Frétt

| 04.05.2000 | 17:13Aðalfundur OV – sala eða ekki?

Föstudaginn 28. apríl 2000 var haldinn aðalfundur Orkubús Vestfjarða. Gerð var grein fyrir stöðu fyrirtækisins. Það tapaði. Rætt var um framtíð Orkubúsins, möguleika á virkjunum og breytingar á starfsumhverfi. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Þórður Friðjónsson, flutti ágætt erindi um framtíð orkufyrirtækja, breytta stöðu, en hann gerði grein fyrir hugmyndum um breytt rekstrarform. Stefnt er að rekstri orkuveita í formi hlutafélaga að nokkrum árum liðnum. Er það til samræmis við það sem gerist á evrópska Efnahagssvæðinu, það er að segja innan Evrópusambandsins og EFTA landanna þriggja, Íslands, Liecthestein og Noregs. En þau þrjú lúta að mestu reglum Evrópusambandsins, þótt sambandið hafi af eðlilegum ástæðum misst áhugann á þessum smáríkjum, sem ganga eins og smátungl um reikistjörnu.

Þorkell Helgason orkumálastjóri flutti ágætt erindi um virkjunarkosti. Nefndi hann einkum tvennt. Fyrst virkjun Hvalsár í Ófeigsfirði á Ströndum og Glámuvirkjun. Sú fyrrnefnda mun að öllum líkindum verða stærri. Athyglisvert var að sveitarstjórnarmenn ræddu framtíð Orkubúsins fremur lítið. Stjórnarformaðurinn og yfirlæknir Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði, Þorsteinn Jóhannesson, taldi af og frá að selja Orkubúið. Yfirlæknirinn á sjúkrahúsinu á Patreksfirði og forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, Jón B. G. Jónsson, vildi selja sem fyrr. Hann benti réttilega á þær staðreyndir að Vesturbyggð ætti engan veginn fyrir skuldum og vildi innleysa framlag Patrekshrepps, sem innt var af hendi við stofnun Orkubúsins.

Eini sveitarstjórnarmaðurinn, sem ræddi málin óháð tilfinningum og bað menn að skoða alla kosti kalt og yfirvegað, var Ólafur Kristjánsson forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Ljóst mátti vera hverjum sem á hlýddi, að hann hafði mun skarpari sýn á stöðuna en þeir, sem láta tilfinningarnar ráða afstöðu sinni, enda einn forgöngumanna OV. Ólafur vakti athygli á þeirri staðreynd, að fyrstu mennirnir á Vestfjörðum sem vöktu máls á sölu OV, hefðu verið Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, nú á Akureyri, og Þorsteinn Jóhannesson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar á Ísafirði. Nú hefði Þorsteinn að vísu breytt um skoðun. En því mætti ekki gleyma, að sveitarfélög ættu að veita þjónustu, ekki safna eignum. Bar þeim saman honum og forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar í þessu efni. Kjarni málsins er nefnilega sá, sem skýrt kom fram á aðalfundinum, að skammur tími er til þess að OV verði breytt í hlutafélag. Þá verður fáránlegt að binda fé fátækra sveitarfélaga í fyrirtækinu. Hitt vakti athygli,
að hið eina sem sveitarstjórnarmenn ræddu voru skuldir við Íbúðalánasjóð. Þær koma sölu OV ekki við. En hverjum heilvita manni má vera ljóst, að sala Orkubúsins er aðeins spurning um réttan tíma og rétt verð. Það er einföld staðreynd þegar allt er skoðað.

bb.is | 29.09.16 | 11:48 Herdís Anna í West Side Story

Mynd með frétt Herdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli