Frétt

mbl.is | 01.12.2005 | 08:13Stefna ríkinu vegna vanefnda samkomulags um örorkulífeyri

Öryrkjabandalag Íslands hefur stefnt íslenska ríkinu og krafist þess að viðurkennt verði með dómi, að 25. mars 2003 hafi komist á samkomulag milli Öryrkjabandalagsins og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, f.h. íslenska ríkisins um hækkun lífeyris þeirra sem metnir hafi verið 75% öryrkjar eða meira. Öryrkjabandalagið telur að ekki hafi verið staðið við samkomulagið og krefst þess að það verði efnt.

Öryrkjabandalagið byggir á því að í umræddum samningi hafi íslenska ríkið skuldbundið sig til að setja reglur eða lög sem hækkuðu lífeyri öryrkja þannig að grunnörorkulífeyrir þeirra sem metnir yrðu 75% öryrkjar eða meira 18 ára eða yngri skyldi tvöfaldast. Þannig skyldi hækkunin skv. aldurstengdri örorkuuppbót nema 20.630 kr. árið 2004 og grunnörorkulífeyrir 18 ára og yngri samtals vera 41.260 kr. árið 2004.

Hækkun grunnörorkulífeyris myndi síðan minnka hlutfallslega eftir því sem einstaklingur væri eldri þegar hann er greindur öryrki. Skyldi lækkunin nema 2,04%, eða 421 kr., fyrir hvert aldursár sem einstaklingur yrði eldri greindur öryrki. Lífeyrisviðaukinn skyldi lækka um 421 kr (2.04%) fyrir hvert aldursár uns 67 ára aldri væri náð. Samkvæmt samkomulaginu skyldi það gilda frá 1. janúar 2004, þ.e. grunnlífeyrir öryrkja skyldi hækka frá og með 1. janúar 2004 á þann hátt sem áður segir.

Í stefnunni kemur fram að samkvæmt mati Tryggingastofnunar ríkisins 10. apríl 2003 myndi kosta rúmlega 1,5 milljarða að efna samkomulagið. Þegar mælt var fyrir fjárlagafrumvarpi ársins 2004 hefði verið gert ráð fyrir einum milljarði til efnda samkomulagsins. Sett voru lög (130/2003) en samkvæmt þeim var full aldurstengd örorkuuppbót látin nema sömu fjárhæð og örorkulífeyrir en lækkunin á milli aldursflokka var mun meiri fyrir þá sem eldri höfðu verið metnir til örorku, en fram kom í samkomulaginu. Í staðinn fyrir að lækka um 2,04% á milli aldursára (421 kr) lækkaði þessi fjárhæð um 5% annað hvert aldursár frá 18-27 ára en um 10% annað hvert aldursár frá 28-43 ára. Segir í stefnunni að ríkið hafi ekki enn hækkað grunnlífeyri öryrkja þannig að samkomulagið hafi verið efnt að fullu.

Þá er þess krafist að ríkinu sé skylt að efna samkomulagið með því að leggja fyrir Alþingi, innan 15 starfsdaga Alþingis frá lokadómi í málinu, að viðlögðum milljón króna dagsektum fyrir hvern dag, frumvarp til laga um að frá og með 1. janúar 2004 skuli grunnörorkulífeyrir þeirra sem metnir hafa verið 75% öryrkjar eða meira á aldrinum 18 til 66 ára hækka samkvæmt samkomulaginu.

Rut Júlíusdóttir héraðsdómslögmaður fer með málið fyrir hönd Öryrkjabandalagsins.

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli