Frétt

mbl.is | 25.11.2005 | 11:02Atkvæði greidd um fjárlagafrumvarpið

Atkvæðagreiðsla um einstakar greinar fjárlagafrumvarpsins hófst á Alþingi á 11. tímanum í dag en önnur umræða um frumvarpið stóð fram á nótt. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýndu frumvarpið og sögðu það sýna skort á aðhaldi en formaður fjárlaganefndar sagði að frumvarpið endurspeglaði sterkari stöðu ríkissjóðs en dæmi væru um áður. og tekjuafgangur væri tæp 2% af landsframleiðslu sem væri meira en flestar Evrópuþjóðir gætu stært sig af. Þá yrðu skuldir ríkissjóðs innan við 10% af landsframleiðslu í lok næsta árs. Helgi Hjörvar, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, sagði við upphaf atkvæðagreiðslunnar, að því miður væri ekki ástæða til þess að ætla að fjárlögin gangi betur eftir en undanfarin ár en viðvarandi skekkja hefði lengi verið milli frumvarpsins og niðurstöðunnar.

Helgi sagði, að einkenni fjárlagafrumvarpsins væri skortur á aðhaldi og skattalækkanir til hátekjufólksins í samfélaginu. Sagði Helgi að Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, hefði með aðstoð sjálfstæðismanna á undanförnum kjörtímabilum aukið skattbyrði hinna lægst launuðu um heil mánaðarlaun en á sama tíma létt skattbyrði af hátekjufólki um heil mánaðarlaun. Þetta skekkti þá samstöðu og einhug, sem einkennt hefði íslenskt samfélag.

Þá sagði Helgi, að útgjaldaþenslan sýndi að ríkisstjórnin hefði setið allt of lengi við völd. Þegar þenslunni lyki þyrfti ný ríkisstjórn jafnaðarmanna að taka á hinum mikla útgjaldavanda og misskiptingu sem myndast hefði.

Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, sagði að staða ríkissjóðs væri sterkari nú en dæmi væru um áður. Tekjuafgangur væri 19,6% eða rétt innan við 2% af landsframleiðslu sem væri meiri afgangur en flestar Evrópuþjóðir gætu státað sig. Þá yrðu skuldir ríkissjóðs innan við 10% af landsframleiðslu í lok næsta árs.

Magnús sagði, að ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir hefðu náð miklum árangri í ríkisfjármálum og það skipti miklu máli að áframhald verði á því. Málflutningur stjórnarandstöðunnar, um niðurskurð til félagsmála og velferðarmála, væri marklaus því verið væri að auka framlög til félagsmála, velferðarmála, menntamála og annarra slíkra mála. Hvatti Magnús þjóðina til að taka ekki mark á klisjukenndum og ósönnum málflutningi heldur horfa til þess sem gert hefði verið og fælist í frumvarpinu sem miðaði allt að því að bæta lífsgæði þjóðarinnar.

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli