Frétt

| 12.11.2001 | 08:45Vísnavinir vestra stofna kvæðamannafélag

Ólína Þorvarðardóttir kvæðakona m.m.
Ólína Þorvarðardóttir kvæðakona m.m.
Menningarmiðstöðin Edinborg á Ísafirði gengst fyrir kvæðakvöldi á Degi íslenskrar tungu, föstudaginn 16. nóvember. Af sama tilefni ætla vestfirskir vísnavinir að stofna kvæðamannafélag á norðanverðum Vestfjörðum og verður kvæðakvöldið því öðrum þræði stofnfundur félagsins en landsþekktir kvæðamenn koma í heimsókn. Þeir félagar Steindór Andersen, formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar í Reykjavík og Sigurður Sigurðarson dýralæknir munu kveða saman og njóta til þess liðstyrks skoska hljóðfæraleikarans Burzby Birchalls, sem leikur á ástralska frumbyggjapípu. Kvæðakonan Ólína Þorvarðardóttir skólameistari leggur þeim lið og kveður vísur eftir sjálfa sig og aðra. Síðast en ekki síst ber að nefna Ásu Ketilsdóttur á Laugalandi við Djúp sem er landsþekkt fyrir flutning sinn á þulum og barnagælum.
Stofnun kvæðamannafélags

„Hugmyndin að stofnun kvæðamannafélags hér fyrir vestan hefur verið á sveimi manna á meðal um nokkra hríð“, segir Ólína Þorvarðardóttir, ein úr hópi áhugamanna um stofnun félagsins. „Sjálf hafði ég verið að gæla við þá hugmynd að stofna hér félag kvæðamanna en var ekkert farin að aðhafast í þá átt, þegar Kristín Auður Elíasdóttir á Þingeyri hafði samband við mig fyrir skömmu og bar upp sama erindi. Hún tjáði mér að í Dýrafirði væri hópur fólks sem hefði hug á að mynda hóp vísnavina.

Skömmu síðar hafði Margrét Gunnarsdóttir, sem er í stjórn Menningarmiðstöðvar Edinborgarhússins, samband við mig um þá hugmynd að halda hér kvæðakvöld. Margrét hafði einnig orðið vör við þennan áhuga á stofnun vísnavina- eða kvæðamannafélags, svo nú var ekki eftir neinu að bíða og hjólin fóru að snúast. Niðurstaðan varð sú að efna til kvæðakvölds á degi íslenskrar tungu og stofna af því tilefni kvæðmannafélag á norðanverðum Vestfjörðum undir forystu þess fólks sem hefur látið sig málið varða.“

Kvæðahefðin æðasláttur íslensku þjóðarinnar

Íslensk kvæða- og rímnahefð hefur átt nokkuð undir högg að sækja á undanförnum áratugum, þrátt fyrir starf kvæðamannafélaga, ekki síst Kvæðamannafélagsins Iðunnar í Reykjavík. Nú á síðustu misserum hefur ýmislegt orðið til að vekja athygli á þessum forna menningararfi Íslendinga, og ber þar sennilega hæst samstarf Steindórs Andersens og rokkhljómsveitarinnar Sigurrósar.

Ólína Þorvarðardóttir hefur fjallað um rímur og kvæði bæði í ræðu, riti og með kveðskap. „Í íslensku kvæðalögunum greinum við hinn hreina tón þjóðarinnar, sálarástand hennar og hugðarefni í lífi og starfi langt aftur í aldir. Það má því segja að kvæðahefðin sé æðasláttur íslensku þjóðarinnar – hefð sem er þess virði að varðveita og viðhalda í tengslum við vísnagerðina, sem fjölmargir Íslendingar hafa unun af þó að kvæðalögin hafi mörg hver gleymst. Stofnun kvæðamannafélags á Vestfjörðum er þess vegna tímabært skref í þá átt að hefja þennan þátt í þjóðmenningu okkar til vegs og virðingar á ný og skipa henni þann sess sem hún verðskuldar“ sagði Ólína kvæðamaður.

Þeir sem vilja fá frekari upplýsingar um væntanlegt kvæðamannafélag á Vestfjörðum, eða skrá sig í félagið, er bent á að snúa sér til Ólínu Þorvarðardóttur í síma 450 4401 og 456 3139, eða til Kristínar Auðar Elíasdóttur á Þingeyri í síma 456 8107.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli