Frétt

mbl.is | 02.12.2005 | 16:42Hæstiréttur fellir úrskurð um hæfi sérstaks saksókara úr gildi

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur saksóknari í Baugsmálinu, væri ekki til þess bær að fjalla um þá átta ákæruliði málsins sem Hæstiréttur vísaði ekki frá. Ákæra á hendur forsvarsmönnum endurskoðendum Baugs Group var í 40 liðum en 32 liðum ákærunnar var vísað frá dómi þannig að eftir stóðu 8 liðir. Ríkislögreglustjóri óskaði eftir því við ríkissaksóknara að hann tæki til athugunar þau gögn sem legið hafi að baki þeim 32 ákæruliðum, sem vísað hafði verið frá dómi, til að ganga úr skugga um það hvort efni væri til að höfða mál að nýju á grundvelli þeirra. Ríkissaksóknari taldi sig ekki bæran til að stýra umræddri athugun og óskaði eftir við dómsmálaráðherra að settur yrði annar löghæfur maður til verksins. Skipaði dómsmálaráðherra Sigurð Tómas til að fara með málið.

Í þinghaldi í máli vegna þeirra 8 ákæruliða sem var vísað frá dómi kom upp ágreiningur um það hvort Sigurður Tómas færi með ákæruvald í því máli einnig. Taldi Pétur Guðgeirsson, héraðsdómari, svo ekki vera og kvað upp úrskurð þar um. Sigurður Tómas kærði úrskurðinn til Hæstaréttar og krafðist viðurkenningar á því að hann hefði verið bær og haft almennt og sérstakt hæfi til að fara sem settur ríkissaksóknari með ákæruvald í sakamálinu í nefndu þinghaldi.

Hæstiréttur segir í dómi sínum, að í opinberum málum gildi meginregla sem komi fram í lögum um meðferð einkamála, sú að dómstólar verði ekki krafðir álits um lögfræðileg efni eða hvort tiltekið atvik hafi gerst nema að því leyti sem nauðsynlegt sé til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli. Segir Hæstiréttur, að yrði litið svo á að settan saksóknara hafi af einhverjum ástæðum skort hæfi til að fara með málið í umræddu þinghaldi eða síðar, yrði að líta svo á að ekki hefði verið mætt í þinghaldið af hálfu ákæruvaldsins.

Hæstiréttur segir, að í málinu reyni ekki á þetta, heldur séu settar fram kröfur af hálfu ákæruvaldsins, sem feli í sér beiðni um að dómstólar láti einungis frá sér fara almenna staðfestingu á því að settur ríkissaksóknari sé bær til að fara með ákæruvald í málinu, svo og um almennt og sérstakt hæfi hans til þess. Á kröfur sem þessar verði samkvæmt framansögðu ekki felldur dómur. Beri því af sjálfsdáðum að fella hinn kærða úrskurð úr gildi.

Fimm dómarar, þau Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir kváðu upp dóminn.

bb.is | 27.10.16 | 09:37 Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með frétt Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli