Frétt

mbl.is | 25.11.2005 | 17:00Bests verður minnst fyrir leiki helgarinnar

Mínútu þögn verður fyrir alla leiki í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina til að minnast Georges Bests, knattspyrnusnillingsins frá Norður-Írlandi, sem lést kl. 12.55 í dag, 59 ára að aldri. Reyndar er ekki öruggt að allir leikirnir á morgun geti farið fram þar sem veðurspáin fyrir England er mjög slæm. Breskir netmiðlar hafa frá því andlát Bests var staðfest verið yfirfullir af frásögnum af þessum magnaða fótboltamanni og fjöldi þekktra knattspyrnumanna og þjálfara hafa minnst hans. Þeirra á meðal Bobby Charlton, samherji hans hjá Manchester United, sem sagði:

"Við hjá Manchester United lærðum af reynslunni þegar við fengum Eric Cantona til okkar. Við urðum að meðhöndla hann öðruvísi en aðra og gefa honum svigrúm. Ef við hefðum gert það við Best, í stað þess að vera önugir við hann, eins og ég var, hefðum gefið svolítið eftir og reynt að hjálpa honum meira, hver veit hvað hefði gerst?" sagði Charlton en Best yfirgaf félagið 27 ára gamall sökum óreglu.

Alex Ferguson hinn skoski knattspyrnustjóri Manchester United segir að besta minning sín um Best hafi verið landsleikur Norður-Íra og Skota í Belfast. "Tommy Gemmill var á þeim tíma einn af bestu bakvörðum heims en Best lék hann svo ótrúlega grátt að annað eins hefur ekki sést fyrr eða síðar."

Denis Law, samherji hans og félagi hjá Manchester United, sagði: "Á árunum 1964 til 1969 var hann besti leikmaður Bretlands. Eins sorglegt og það er, þá held ég að við höfum aldrei séð hann eins og hann hefði getað orðið. Hann hvarf úr fótboltanum á þeim tíma sem hann hefði átt að bæta sig enn frekar. Það er þegar menn ná 28 ára aldri, en þá var hann hættur. Samt tel ég hann í hópi sex bestu fótboltamanna sem ég hef nokkru sinni séð. Hinir eru Alberto Di Stefano, Johan Cruyff, Maradona, Pelé og John Charles. Ef ég hefði séð fyrir það sem átti eftir að henda hann, hefði ég tekið hann rækilega í gegn á sínum tíma. Ef slíkt gerðist í dag ætti ég ekki í vandræðum með að meðhöndla slíkt, en á þessum tíma höfðum við allir nóg á okkar könnu þó við tækjum ekki líka að okkur að leysa úr hans vandamálum."

Ítarlega umfjöllun um George Best er að finna í Morgunblaðinu í dag en þar segir Sigmundur Ó. Steinarsson frá ferli hans í opnu íþróttablaðsins.

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli