Frétt

| 09.11.2001 | 15:57Vonast eftir fornleifagrefti á næsta sumri

Kirkjustaðurinn Eyri við Skutulsfjörð 1867.
Kirkjustaðurinn Eyri við Skutulsfjörð 1867.
Ísafjarðarbær sótti fyrir nokkru um styrk úr Kristnihátíðarsjóði til frumkönnunar vegna fornleifarannsókna á bæjarstæði Eyrar í Skutulsfirði. Bærinn gamli er löngu horfinn en Eyrartún á milli Túngötu og gamla kirkjugarðsins á Ísafirði er ennþá vel þekkt og opið svæði. Við undirbúning umsóknarinnar var haft samráð við Orra Vésteinsson fornleifafræðing hjá Fornleifastofnun og litið til þess, að stofnunin geri þessa frumkönnun á komandi sumri. Komi eitthvað áhugavert í ljós við hana má gera ráð fyrir frekari uppgrefti á þessum stað. Mjög forvitnilegt verður að telja, fyrir margra hluta sakir, að kanna þetta forna bæjarstæði.
Ýmsir hafa viljað telja að Eyri hafi verið landnámsjörð en fyrir því er engin vissa þótt almennar líkur séu nokkrar. Afar lítið er vitað um upphaf byggðar í Skutulsfirði. Landnámabók fer um svæðið í símskeytastíl að heita má líkt og víðar vestra. Þar er Helgi Hrólfsson sagður landnámsmaður í Skutulsfirði án þess að getið sé bústaðar hans en Þórólfur brækir nam fjörðinn „suman“ (að hluta) og Skálavík og bjó þar, segir í Landnámu, hvar sem sú Skálavík hefur verið.

Hins vegar hefur Eyri verið kirkjustaður um langar aldir og margar og frægust væntanlega af málum séra Jóns þumlungs, sem andskotinn og árar hans plöguðu f.h. Kirkjubólsfeðga. Eyrarbærinn stóð á bæjarhólnum nokkru norðan við þann stað þar sem minnismerki Ragnars myndhöggvara Kjartanssonar um drukknaða sjómenn stendur nú. Bærinn hefur trúlega verið margbyggður á sama stað í aldanna rás eins og venja var. Hann var rifinn ekki allmörgum árum eftir að Ísafjarðarkirkja sem brann árið 1987 var fullger árið 1863. Tóftir bæjarins munu hafa verið jafnaðar út á dögum viðreisnarstjórnarinnar á sjöunda áratug nýliðinnar aldar.

Kristnihátíðarsjóður starfar samkvæmt lögum sem sett voru snemma á þessu ári og var stofnaður til að minnast lögleiðingar kaþólskrar trúar á Íslandi fyrir um þúsund árum. Hlutverk sjóðsins er annars vegar „að efla fræðslu og rannsóknir á menningar- og trúararfi þjóðarinnar og stuðla að umræðum um lífsgildi hennar, siðferði og framtíðarsýn“ og hins vegar „að kosta fornleifarannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar, m.a. á Þingvöllum, í Skálholti og á Hólum“. Starfstími sjóðsins er fimm ár eða til ársloka 2005. Ríkissjóður leggur sjóðnum til 100 milljónir króna fyrir hvert starfsár eða 500 milljónir alls.

Í samræmi við hlutverk sjóðsins verða styrkir veittir til tveggja sviða, menningar- og trúararfs og fornleifarannsókna. Gert er ráð fyrir að jafnmiklu af ráðstöfunarfé sjóðsins á þessu ári verði veitt til hvors sviðs. Varðandi fornleifarannsóknir skal, auk ofantalinna merkisstaða, einkum litið til staða sem tengjast sögu kristni á Íslandi, svo sem klaustra og kirkjustaða, svo og annarra merkra sögustaða, svo sem verslunarstaða, miðaldabæja og þingstaða.

Alls bárust 170 umsóknir um styrki úr Kristnihátíðarsjóði að þessu sinni. Ekki hefur enn verið gengið frá úthlutun.

Myndina sem hér fylgir tók Sigfús Eymundsson ljósmyndari árið 1867. Þar stendur hin nýja kirkja sem Einar Hálfdánarson smíðaði og gamli bærinn hefur ekki enn verið rifinn. Þetta er eina myndin af Eyrarbænum gamla sem vitað er um.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli