Frétt

Stakkur 48. tbl. 2005 | 01.12.2005 | 13:43Enn fækkar Vestfirðingum

Fyrir viku birtist hér í blaðinu frétt um fólksfjölda á Vestfjörðum. Það vekur ugg að íbúar á Vestfjörðum skuli ekki vera fleiri en 7700. Þeim hefur fækkað mjög frá árinu 1997, um 1156 úr 8856. Fækkun fólks er mikil og einkar brýnt að skoða hverju sætir. En ýmsar ástæður koma upp í huga venjulegs fólks þegar leitað er skýringa á því hvers vegna fólk greiðir atkvæði með fótunum og ákveður að fara annað. Margt hefur færst til betri vegar á Vestfjörðum, samgöngur á landi orðið betri við höfuðborgina.

En það dugar ekki til ef fólk vill fyrst og fremst nota þær til þess að flytja sig brott. Þessi þróun hefur áður verið gerð að umræðuefni á þessum vettvangi enda ástæða til, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Vestfirðir eru sá hluti Íslands sem á helst undir högg að sækja í þessum efnum. Borgríkið á suðvesturhorninu dafnar. Okkur Vestfirðingum á ekki að vera það áhyggjuefni heldur hitt að undan byggð fjarar á Vestfjörðum. Hvernig ber að bregðast við? Ekki blæs byrlega fyrir Byggðastofnun um þessar mundir. Enda er það svo að hún hefur ekki orðið til þess að lífga mikið upp á landsbyggðina. Starfsemi sem rekin er með forgjöf er ekki endilega besti kosturinn.

En hvað er átt við með hugtakinu forgjöf? Fyrst og fremst styrk eða lánveitingar á sérkjörum eða einfaldlega að lánað sé til atvinnurekstrar á öðrum forsendum en þeim að hann sé líklegur til þess að vera arðbær. Að halda úti atvinnu án þess að hún skili arði dugar ekki nema skamma hríð og þá venjulega með þeim afleiðingum að allir tapa í raun á slíku framferði. Leita þarf kosta eða tækifæra sem henta og atvinnustarfsemi sem upp er tekin verður að standa á eigin fótum, helst frá upphafi. Hitt er alþekkt að oft er nauðsyn að eiga aðgang að stofnfé, einkum ef kostnaður fylgir rannsóknum sem eru undanfari þess að fyrirtæki er byggir á nýjungum sé sett á fót.

Í allri umfjöllun um byggðaþróun á Íslandi er þess helst að sakna að fátt nýtt kemur fram í umræðunni. Rætt hefur verið um stofnun Háskóla á Vestfjörðum og þá eiga talsmenn við Ísafjörð. Það er óskynsamlegt þótt freisting væri sterk. Háskóli þarf uppfylla lágmarksskilyrði, sem ekki nást að óbreyttu ástandi og mannfjölda á Vestfjörðum. Þessi nýjasta hugmynd um að lyfta fjórðungnum er andvana fædd og sýnir hve langt hægt er að teygja sig í yfirboðum. Bæjarstjórnin í Bolungarvík sýnir raunsæi þegar hún áréttar að í tengslum við breytingar á stjórn löggæslu standi dómsmálaráðherra við loforð um ný verkefni handa þeim sýslumönnum sem ekki munu stýra lögreglu lengur verði hugmyndir um nýskipan lögæslunnar að verkuleika. Smátt þarf ekki að vera vont og er það alls ekki þegar það skilar verkefnum út á land.

Það þýðir ekki að gleypa heiminn í einum bita, heldur vinna markvisst að framförum.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli