Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 30.11.2005 | 14:29Loksins einhver hreyfing

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Eftir að ég vakti athygli á stöðu Byggðastofnunar í síðasta pistli og fann að aðgerðarleysi ráðherra og ríkisstjórnar hafa hjólin loksins farið að snúast. Iðnaðarráðherra hefur síðan lýst því yfir að þegar verði að finna lausn á vanda stofnunarinnar a.m.k. til skamms tíma og einnig að störfum verði ekki fækkað hjá stofnuninni. Þá sé þess að vænta að tillögur liggi fyrir í þessari viku. Það er veruleg bót að þessum yfirlýsingum, sem ég fagna, en til viðbótar þarf að vera ljóst að ekki verði dregið úr umsvifum Byggðastofnunar á Sauðárkróki. Um slík áform, ef þau eru fyrir hendi, getur ekki orðið samstaða.

Vissulega kemur til greina að stokka upp stofnanakerfið, eins og ég gat um í síðasta pistli, og þar finnst mér vera álitlegast að sameina Byggðastofnun og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og tengja hina nýju stofnun nánar ráðgjöf og þróun í atvinnumálum. Stofnunin hefði allt landið sem starfssvæði og gæti beitt sér af verulegu afli í einstökum verkefnum með lánveitingum, hlutafjárkaupum, styrkjum eða ábyrgðum, allt eftir því hvað best hentaði hverju sinni.

Það er stöðugt verkefni stjórnvalda að vinna að atvinnumálum landsmanna. Þar hafa þau beitt sér af krafti eins og á Austurlandi með stóriðjuuppbyggingu. Breytingarnar sem þar eru að verða hefðu ekki gerst af sjálfu sér og alls ekki án opinberrar íhlutunar. Nú er kröftum hins opinbera varið til þess að gera stóriðju í Þingeyjarsýslu að veruleika. Annars staðar eru horfurnar misjafnlega bjartar og sumar staðar eru þær alls ekki svo bjartar.

Þar er helst treyst á stuðning Byggðastofnunar og á stórum landssvæðum í Norðvesturkjördæmi hafa menn hafa í fá önnur hús að venda en að leita til Byggðastofnunar. Þess vegna er það algerlega óásættanlegt að flaggskip byggðastefnunnar reki vélarvana á land. Það er af því bitur reynsla að erfitt getur reynst að draga aftur á flot strandað skip. Vandinn er víða ærinn og í ýmsum byggðarlögum er beðið eftir stuðningi sem ekki fæst meðan þetta ástand varir.

Ráðherrar hafa sóst eftir starfi sínu, óskað eftir stuðningi félaga sinna í þingflokknum til þess og fengið hann og þeir verða þá líka að standa undir þeirri ábyrgð sem þeir takast á hendur. Til ábyrgðar iðnaðarráðherra heyrir að tryggja fjárhagslegan grundvöll Byggðastofnunar svo stofnunin geti framfylgt byggðastefnu ríkisstjórnarflokkanna.

Vandinn var fyrirsjáanlegur með löngum fyrirvara. Það hefur verið nægur tími til þess að taka til skoðunar stofnanaverkið og sjálfa stefnuna. Þrátt fyrir það er Byggðastofnun fjárhagslega lömuð, engar skýrar tillögur liggja fyrir til framtíðar og málið hefur enga umræðu fengið á ýmsum lykilstöðum, en á sama tíma hefur verið leyst úr fjárhagsvanda Nýsköpunarsjóðs.

Upplýst er að Iðnaðarráðherra fékk ráðgjafa síðastliðið vor til þess að gera skýrslu um Byggðastofnun, fáir vissu um hana og enn færri höfðu séð hana, þar til fjölmiðlar sögðu frá efni hennar í síðustu viku. Það eru því orð að sönnu að skýrslan fór lágt eins og ég sagði í síðasta pistli. Það var ekki fyrr en að fjölmiðlar höfðu fengið skýrsluna í hendur og birt úr henni að ég fékk afrit af henni.

Skýrsluna er ekki að finna á vef ráðuneytisins, hana er heldur ekki að finna á vef Byggðastofnunar, hún hefur ekki verið kynnt í flokknum né í þingflokknum og það var ekki fyrr en að þingmaður stjórnarandstöðunnar hafði tekið málið upp á Alþingi og kvartað yfir því að hann hefði ekki fengið skýrsluna að hún var gerð opinber.

Hvernig á að fara fram umræða og stefnumótun um framtíð Byggðastofnunar þegar fáir vita um úttektina og þar að auki legið á henni? Ekki er heldur neitt að finna í opinberum upplýsingum um tilvist þeirrar nefndar sem ráðherrann skipaði í framhaldi af skýrslunni og á að gera tillögur um framtíð stofnunarinnar. Við hverja ráðfærir nefndin sig og hvaða hugmyndir hefur hún, hvaða forsendur eru nefndinni lagðar? Er það svo að ráðherrann telur að þingmönnum komi málið ekkert við fyrr en búið er að afgreiða fullbúið frumvarp frá ríkisstjórninni, sem svo verður ekki breytt?

Alþingismenn eru kosnir af þjóðinni til starfa á Alþingi. Það eru ráðherrarnir ekki. Ráðherrarnir eru valdir af þingmönnum og sitja í skjóli þeirra. Það heitir þingbundin ríkisstjórn. Þess vegna eru það þingmennirnir sem hafa umboðið. Þeim er ætlað af kjósendum sínum að beita sér og móta málin. Mikilvæg mál þurfa að fara um hendur þeirra og fá stuðning þeirra. Alþingismenn eiga að koma að málum frá upphafi og hafa til þess fullan rétt.

Það er ekki fyrirkomulag sem ég sætti mig við að handhafar framkvæmdavaldsins sniðgangi alþingismenn við undirbúning mála. Um það eru mörg dæmi frá mörgum ráðherrum og því verður að linna.

Kristinn H. Gunnarssonkristinn.is

bb.is | 27.10.16 | 11:51 Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með frétt Að mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli