Frétt

Jón Bjarnason | 21.11.2005 | 09:53Um þjónustu löggæslu og sýslumannsembætta

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason.
Nefnd á vegum dómsmálaráðherra hefur nýlega skilað tillögum að breyttri skipan lögreglumála í landinu. Eðlilegt er að huga að skipan sýslumannsembætta og lögreglumála í landinu, ekki síst með tilliti til breyttra samgangna og búsetumynsturs. Nefndin leggur upp með mörg fögur markmið eins og að efla almenna löggæslu og hraða rannsóknum sakamála. Til að ná þeim markmiðum telur nefndin nauðsynlegt að fækka löggæsluumdæmum og skera verkefni af sýslumönnum.

Sýslumenn eru umboðsaðilar ríkisins í héraði

Lögæslan og starfsemi sýslumanna er einn mikilvægasti þáttur í almannaþjónustu landsmanna og þessi embætti eru þjónustustofnanir og umboðsaðilar ríkisins í héraði auk þess að fara með lögreglustjórn. Nærþjónusta þessi skiptir því íbúana miklu máli og hefur áhrif á samkeppnisstöðu byggðanna.

Þá ber og til að líta að opinber störf, sýslumannsembætta og lögreglu skipta hin minni samfélög gríðarlega miklu varðandi fjölbreytni atvinnulífs. Dómsmálaráðherra hefur boðað að flutt verði 12-15 sérgreind störf og verkefni til Blönduós og byggð upp við sýslumannsembættið á staðnum. Því fagna ég og tel að þarna hafi verið tekið myndarlega á sem vonað er að framhald verði á við önnur sýslumannsembætti. Vafalaust má flytja stærri hluta af eftirlitsstofnunum til sýslumannsembættanna en sá iðnaður þenst út og vex eins og gorkúlur á haug á suðvesturhorninu. Nauðsynlegt er að fá strax fram hugmyndir og áætlanir stjórnvalda um frekari flutning verkefna til sýslumannsembættanna út um land.

Hlutverk lögreglunnar er víðtækara en elta þjófa og ökuníðinga

Stafsemi lögreglumanna tengist ekki einungis löggæslumálum, elta uppi þjófa og þá sem brjóta umferðarlögin, sem mér finnst tillögurnar taka um of mið af. Lögreglustjórar fara með yfirstjórn leitar- og björgunarstarfa á landi. Þjónusta lögreglunnar, að minnsta kosti út um land, er ekki síður tengd fræðslu og forvarnarstarfi, fjölþættri aðstoð og leiðsögn við hinn almenna borgara, aðstoð í erfiðri færð, við slys eða önnur neyðartilvik, sjúkraflutninga og björgunarstörf og svo ótal margt annað. Þar skiptir nálægð þjónustunnar ekki síst máli og er afar mikilvæg fyrir strjálbyggð, fámenn, landstór eða samgöngulega eingraðar byggðir sem gætu þá orðið án ef hennar nyti ekki við. Það er einkum við þessi landstóru dreifbýlu sveitarfélög sem ríkið ber sérstakar skyldur í forsjá löggæslumála. Og það er nú einmitt þegar aðstæður eru erfiðastar sem þörfin er mest.

Hvers eiga Búðardalur, Patreksfjörður eða Hólmavík að gjalda?

Nefndin gerir tillögur um að lögreglan í Búðardal fari undir Borgarnes. Sömuleiðis að lögreglan á Hólmavík fari þangað. Einnig er gert ráð fyrir að löggæsla í Reykhólahreppi fari undir Borgarnes. Þá er gert ráð fyrir að lögreglan á Patreksfirði fari undir sýslumanninn á Ísafirði. Ansi verða nú sýslumennirnir strípaðir á þessum stöðum þegar lögreglan hefur verið tekin frá þeim. Hætt er þá við að embættin sjálf og umsýsla þeirra fari fljótlega sömuleið. Með sýslumenn á staðnum er þó lang nærtækast að þeir verði áfram lögreglustjórar en hafi samvinnu sín á milli og við nágrannaembættin. Patreksfjörður og Ísafjörður eru í innbyrðis vegasambandi aðeins örfáa mánuði á ári. Umdæmi Hólmavíkurlögreglu spannar nokkur hundruð kílametra og vegirnir lokast oft vegna veðra. Er ekki séð að öryggi íbúanna aukist við að færa lögreglustjórn Strandamanna suður í Borgarnes, en um 200 km eru frá Borgarnesi til Hólmavíkur og hátt á fjórða hundrað km norður í Árneshrepp. Varðandi Búðardal væri athugandi að sameina Reykhóla og Búðardal og setja þar a.m.k. tvo lögreglumenn undir stjórn sýslumannsins í Búðardal.

Þjónustan verði ákveðin í samráði við íbúana

Framkvæmdanefndin mun hefur reynt að samþætta sjónarmið með sýslumannafélaginu og Landssambandi lögreglu manna sem er gott. Minna virðist hafa farið fyrir samráði við íbúanna í viðkomandi héruðum. Sveitarstjórnir eru nú boðaðar á kynningarfundi um málið eins og allt sé ákveðið. Í stað þess að ræða málin heima í héruðunum fyrst eru Vestfirðingar allir boðaðir á Ísafjörð og Húnvetningar og Skagfirðingar boðaðir til Akureyrar. Þetta getur ekki talist skynsamleg leið til samráðs við íbúanna á þessum stóru landssvæðum. Ljóst er að þessar tillögur verður að skoða miklu nánar.

Tekið er undir áherslu nefndarinnar að málið verði í raun unnið þannig: „Síðast en ekki síst er mikilvægt að breið samstaða skapist um þær tillögur að breytingum sem hrint verður í framkvæmd.“

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

bb.is | 26.10.16 | 07:36 Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með frétt Ísafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli