Frétt

| 08.11.2001 | 08:57„Testósteróndrifinn leikstíll“ og „samfelld skemmtun“ undir stjórn Elfars Loga

Leikstjórinn Elfar Logi Hannesson.
Leikstjórinn Elfar Logi Hannesson.
Aðsóknin að uppfærslu Litla leikklúbbsins á Ísafirði á Stæltum stóðhestum hefur verið framar björtustu vonum og hefur nú sýningum verið fjölgað. Fyrir löngu er uppselt á miðnætursýningu annað kvöld en ennþá munu vera til miðar á sunnudagskvöldið og á miðnætursýningu sem bætt hefur verið við á föstudagskvöld eftir rúma viku. Uppfærslan undir stjórn Elfars Loga Hannessonar hefur fengið mjög góða dóma, bæði í Morgunblaðinu og vikublaðinu Bæjarins besta á Ísafirði. Sérkennilegt má þó teljast, að sjálft handritið að þessu víðfræga og vinsæla leikriti fær fremur slakan dóm hjá leiklistargagnrýnanda Morgunblaðsins.
Þorgeir Tryggvason segir m.a. í gagnrýni sinni í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni Hvað sem er fyrir frægðina:

Söguefnið í Stæltu stóðhestunum er orðið næsta kunnuglegt, enda nánast það sama og í þeirri ágætu bíómynd The Full Monty. Hópur vonlausra og stefnulausra kalla ákveður að gerast fatafellur til að græða peninga, en öðlast í leiðinni óvænt sjálfsvirðingu og já, reisn, við það að takast loksins á við eitthvað af alvöru. Hið nýsjálenska leikrit mun vera eldra en myndin og heyrst hefur af ágreiningi um höfundarrétt vegna þessa. Það má þó liggja milli hluta.
– – –
Sem sagt, frekar slappt handrit. Í höndum Ísfirðinga og Bílddælingsins Elfars Loga verður sýningin hins vegar bráðskemmtileg, sem helgast fyrst og fremst af góðri persónusköpun og leikstíl sem líklega er réttast að kalla testósteróndrifinn. Það sem glatast af blæbrigðum er bætt upp með krafti og fjöri sem alla hrífur sem á annað borð hafa áhuga á að skemmta sér. Sýningin dalaði skiljanlega í seinni hlutanum og textamistök settu leikarana út af laginu, en nektarsýningin var makalaust skemmtileg svo allt endaði á góðu nótunum. Texti verksins hefur verið staðfærður og vísanir í bæjarlífið á Ísafirði virkuðu vel.

Allir eiga leikararnir þátt í því að sýningin lukkast. Friðrik Stefánsson er traustur sem leiðtoginn Geir, Unnar Þór Reynisson var bæði brjóstumkennanlegur og fyndinn sem hinn bassagítar-óði Barði, Úlfur Þór Úlfarsson var kannski óþarflega ýktur hommi sem Leifur, en átti hins vegar flottasta dansatriðið og einfeldningurinn Hermann var hjartað í sýningunni í frábærri meðferð Gunnsteins Sigurðssonar. Viðar Örn Sveinbjörnsson var öruggur sem Ævar og yndislegur sem kynnir á „sjóinu“.

Þröstur Ólafsson var gríðarlega kraftmikill sem félagi stripparanna sem ekki treystir sér í þessa nýju útgerð. Ásgerður Bergsdóttir var flott sem atvinnudansarinn sem hjálpar strákunum á veg. Atriðið þar sem hún leggur þeim lífsreglurnar var sérstaklega skemmtilegt og Ásgerði tókst vel að sýna kulda atvinnumannsins, sem er þeim félögum auðvitað nauðsynleg lexía. Reynsluboltinn Páll Gunnar Loftsson fór síðan létt með lítið hlutverk Dúdda klúbbeiganda.

Guðfinna Hreiðarsdóttir segir m.a. í gagnrýni sinni í Bæjarins besta undir fyrirsögninni Léttleikinn ræður ríkjum og allt látið flakka:

Viðar Örn skilar sínu hlutverki afskaplega vel og er sannfærandi sem ofurtöffarinn og menntamaðurinn Ævar. Eins er Friðrik mjög öruggur í hlutverki Geirs og gerði því góð skil. Unnar Þór er góður leikari sem notar líkamlega tjáningu skemmtilega og kemur textanum vel til skila; hins vegar fellur hann stundum í þá gryfju að tala eins og hann sé að leika fyrir börn og missir rokkarinn Barði þá aðeins flugið. Gunnsteinn er á köflum fullýktur sem hinn einfaldi Hermann en sækir í sig veðrið þegar líður á sýninguna og nær gera skemmtilegan karakter úr sínum manni. Úlfur á ágætan leik sem hinn kvenlegi Leifur en er talsvert meira en „svolítið kvenlegur“ í sér eins og segir í leikskránni. Í dansatriðunum er hann fetinu framar en félagar hans og vön fatafella gæti varla gert betur, – og þegar allt kemur til alls snýst jú leikritið um það!

Aðrir leikarar eru þau Þröstur Ólafsson sem leikur hinn háðska Garðar, Ásgerður Bergsdóttir sem leikur þjálfarann Hínu og Páll Gunnar Loftsson sem leikur klúbbeigandann Dúdda. Þröstur er hreint ágætur sem leiðinlegi leðurtöffarinn Garðar en er ekki alltaf nógu skýrmæltur. Garðar er líka stundum við það að vera of leiðinlegur og á kannski yfir höfuð ekki að vera svona óþolandi persóna? Ásgerður er flott sem hin kynþokkafulla og stjórnsama Hína, kemur textanum vel frá sér en rödd hennar á stundum erfitt uppdráttar innan um allar karlaraddirnar. Páll Gunnar er ektafínn í hinu smáa hlutverki klúbbeigandans og fer mjög vel með það.

Þó svo að salurinn að Sindragötu 11 sé mjög hrár, þá kemur hann á óvart enda ýmsir skemmtilegir möguleikar fyrir hendi í svona stóru rými. Leikendur

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli