Frétt

mbl.is | 23.11.2005 | 14:31Landsvirkjun lætur yfirfara áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar

Allir verkþættir við byggingu Kárahnjúkavirkjunar eru nokkurn veginn á áætlun nema gerð aðrennslisganga, sem nú eru um fjórum mánuðum á eftir áætlun. Um 18 mánuðir eru til gangsetningar og verður reynt að vinna upp allar tafir á þeim tíma. Verður það m.a. gert með því að vinna frágangsvinnu samhliða gangaborun. Enn er ekki ljóst hvort hægt verður að vinna þessar tafir upp að fullu en það fer fyrst og fremst eftir jarðfræðiaðstæðum á þeim gangahlutum sem eftir er að bora. Valgerður var að svara fyrirspurn frá Hlyni Hallssyni, varaþingmanni Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, sem spurði hversu mikið einstökum framkvæmdaþáttum við byggingu Kárahnjúkavirkjunar hefði seinkað nú þegar. Hvort áhættan sem fylgi fyllingu Hálslóns og rekstri virkjunarinnar hafi verið metin upp á nýtt í ljósi þess að mun meiri sprungur og misgengi hafi komið í ljós í stíflustæðinu og í jarðgöngum en gert var ráð fyrir, og loks hver umframkostnaður Landsvirkjunar við Kárahnjúkavirkjun væri orðinn og hvaða áhrif mun hann hafa á fjárhag Landsvirkjunar og raforkuverð í landinu.

Valgerður svaraði að við alla jarðgangagerð væri gert ráð fyrir að fara þurfi gegnum sprungur og misgengi. Við Kárahnjúka hafi slíkar hindranir ekki reynst vera fleiri en búast mátti við í upphafi og þegar hafi verið borað gegnum fjölda slíkra. Misgengisbelti við borvél tvö, sem sé í raun 3 misgengi hlið við hlið, hafi hins vegar reynst erfið. Vonir standi til að borvél 2 takist að komast gegnum beltið innan tíðar. Göngin verða heilfóðruð á tiltölulega stuttum kafla en Valgerður sagði, að með slíku hefði verið reiknað í útboði. Vatnsinnrennsli á vestasta hluta gangaleiðarinnar hafi einnig orðið langvinnara og meira en gert var ráð fyrir og hafi verið brugðist við því með þéttiaðgerðum. Ekki sé talin ástæða til að endurskoða mat á áhættu á rekstri virkjunarinnar vegna þessara atriða.

Valgerður sagði ljóst að misgengi væru fleiri og stærri en rannsóknir hefðu bent til, bæði í grunni Kárahnjúkastíflu og Dysjarárstíflu. Við þessu hafi verið brugðist og hönnun mannvirkjanna hefðu verið hönnuð með tilliti til aðstæðna. Gerðar hefðu verið umfangsmiklar rannsóknir á misgengjum í nágrenni stíflusvæðanna. Væri væntanleg skýrsla frá Íslenskum orkurannsóknum um málið. Einnig hefði Landsvirkjun falið Rannsóknamiðstöð í jarðskjálftaverkfræði við Háskóla Íslands að yfirfara og endurmeta jarðskjálftaforsendur fyrir hönnun á stíflu við Hálslón. Skýrsla um það væri væntanleg en helstu niðurstöður lægju þegar fyrir og hefðu verið notaðar til að endursveiflugreina stíflurnar.

Valgerður sagði ljóst, að tiltölulega litlar breytingar þyrfti að gera á hönnun stíflnanna til að viðhalda því öruggi sem að hefði verið stefnt. Slíkar breytingar hefðu þegar verið útfærðar og innleiddar við yfirstandandi framkvæmdir og áhætta af rekstri stíflnanna væri því talin vera óbreytt. Þrátt fyrir þetta hefði Landsvirkjun ákveðið að ýtarlegt áhættumat, sem gert var í tengslum við mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar, verði yfirfarið.

Varðandi kostnað sagði Valgerður, að gert hefði verið ráð fyrir verulegum fjárhæðum til að mæta óvæntum kostnaði og ekkert bent til þess að kostnaður við framkvæmdirnar fari fram úr þeirri áætlun þeirri, sem lögð var til grundvallar verkinu.

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, sagði, að í svörum ráðherrans staðfestist að þarna hefðu menn ratað í gríðarlega erfiðleika og undirbúningi framkvæmdanna hefði verið stórlega ábótavant. Því hlytu að vakna spurningar af margvíslegum toga um ábyrgð og vinnubrögð, m.a. þegar gögn sem lögð voru til grundvallar umhverfismati stæðust ekki.

„Auðvitað vonar maður að stíflurnar standist og áhættumatið leiði það í ljós að það sé verjandi að taka mannvirkið í notkun, en ég verð að leyfa mér að draga það verulega í efa, að það sé hægt að fullyrða það nú að ekki sé nauðsynlegt að breyta áhættumati og mati á því hvaða afleiðingar það kann að hafa að fylla Hálslón," sagði Steingrímur.

Valgerður sagðist telja það góð vinnubrögð að láta endurskoða áhættumatið. „Það er nú þannig, með svona stórframkvæmdir þá er það alltaf þannig að eitthvað af rannsóknunum fara fram á verktíma, m.a. vegna þess að vegna umhverfisáhrifa er ekki hægt að rannsaka allt áður en hafist er handa," sagði Valgerður.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli