Frétt

Einar Kristinn Guðfinnsson | 30.11.2005 | 14:25Sjávarútvegur er þekkingariðnaður

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Íslenskur sjávarútvegur er þekkingariðnaður, gagnstætt því sem oft er haldið fram. Í umræðunni er stundum reynt að gera greinarmun á milli frumframleiðslugreina og einhvers sem menn hafa kallað þekkingariðnað. Landbúnaður og sjávarútvegur eru oft sett í fyrri flokkinn. Líftækni, tölvuiðnaður og skyldir hlutir fara síðan í seinni flokkinn. Síðan fimbulfamba menn um að framtíð þjóðarinnar og æskunnar sem erfa muni landið sé í þekkingariðnaðinum. Les: ekki í sjávarútvegi eða landbúnaði.

Þetta er algjörlega rangt. Öll alvöru atvinnustarfsemi í samtímanum er þekkingarstarfsemi. Sjávarútvegurinn er gott dæmi um það. Hann er einmitt atvinnugrein sem í eðli sínu er þekkingaratvinnugrein, í sinni bestu mynd.

Flókin og margslungin atvinnugrein

Í rauninni er sjávarútvegurinn bæði flókin og margslungin atvinnugrein. Fólk með ákaflega margvíslegan menntunarlegan og reynslu bakgrunn getur fundið viðspyrnu sinna krafta í sjávarútveginum. Það er einmitt það sem gerir þessa atvinnugrein svo heillandi. Menn þurfa að takast á við margbreytileika náttúrunnar. Veðrið, hafstrauma og aðstæður sem koma kannski ekki svo mikið við sögu í mörgum atvinnugreinum samtímans. Jafnframt glíma menn við breytileika í umhverfinu. Það er mikil samkeppni á erlendum mörkuðum og hún birtist úr öllum áttum. Stundum sem inngrip aðila sem njóta ríkisstyrkja og annars óeðlilegs stuðnings.

Og sjávarútvegurinn á vitaskuld í samkeppni við aðrar atvinnugreinar um fólk og fjármagn. Menn þurfa þess vegna að kunna góð skil á mörgum hlutum. Freista þess að lækka kostnað, auka afköst og bæta nýtingu. Í sjávarútveginum eru menn líka sífellt að leita leiða til þess að búa til aukin verðmæti úr auðlindinni. Þar getum við nefnt mörg dæmi.

Ferskútflutningur

Minna má á hvernig við flytum út í vaxandi mæli fersk flök til neyslu á erlendum mörkuðum Í þessum efnum er stígandi og hann stöðugur. Og hvers vegna er þetta hægt? Svarið er ekki einfalt. En nefna má nokkur atriði. Þekking manna við geymslu og meðhöndlun fisks alveg frá því að hann er veiddur skiptir miklu máli. Betri aðbúnaður og vinnubrögð um borð og í fiskvinnsluhúsunum. Upplýsingar um rekjanleika og hvenær fiskurinn var veiddur. Aukin vinnslutækni í landi. Bættir flutningar frá fiskvinnsluhúsi að flugvelli eða höfn. Betri samgöngur og áfram má telja. Kunnátta á markaðnum erlendis og skipulag flutninga þegar þangað er komið.

Reynslan í uppsjávarfiski

Annað dæmi. Menn voru oft með hugmyndir um að setja kvaðir á uppsjávarskip um löndun til manneldis. Slíkt var hugsunarháttur tilskipana og ofstýringarhugsunarinnar. Sjávarútvegurinn leysti málið án afksipta stjórnvalda. Fullvinsluskipin eru stöðugt að ná þarna meiri árangri. Fjárfesting í stórum og dýrum skipum er lykill að þessu. Við sjáum til dæmis norsk íslensku síldina. Kvóti hennar fer hér um bil allur til vinnslu. Verðmætisaukningin er þess vegna mikil frá því sem áður. Veiðifyrirkomulagið með skilgreindum einstaklingsbundnum veiðirétti skiptir þarna líka öllu máli. Það sjáum við af þessari reynslu.

AVS hefur búið til milljarðs verkefni í rannsóknum og þróun

Stjórnvöld hafa komið að þessari þróun með þeim hætti sem skynsamlegt er. Forveri minn, Árni M. Mathiesen beitti sér fyrir sérstökum sjóði, sem fær fjármagn af fjárlögum til þess að stuðla að auknu verðmæti sjávarfangs. Svo kallaður AVS sjóður. Hann hefur nú starfað í þrjú ár og gert gríðarlega mikið gagn. Í gær kynnti ég afraksturinn á vel sóttum kynningar og blaðamannafundi. Þar kom meðal annars fram að við höfum varið ríflega 400 milljónum til nýsköpunar og þróunarverkefna á fjórum meginsviðum. Krafa er gerð til styrkþega að þeir komi að minnsta með aðra eins upphæð á móti. Þetta þýðir að þessi sjóður hefur búið til veltu í rannsóknar og þróunartengdum verkum í þágu sjávarútvegs sem nemur að minnsta kosti 1 milljarði króna. Þetta skiptir miklu máli

Þetta er enn ein sönnun þess að sjávarútvegur er nú í vaxandi mæli þekkingargrein. Sjávarútvegurinn er framtíðaratvinnuvegur sem hentar ungu fólki með margvíslegan bakgrunn. Þessari staðreynd eigum við halda á lofti og vekja á henni athygli með öllum tiltækum ráðum.

Einar K. Guðfinnsson ekg.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli