Frétt

mbl.is | 17.11.2005 | 16:09Tilbúin að greiða verulegan hluta kostnaðar við Keflavíkurflugvöll

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, flutti erindi um utanríkismál á Alþingi í dag. Þar kom meðal annars fram að varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna byggir á aðild ríkjanna að Atlantshafsbandalaginu og snertir viðbúnað og stöðu þess á Norður-Atlantshafi. „Viðræður íslenskra og bandarískra stjórnvalda um framkvæmd varnarsamningsins hófust í júlí síðastliðnum. Eins og fram hefur komið hafa þær gengið seinlega. Íslensk stjórnvöld eru reiðubúin til að greiða verulegan hluta þess kostnaðar sem hlýst af rekstri og viðhaldi Keflavíkurflugvallar, enda hefur borgaraleg flugumferð um völlinn aukist mikið. Þá hafa stjórnvöld lýst vilja til þess að kanna möguleika á samstarfi á sviði þyrlubjörgunar þannig að Ísland taki að sér aukið hlutverk í þeim efnum hér á landi. Hvort tveggja mundi leiða til aukinna útgjalda og sýnir því eindreginn vilja af okkar hálfu til að finna framtíðarlausn. Meginmarkmiðið er að sjálfsögðu að tryggja lágmarksvarnarviðbúnað á Íslandi sem þjónar hagsmunum beggja ríkja og Atlantshafsbandalagsins í heild á grundvelli varnarsamningsins frá 1951 og í samræmi við ákvæði hans um verkaskiptingu aðila.

Þátttaka Íslands í friðargæslu hefur vaxið jafnt og þétt á rúmum áratug og er nú orðin mikilvægur þáttur í framkvæmd íslenskrar utanríkisstefnu. Þetta hefur gerst um leið og alþjóðleg samtök og stofnanir eins og Atlantshafsbandalagið, Sameinuðu þjóðirnar og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, gera ríkari kröfur en áður til þess að öll aðildarríki leggi sitt af mörkum til sameiginlegra aðgerða. Íslenska friðargæslan hefur einnig annast framlag Íslands til loftflutninga fyrir Atlantshafsbandalagið. Þá má og nefna þátttöku í kosningaeftirliti á vegum ÖSE, þar sem íslenskir fulltrúar hafa unnið gott starf, oft við erfiðar aðstæður. Loks hefur fólk verið sent til starfa hjá Þróunarsjóði Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna, UNIFEM, í Kósóvó.

Í mörgum tilvikum er ekki einungis ætlast til þess að fjárhagslegum byrðum sé dreift heldur að öll aðildarríkin séu á vettvangi. Þrátt fyrir að hafa ekki eigin her hefur Íslandi tekist að vinna vandasöm verkefni í þágu friðargæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins. Þar er skemmst að minnast reksturs stórra flugvalla í Kosóvó og í Afganistan og þátttöku í störfum endurreisnarteyma í norður- og vesturhluta Afganistan. Þetta hefur verið gert með ráðningu borgaralegra sérfræðinga sem starfa við þessar aðstæður samkvæmt stjórnskipulagi og starfsháttum herafla Atlantshafsbandalagsins, og notast því við einkennisbúninga og titla og bera vopn til sjálfsvarnar. Starfsmenn Íslensku friðargæslunnar eru ekki hermenn og ekki ætlað að fást við hernaðarleg verkefni, heldur starfa þeir tímabundið við hlið hermanna bandalagsríkja að viðfangsefnum sem teldust borgaraleg við eðlilegar kringumstæður.

Frá upphafi hefur verið gert ráð fyrir að til þess gæti komið að gera þyrfti breytingar á starfsemi íslensku friðargæslunnar í Afganistan til að tryggja sem best öryggi þeirra sem þar starfa á hennar vegum. Í utanríkisráðuneytinu hafa í þessu skyni verið hafðar sérstakar gætur á þróun mála með því að fá vikulega í hendur mat yfirstjórnar friðargæsluliðsins og Atlantshafsbandalagsins á öryggisástandinu í landinu og á einstökum svæðum. Á undanförnum vikum hefur spenna aukist verulega milli afganskra stríðsherra í norðurhluta landsins og hafa árásir verið gerðar á fulltrúa óháðra hjálparsamtaka og á friðargæsluliða. Upphaflegar forsendur fyrir veru hinna borgaralegu íslensku friðargæsluliða á þessu svæði hafa því nokkuð breyst. Því hefur verið ákveðið að hætta þátttöku í endurreisnarsveit í norðurhlutanum en halda áfram í vesturhlutanum að öllu óbreyttu. Jafnframt verða kannaðir möguleikar á öðru íslensku framlagi til friðargæslu Atlantshafsbandalagsins í Afganistan sem komi í staðinn og samræmist kröfum um öryggi borgaralegra friðargæsluliða. Miklu skiptir að Íslendingar verði áfram þátttakendur í friðargæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins og í eftirliti ÖSE. Á næstu árum verður samkvæmt áætlun fjölgað í Íslensku friðargæslunni og þá verður þátttöku í friðargæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna gefinn aukinn gaumur.

Þótt Norðurlönd tengist alþjóðlegum samtökum og stofnunum með misjöfnum hætti og hafi oft ólíka afstöðu til alþjóðamála, hafa þau iðulega haft sameiginleg afskipti af svæðisbundnum deilumálum í þágu samninga og friðar. Eftirlitssveitirnar á Sri Lanka, þar sem Íslendingar eru við störf undir forystu Norðmanna, eru gott dæmi um það. Íslensk stjórnvöld eru reiðubúin til að halda áfram stuðningi við eftirlitssveitirnar á meðan deiluaðilar á Sri Lanka óska þess og framlag annarra Norðurlanda verður óbreytt, enda til mikils að vinna.

Af svæðisbundnum deilumálum eru það jafnan Mið-Austurlönd og þá einkum átök Ísraelsmanna og Palestínumanna sem eru efst á baugi. Einhliða brottflutningur Ísraelsmanna frá Gaza-svæðinu gaf tilefni til nokkurrar bjartsýni um frekari framkvæmd svonefnds Vegvísis til friðar. Það er ljóst að ríkisstjórn Ísraels tók mjög erfiða og áhættusama ákvörðun og því er miður að Palestínumönnum skuli ekki hafa auðnast að nota tækifærið betur en raun ber vitni til að byggja upp það gagnkvæma traust sem er forsenda samninga og varanlegs friðar. Í víðara samhengi sýnir yfirlýsing forseta Írans um að Ísraelsríki skuli afmáð af landakortinu að Ísraelsmenn hafa fulla ástæðu til að óttast um öryggi sitt. Slík yfirlýsing er einsdæmi í seinni tíð, en hún er hluti af hugmyndafræði sem skýrir langvarandi einangrun Írans í samfélagi þjóðanna. Orð forsetans féllu í sama mund og írönsk stjórnvöld eru grunuð um smíði kjarnavopna.

Þrátt fyrir áframhaldandi ódæðisverk hryðjuverkamanna í Írak, þar sem langflest fórnarlamba eru óbreyttir borgarar, hefur mikill meirihluti þjóðarinnar sýnt í verki stuðning við lýðræðisþróunina. Niðurstaða nýlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá var skýr og þingkosningar í desember verða næsta skref. Því miður er full ástæða til að óttast að hryðjuverkamenn haldi áfram að vega að lýðræðinu í landinu með árásum á saklausa borgara. Fyrsta ríkisstjórn í sögu Íraks sem hefur lýðræðislegt umboð þjóðarinnar verðskuldar siðferðilegan og pólitískan stuðning annarra lýðræðisríkja í heiminum.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli