Frétt

mbl.is | 15.11.2005 | 08:12Skriða reif með sér hús í úthverfi Bergen

Eitt mesta úrhelli í manna minnum á vesturströnd Noregs olli fjölda aurskriða í gær og féll meðal annars 300-400 metra breið skriða á nýbyggingu í Åsane, úthverfi Bergen þar sem sjö menn voru við vinnu. Einn lést og fannst hann síðdegis í gær en hinir sex sluppu flestir með minniháttar meiðsl. Sagði talsmaður lögreglunnar í Bergen að húsið hefði sópast af grunninum og væri alveg á kafi í skriðunni. Bergens Tidende ræddi við íbúa á svæðinu. "Ég var í eldhúsinu og heyrði mikinn hávaða," sagði Gunnar Hetlebakke sem býr rétt hjá húsinu sem skriðan tók. "Ég hélt að þetta væri þruma en leit út um gluggann til öryggis. Það var mikil rigning og dimmt svo að ég sá ekki mikið." Hann fór síðan út og sá þá hvað hafði gerst.

Sjúkrabílar komust með naumindum á staðinn vegna vatnsflaums á götunum. Húsið sundraðist og liggur brakið við rætur 40-50 metra hárrar hlíðar, mikill foss rann niður hlíðina, að sögn vefsíðu Aftenposten. Mikil haustlægð, sem fengið hefur heitið Loki, veldur rigningunni. Vegna úrhellisins hafa að minnsta kosti 13 önnur hús verið rýmd þar sem hætta er talin á frekari skriðuföllum.

Samgöngur hafa raskast og er m.a. E-16 hraðbrautin lokuð á milli Bergen og Voss vegna skriðufalla, lestarsamgöngur liggja víða niðri. Bað lögreglan fólk um að sleppa því að nota bíl til að komast á vinnustað ef það gæti. Vatnshæð á þjóðvegum á svæðinu var víða 20-25 sentimetrar. Úrkoman mældist um 58 mm í Bergen aðfaranótt mánudags en hún varð mun meiri í Takle í Sogni, þar fór hún í 110,5 mm og lokuðust tugir vega vegna skriðufalla.

Deilt var um það hvort útlit væri fyrir að nýtt úrkomumet yrði slegið í dag. Árið 1917 var úrkoman í Bergen 477 mm en borgin er alþekkt fyrir rigningu. Stórstreymi er á morgun, 16. nóvember, og óttast sumir að ef ekki sjatni geti komið upp vandi í Bryggjuhverfinu í Bergen.

ÓLAFUR Örn Bjarnason, knattspyrnumaður hjá Brann, býr í Bergen og segist hann ekki vita til þess að Íslendingar hafi lent í neinum stórvandræðum vegna vatnsveðursins. En rigningin sé meiri en hann hafi áður kynnst.

"Ég var að keyra á æfingu og fór um hverfi við hafnarsvæðið, eiginlega við sjávarmál, og vatnið náði hálfan metra upp á bílinn," sagði Ólafur. "Ég hef aldrei lent í svona áður. Það streymdi vatn upp úr öllum ræsum, ég sá að búið var að loka göngum og beina umferðinni í aðrar áttir. Sjálfur bý ég á annarri hæð í húsi og verð þess vegna ekki mikið var við þessi vandræði þar.

En þetta er eiginlega ekki neitt raunverulegt óveður, það rignir bara mjög mikið. Það hefur rignt alveg stanslaust frá því um tvöleytið í gær. En hitinn er um 10 stig svo að veðrið er að öðru leyti mjög fínt. Og flest gengur sinn vanagang, held ég, menn mæta í vinnu og skóla."

Ólafur segir að svæðin þar sem aurskriður hafi valdið mann- og eignatjóni sé nokkra kílómetra fyrir utan Bergen.

bb.is | 27.10.16 | 15:56 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli