Frétt

| 05.05.2000 | 11:04Búist við metþátttöku

Fossavatnsgangan, sú 51. í röðinni, fer fram á morgun, laugardag. Gangan hefst kl. 12 og er áætlað að henni verði lokið rétt fyrir kl. 14. Búist er við því að keppendur verði vel á annað hundraðið en metþáttaka var á síðasta ári en þá tóku 120 manns þátt þar af 53 í 20 km. göngu. Fossavatnsgangan telst vera elsta fjöldaganga á skíðum á Íslandi.
Ávalt hefur verið farin svipuð leið, startað undir Vatnahnjúk, farið fyrir Engidal og Nónhorn, yfir Fellsháls við Rembing, yfir Botnsheiði á milli Búrfells og Miðfells, upp í Gyltuskarð og þaðan yfir Miðfellsháls og niður á Seljalandsdal að Skíðheimum alls um 20 km. Árið 1939 lá leiðin frá Sjónarhæð, síðan var fylgt vegi inn með firðinum og þvert yfir Engidal, rétt fyrir framan Kirkjubólsbæinn, og síðan upp og fram Fossahlíðina. Þá var farið niður með Helgufelli að rafstöðinni á Fossum og þaðan út að Sjónarhæð þar sem hlaupið hófst. Eftir þetta var 15 ára hlé á göngunni, en árið 1955 var gangan endurvakin og farin hin hefðbunda leið sem og ávalt síðan að undanskildu árinu 1996 er leiðinni var breytt vegna snjóleysis.

Þátttakendur í Fossavatnsgöngunni (20 km.) eru orðnir 1.300 frá upphafi. Alls hafa sextán einstaklingar sigrað í göngunni og hefur Kristján Rafn Guðmundsson sigrað oftast eða alls tólf sinnum á árunum 1962-1974. Besta tíma Íslendings hefur náð Einar Ólafsson frá Ísafirði er hann fór gönguna á 55:25 árið 1989. Þess má geta þess að Sigurður Jónsson, prentari, sem var með í göngunni 1938, hefur verið með í flestum göngum síðan. Einnig hafa þeir bræður Gunnar og Oddur Pétursynir verið með í flestum göngum síðan gangan var endurvakin árið 1955.

Fram til ársins 1984 var Fossavatnsgangan innanhéraðsmót og kepptu aðkomumenn því sem gestir, en það ár var fyrirkomulaginu breytt og gangan er því nú í flokki Íslandsgöngunnar. Árið 1987 var boðið upp á ,,hálfa" Fossavatnsgöngu eða 10 km þar sem startað var við vegamót Breiðadalsheiðar og Botnsheiðar og farin sama leið og í 20 km göngunni. Árið 1989 bættist þriðji möguleikinn við 7 km ganga. Á síðasta ári voru 120 þátttakendur í öllum vegalengdum, þar af 53 sem fóru 20 km. Sérstakur bikar ,,Pétursbikar", var gefin af Netagerð Vestfjarða árið 1996, til minningar um Pétur Pétursson netagerðarmeistara, en hann var mikill skíðamaður og þátttakandi í Fossavatnsgöngu til margra ára, síðast árið 199, en þá gekk hann 7 km., þá 87 ára að aldri. Pétursbikarinn er veitur þeim er fyrstur kemur í mark í 20 km göngunni og er hér um farandbikar að ræða sem varðveitist í eitt ár. Gísli Einar Árnason vann hann í fyrsta skipti árið 1996, síðan Einar Ólafsson og í tvö síðustu skipti vann Magnús Eiríksson Siglufirði bikarinn.

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli