Ísland sem ferðamannasvæði að vetri til. Sveitarfélögin fjögur eru Kópavogur, Höfn í Hornafirði, Mývatnssveit og Vopnafjörður. Áætlað er að 6 milljónir króna fari í verkefnið árlega, auk þess sem sjónvarpsmynd á vegum verkefnisins fær sjö og hálfa milljón á aukafjárlögum. Þá hefur nýsköpunarmiðstöðin Impra samþykkt að leggja tvær milljónir til verkefnisins. Að sögn Rúnar Óla Karlssonar, sem situr í samstarfshópnum fyrir hönd Ísafjarðarbæjar, er aðalgulrótin í þessu sambandi Norðurljósin.

„Norðurljósin eru gulrótin, en aðalmálið er að selja Ísland að vetri til, og þá alla þá þjónustu sem við getum boðið upp á. Þetta er svipað og með hvalaskoðunina, eða ferðir á norðlægar slóðir til að leita að ísbjarnasporum. Maður veit í raun ekki hvað maður sér, en það er bónus að sjá ísbjörninn. Fuglaskoðari sem veit af sjaldgæfum fugli einhvers staðar, hann fer á staðinn þó hann sé ekki viss um að sjá neitt. Annars er Ísland mjög hentugt til norðurljósaskoðunar, landið er vel staðsett og veðurfarslega erum við alls ekki illa sett. Sveitarfélögin sem að verkefninu standa eru mjög dreifð um landið, og líkur á því að það sé heiðskírt eða gott skyggni á einhverjum af þessum stöðum. Við erum að þróa leiðir til að dreifa ferðamönnum þannig að meiri líkur en minni séu á því að þeir sjái norðurljósin. Það verður sett upp upplýsingamiðstöð í Kópavogi þar sem spáð verður í veðrið, gervitunglamyndir og heimasíður sem spá fyrir um styrkleika norðurljósa. Svo er hægt að haga ferðalaginu eftir því.“

Aðspurður segist Rúnar Óli ekki geta fullyrt neitt um hvenær fyrstu ferðamennirnir komi. „Það byggist á því hversu hratt okkur tekst að vinna verkefnið, og hversu mikinn áhuga ferðaþjónustuaðilar á svæðinu sýna því. Þetta krefst þess að menn sinni því af fullum þunga og séu tilbúnir til að taka smá áhættu. Þetta var gert í Kanada, á svæði sem kallast Northwest Territories, þar voru ferðaþjónustuaðilar að sinna einum, tveimur, þremur ferðamönnum í lengri tíma, og síðan tók þetta aldeilis kipp. Nú hafa skapast 178 störf í beinum tengslum við norðurljósaferðamennsku. Tekjur fóru úr 200 þúsund kanadískum dollurum í 20 milljónir. Til Lapplands koma 900 þúsund manns árlega, að stórum hluta vetrarferðamenn. Til Íslands koma ekki nema um 300 þúsund manns á ári.“

Þá segir Rúnar að ein af ástæðunum fyrir því að farið er út í verkefnið núna vera þá að búið er að þróa kvikmyndatækni til að festa norðurljósin á filmu. „Þetta er stórmerkileg tækni, japanir hafa eytt hundruðum milljóna í þetta án árangurs. En nú er hægt að kvikmynda norðurljósin í rauntíma, og það hefur rosalegt auglýsingagildi. Þetta efni gæti verið mjög verðmætt, og hafa margir sýnt því áhuga, meðal annarra Warner bros, National Geographic sjónvarpsstöðin, og þýska ríkissjónvarpið. Þá er verið að vinna markaðsáætlun til að koma þessu á framfæri. Við höfum verið að ræða við ferðaskrifstofur erlendis, auk flugfélaganna Iceland Express og Icelandair, og þau hafa bæði sýnt þessu mikinn áhuga. Icelandair hefur sagt að þeir líti á þetta sem næsta stóra verkefni hjá sér, að reyna að auka ferðamennsku að vetri til“.

eirikur@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli