Frétt

| 08.11.2001 | 09:31Sinntu ekki pilti sem slasaðist

Ungur piltur, sem lá með tvo brotna hryggjarliði úti við vegkant eftir bílslys við Vatnsenda ofan Reykjavíkur, horfði á fjölda bíla aka hjá án þess að honum væri veitt hjálparhönd. Þetta gerðist jafnvel þótt hann hefði gert tilraun til að flauta á nokkra þeirra bíla sem óku hjá auk þess sem neyðarljós bílsins sem hann hafði ekið voru virk. Mbl.is greindi frá.
Það var á föstudagsmorgun að Ívar Heimisson, sem er 18 ára, var að aka í Víðidalnum þegar hann lenti útaf veginum. "Ég var að mæta bíl sem var á miðjum veginum en hann færði sig ekki og ég fór því út í hægri vegkantinn. Þegar ég var að fara inn á aftur missti ég stjórn á bílnum og skaust út af veginum hinum megin. Þá lenti ég á röri sem liggur undir reiðveg þarna hjá og bíllinn stökk yfir allan veginn og stangaði jörðina en valt ekki."

Ívar segir bílinn hafa endað um þrjá metra frá aðalveginum og þar hafi hann setið í dágóða stund. "Ég flautaði á nokkra bíla og blikkaði þá á fullu auk þess sem ég var með neyðarljósin á. Svona fjórir til fimm bílar keyrðu framhjá en þá gat ég ekki lengur setið inni í bílnum vegna verkja og varð að leggjast. Ég fór því út úr bílnum og þar lá ég í grasinu og horfði á nokkra bíla fara fram hjá."


Ívar áætlar að samtals hafi um 12-14 bílar ekið fram hjá honum. Loks, eftir 25-30 mínútur, tók hann það til ráðs að skríða aftur inn í bílinn. "Þá gat ég þetta ekki lengur. Mér leið mjög illa, það var skítakuldi og ég var allur í blóði og að drepast úr verkjum. Ég var orðinn blár á vörunum og fingurnir gegnumfrosnir þannig að ég þurfti að skríða aftur inn í bíl og ná í símann og þannig náði ég að hringja í pabba. Ég þurfti reyndar fyrst að setja símann saman því hann fór allur í klessu, batteríið var afturí, framhliðin frammí og síminn undir sæti."

Ívar er þess fullviss að bíllinn hans hafi ekki getað farið framhjá þeim sem óku hjá slysstaðnum. "Það er enginn hæðarmunur á þessum stað. Ég var bara þremur metrum frá veginum og bíllinn sneri á móti umferð með húddið."

Í byltunni brotnuðu tveir hryggjarliðir og sá þriðji brákaðist auk þess sem Ívar nefbrotnaði. Hann hefur hins vegar verið fljótur að hressast og á sunnudeginum fékk hann að fara heim af spítalanum en þarf að vera í spelku sem styður við hrygginn þegar hann gengur. Hann segir læknana þó vilja meina að brotin hafi versnað við það að hann hafi þurft að hreyfa sig eins mikið á slysstað og raun bar vitni. Aftur á móti er hann þess fullviss að bílbeltin hafi bjargað því að ekki fór verr og þakkaði sérstaklega fyrir það í messu síðastliðinn sunnudag.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli