Frétt

Leiðari 48. tbl. 2005 | 01.12.2005 | 13:41Um sitthvað gott og annað miður

Til að gera svartnættið léttbærara á þessum dimmasta tíma ársins höfum við farið þá leið að fjölga sífellt ljósum sem minna okkur á að jólin nálgast. Og við gerum sitthvað fleira til að draga úr áhrifum myrkursins. Þannig eru kirkjulegar samkomur á fyrsta sunnudegi í aðventu orðnar samofnar jólaundirbúningnum, fyrsta skrefið inn í jólahátíðina. Aðventukvöldið í Ísafjarðarkirkju að þessu sinni var sannkölluð tónlistarveisla. Auk Guðrúnar Jónsdóttur, einsöngvara, komu þar fram fjórir kórar og fjöldi tónlistarmanna. Ólafur Skúlason, biskup, flutti hugvekju. Mikill mannfjöldi átti samleið þetta kvöld.

Vestfirðingar eru ekki eftirbátar annarra í því að lífga upp á skammdegið. Þannig er jólatorgsala Tónlistarfélagsins orðin árviss viðburður; leikskólabörnin láta sitt ekki eftir liggja og hlaðborð veitingahúsa, hvar matgæðingar sporðrenna krásum undir ljúfum söng og tónlist vestfirskra listamanna, sækja stöðugt á. Jólaskreytingum í bænum fjölgar ár frá ári.

Víða liggja vinaböndin. Árum saman hefur jólatré frá Hróarskeldu, vinabæ Ísafjarðarbæjar, borið birtu og hlýjar jólaóskir hingað norður á hjara veraldar. Að venju verður trénu komið fyrir í hjarta bæjarins, á Silfurtorgi. Hlýhugur hinna dönsku vina er mikils virði. Bragur er á að hver byggðakjarni innan Ísafjarðarbæjar hefur sitt eigið bæjarjólatré.

Um helgina var nýtt íþróttahús á Suðureyri tekið í noktun. Ber að fagna að þar með rætist langþráður draumur æskufólks á staðnum um aðstöðu til íþróttaiðkana. Fátt er betra veganesti verðandi borgurum þessa lands en að þeir hafi notið góðar aðstöðu við nám og leiki í heimabyggð.

Nú er útséð með að Þingeyrarflugvöllur verður ekki tekinn í notkun á þessu ári. Ekki skal ekki dregið í efa að tíðarfar ráði þar nokkru um. Alvara málsins er hins vegar sú, að sjúkraflugvél er ekki lengur staðsett á Vestfjörðum yfir vetrartímann. Rökin fyrir brottför hennar voru ekki síst þau að með tilkomu Þingeyrarflugvallar opnuðust möguleikar til næturflugs til norðanverðra Vestfjarða, nokkuð sem ekki er fyrir hendi á Ísafjarðarflugvelli. Nú er komið í ljós, sem sterklega var varað við, hversu fráleit sú ákvörðun var að staðsetja ekki sjúkraflugvél á Ísafirði þar sem vitað var allan tímann að óvissa ríkti um Þingeyrarflugvöllinn. Helstu rökin fyrir brotthvarfi sjúkraflugvélarinnar héðan eru fokin út í veður og vind.

-----

Þótt mörgum finnist sem dregið hafi úr vægi fullveldisdagsins í þjóðarvitundinni markaði hann slík tímamót í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar að hann má aldrei falla í gleymskunnar dá. Gleymum ekki að fagna 1. desember að morgni.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli