Frétt

bb.is | 26.11.2005 | 15:05Var ekki kunnugt um reglugerðarbreytingu

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir ástæðu þess að skýringar voru ekki sendar til félagsmálaráðuneytisins með ársreikningi sveitarfélagsins vera þá að honum hafi einfaldlega ekki verið kunnugt um reglugerðarbreytingu þess efnis, en félagsmálaráðuneytið hefur krafið Ísafjarðarbæ og Hólmavíkurhrepp um skýringar á því hvernig standi á hallarekstri bæjarfélaganna á síðasta ári. Ber sveitarfélögunum að gera grein fyrir taprekstrinum og þeim aðgerðum sem ráðist verður í til þess að lagfæra stöðuna. Í bréfi félagsmálaráðuneytisins til Ísafjarðarbæjar er vitnað í reglugerð um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem kveðið er á um skyldu sveitarfélags til að senda greinargerð með ársreikningi, fjárhagsáætlun eða þriggja ára áætlun, til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.

„Við erum eitt þrjátíu sveitarfélaga sem er með hallarekstur á síðasta ári, en um níutíu sveitarfélög eru á landinu“, segir Halldór. „Ellefu þeirra sem voru með hallarekstur voru svo krafin skýringa. Málið er einfaldlega að það var gerð reglugerðarbreyting þess efnis að sveitarfélög sem eru með hallarekstur áttu að skila inn skýringum með ársreikningum, en við vissum einfaldlega ekki af þessari reglugerðarbreytingu, og væntanlega gerðu hin ellefu sveitarfélögin það ekki heldur.“

„Á árunum 1999-2001 var rekstrarstaða Ísafjarðarbæjar til umfjöllunar vegna sameiningar sveitarfélaganna sem þyngdi reksturinn verulega án þess að nokkuð kæmi þar á móti. Við sölu á eignarhlut Ísafjarðarbæjar í Orkubúi Vestfjarða losnaði um fjármuni sem nýttir voru til niðurgreiðslu skulda og til fjárfestinga sem beðið hafði verið með vegna erfiðrar rekstrarstöðu. Þá voru gerðar breytingar á varasjóði húsnæðismála og inn komu rekstarstyrkir sem hafa náð að lækka meðgjöf Ísafjarðarbæjar með rekstri innleystra íbúða um 1/4 til 1/5 á ári hverju. Fjármagn til sölu á húsnæði út á almennan markað nýtist einnig en því fylgir kostnaður sem sveitarfélagið nær ekki til baka fyrstu 3-4 árin. Rekstur þessa húsnæðiskerfis er mjög íþyngjandi fyrir Ísafjarðarbæ, skuldir húsnæðiskerfisins við bæjarsjóð hafa hlaðist upp síðan árið 1992, eru núna 1,5 milljarðar króna, og á þeim málum verður að taka því það stefnir í óefni vegna málaflokksins hjá nokkrum sveitarfélögum á landsbyggðinni. Ísafjarðarbær er eitt þeirra“, segir Halldór.

„Þrátt fyrir aðhald við rekstur Ísafjarðarbæjar og gott eftirlit hefur þróunin orðið sú frá yfirtöku grunnskólans árið 1996 að starfsfólki grunnskólanna og í þjónustu skólaskrifstofu hefur fjölgað umfram það sem reiknað var með. Sveitarfélagið rekur sex leikskóla, fimm íþróttahús, fjórar sundlaugar, fjórar hafnir, fjögur áhaldahús og svona má telja áfram. Allra leiða er leitað til hagræðingar í rekstri þessara eininga, en sveitarfélagið er sameinað úr það mörgum byggðakjörnum að ekki er mögulegt að hagræða frekar, næsta skref er lokun rekstareininga þar sem reksturinn er hlutfallslega þyngstur. Slík aðgerð mælir ekki með sameiningu sveitarfélaga og hafa núverandi stjórnendur bæjarfélagsins ekki viljað fara þessa leið.“

„Að óbreyttu mun rekstur Ísafjarðarbæjar áfram verða þungur. Tekjuþróunin hefur verið okkur í óhag, leitast er við að halda uppi góðri þjónustu í sveitarfélaginu og standa við þau fyrirheit sem gefin voru varðandi sameiningu sveitarfélagsins árið 1996. Til að ná því markmiði og að afgangur verði af rekstri sveitarfélagsins þarf að lækka skuldir og rekstrarkostnað og auka tekjur“, segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

eirikur@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli