Frétt

Magnús Þór Hafsteinsson | 26.11.2005 | 11:04Hagsmunum æskunnar fórnað í ljótum blekkingaleik

Magnús Þór Hafsteinsson.
Magnús Þór Hafsteinsson.
Í gærmorgun fór fram á Alþingi, aðalatkvæðagreiðsla um fjárlög fyrir árið 2006. Þarna eru lagðar línurnar varðandi fjármál ríkisins þar sem löggjafavaldið ákveður með atkvæðagreiðslum hvernig sameiginlegum sjóðum landsmanna skuli varið, öllum íbúum vonandi til hagsbóta. Ekki er annað að heyra á stjórnarliðum en staða ríkissjóðs sé gríðarlega góð og nægir peningar til. Framsóknarmaðurinn Magnús Stefánsson sem er formaður fjárlaganefndar, sagði í upphafi atkvæðagreiðslunnar að staða ríkissjóðs væri sterkari nú en dæmi væru um áður. Hann sagði að tekjuafgangur væri 19,6% eða rétt innan við 2% af landsframleiðslu sem væri meiri afgangur en flestar Evrópuþjóðir gætu státað af.

Góður málstaður

Ein af þeim tillögum sem greidd voru atkvæði um í dag var að veitt skydi 150 milljónum sem notaðar skyldu til að jafna ferðakostnað íþróttafélaga innan lands. Þessi tillaga kom frá þingflokki Vinstri grænna. Hér er um sanngirnismál að ræða, ekki síst fyrir íþróttaiðkendur á landsbyggðinni, og þá ekki síst börn og unglinga. Íþróttafélög úti á landi þurfa að bera þunga krossa til að standa straum af ferðakostnaði. Oftar en ekki bitnar þessi kostnaður einnig á heimilunum, enda vilja foreldrar gjarnan að börn þeirra stundi íþróttir. Það þarf ekki að hafa mörg orð um hvílíkt gildi það hefur, bæði með tilliti til hollustu, þroska og forvarna. Enginn vafi er á að þetta sparar í raun ríkinu stórar fjárhæðir árlega, sem annars hefðu farið í kostnað við heilbrigðisþjónustu.

Nú hefði maður ætlað að þessi tillaga frá Vinstri grænum fengi góðar móttökur allra þingmanna við atkvæðagreiðsluna í morgun. Ekki bara vegna þess að hér er gott mál á ferðinni, heldur líka vegna þess að þingmenn þriggja flokka hafa ítrekað flutt þingsályktunartillögu um þetta efni á undanförnum þingum. Þessi tillaga var síðast rædd á þingi í upphafi þessa mánaðar og hljóðar svo: „Alþingi ályktar að veita árlega af fjárlögum fé í ferðasjóð íþróttafélaga til að standa straum af kostnaði við keppnisferðir þeirra á viðurkennd mót. Úthlutun fari eftir reglum sem menntamálaráðherra setur.“

Hjálmar Árnason þingflokksformaður Framsóknar og þingmaður Suðurkjördæmis er fyrsti flutningsmaður. Sér til fulltingis hefur hann félaga sína úr þingflokki Framsóknar þau Magnús Stefánsson (sem einnig er hvorki meira né minna en formaður fjárlaganefndar þingsins), Birki J. Jónsson og Dagnýju Jónsdóttur. Síðan er Kristján L. Möller þingflokksformaður Samfylkingar einnig með á tillögunni. Síðastur en ekki sístur er svo Guðjón Hjörleifsson þingmaður Suðurkjördæmis frá Vestmannaeyjum. Eins og sjá má, er hér ekkert kotungalið á ferðinni, heldur virðulegir og valdamiklir stjórnarþingmenn (nema K. Möller sem er virðulegur en valdalaus stjórnarandstöðuþingmaður). Þingmenn sem í ofanálag geta státað af ýmsum stöðugildum umfram óbreytta þingkarla og konur.

Samþykkt landsfundar

Til viðbótar þessu einvalaliði, má svo nefna að í ályktun nýlokins landsfundar Sjálfstæðisflokksins um var eftirfarandi samþykkt um íþrótta- og tómstundamál: „Landsfundurinn hvetur hið opinbera til að jafna stöðu íþróttaiðkenda vegna ferðakostnaðar með stofnun sérstaks sjóðs. Íþróttahreyfingunni verði falin ráðstöfun þessa sjóðs eftir reglum sem settar verða í samráði við menntamálaráðuneytið.“

Þegar þingsályktunartillagan góða var rædd á Alþingi 3. nóvember síðastliðinn gerðist einmitt sá fáheyrði atburður að Guðjón Hjörleifsson hélt ræðu, og það nokkuð snjalla. Hana má lesa með því að smella hér. Umræðurnar í heild sinni má svo lesa með því að smella hér. Bæði ég og Sigurjón Þórðarson tókum þarna til máls og lýstum fullum stuðningi Frjálslynda flokksins við þetta mál. Við minntum líka á að Frjálsyndi flokkurinn hefur í tvígang flutt frumvarp sem kemur í veg fyrir að yfirvöld geti í framtíðinni féflett íþróttafélög með því að rukka fyrir svokallaðan löggæslukostnað, en einmitt það hefur valdið þungum búsifjum í Vestmannaeyjum.

Tillaga kolfelld

Miðað við þetta allt sem á undan var gengið, þá skyldi maður ætla að Alþingi hefði einróma átt að samþykkta tillögu Vinstri grænna um 150 milljóna ferðajöfnunarsjóð fyrir íþróttafélögin. En mikil varð undrun mín og fleiri í morgun þegar við sáum að einungis 10 þingmenn greiddu tillögunni JÁ. Þetta voru allir þingmenn Frjálslynda flokksins, Vinstri grænna og svo Lúðvík Bergvinsson og Valdimar Friðriksson frá Samfylkingu. Allir viðstaddir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks greiddu NEI við tillögunni. Þar með talið allir flutningsmenn þingsályktunartillögunnar sem greint er frá hér að framan. Atkvæðagreiðslan fór þannig að tillagan var kolfelld með 27 atkvæðum gegn 10. Tólf þingmenn Samfylkingar greiddu ekki atkvæði og 14 voru fjarstaddir.

Hjálmar Árnason flutningsmaður upphaflegu tillögunnar fór meira að segja í ræðustól og reif kjaft gegn málinu sem þó var hans eigin mál! Ég og Steingrímur J. Sigfússon tókum einnig til máls og lýstum furðu með að ríkisstjórnarliðar felldu með þessum hætti gott mál sem þeir hefðu sjálfir flutt tillögu um. Ég benti á að þetta mál sýndi í raun að ríkisstjórnarflokkarnir meintu ekkert með því að flytja tillögu um að stofna svona ferðasjóð. Hér væri bara á ferðinni lýðskrum og blekkingar til að kasta ryki í augu kjósenda á landsbyggðinni í von um blekkja þá til að greiða stjórnarflokkunum atkvæði sitt.

Lærdómurinn

Svo lengi lærir sem lifir, segir máltækið. Hvað getur þessi litla saga frá í morgun svo kennt okkur? Jú, kjósendur eiga að varast að kjósa á þing fólk sem stundar svona blekkingaleiki þar sem heill barnanna okkar er lagður undir. Fólk sem bröltir um með landsfundasamþykktir og þykjist vera að flytja þingmál til að standa við innantóm loforð úr kosningabaráttunni sem aldrei hefur staðið til að efna. Svona þingmönnum á að refsa í kosningum og það er best gert með því að greiða þeim ekki atkvæði.

EKKI LÁTA PLATA YKKUR!

Með góðri kveðju frá Austurvelli,
Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins.


bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli