Frétt

mbl.is | 14.11.2005 | 15:26Alþjóðlegur háskóli í hæsta gæðaflokki en skortir fé

Niðurstöður ytri úttektar Samtaka evrópskra háskóla (European University Association) á Háskóla Íslands voru kynntar í hátíðarsal skólans nú fyrir stundu. Tove Bull, formaður matshóps EUA, kynnti niðurstöðurnar sem voru jákvæðar gagnvart starfsemi skólans. Helsta gagnrýnin sem kom fram í máli Bull var það að skólans fengi ekki nægar fjárveitingar miðað við aðra háskóla á Norðurlöndunum. Fram kom í máli Bull að HÍ væri alþjóðlegur háskóli af hæsta gæðaflokki. Hún sagði hið akademíska samfélag í skólanum vera afar kröftugt og að rannsóknarstarf skólans væri tilkomumikið, bæði hvað varðar magn og gæði.

Þá benti hún á að nemendur væru ánægðir með skólann sem væri vel stýrður og skilvirkur.

Helsta gagnrýni Bull var það að skólans fengi ekki nægar fjárveitingar miðað við aðra háskóla á Norðurlöndunum. Hún sagði að miðað við alla evrópsku háskóla, sem hafa verið bornir saman, þá sé HÍ í næstneðsta sæti hvað fjárveitingar til skóla varðar.

Þá benti hún á að í skólanum væru óvenjumargar háskóladeildir miðað við stærð hans, eða 11 og þær skiptast síðan í 28 deildir. Bull sagði þó að deildirnar væru velreknar en hún benti á að það mætti taka þennan þátt til athugunar. Auk þess nefndi hún ýmis atriði er vörðuð innri stjórnsýslu háskólans.

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Hí, sagði háskólann hafa sett sér það meginmarkmið að byggja hér upp á næstu fimm árum rannsóknarháskóla, eða vísindastofnun í fremstu röð slíkra stofnana í nágrannalöndum okkar.

„Tilgangurinn er að tryggja stöðu Íslands sem þekkingarsamfélags og treysta þannig samkeppnisstöðu landsins svo að við njótum hér áfram lífsgæða sem best þekkjast í veröldinni,“ sagði Kristín.

Kristín sagði m.a. að hún hefði sett fram 90 tillögur til úrbóta á starfssemi skólans og að fyrstu tillögur væru þegar komnar í framkvæmd.

Hún sagði jafnframt að unnið væri að stefnumótun á næstu fimm árum. Markmiðið væri að fjöldi útskrifaðra doktorsnema verði fimmfölduð á næstu fimm árum. „Doktorsgráðan er efsta námsgráða háskóla, og góður árangur endurspeglar gæði skólastarfsins í heild,“ sagði Kristín.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra óskaði HÍ til hamingju með það hvernig heildarútkoma skólans hefur verið almennt í þeim þremur úttektum sem hafa verið gerðar á stöðu skólans.

„Ég við meina það að heildarmyndin yfir Háskóla Íslands er í megindráttum mjög góð,“ sagði Þorgerður. Hún sagði jafnframt engin ný sannindi koma í ljós í skýrslu EUA. „Það er verið að gagnrýna fjármagn og fjármagnsflæði til háskólans annarsvegar og síðan er verið að gagnrýna innra starf og skipulag háskólans. Þetta eru þær meginlínur sem ég sé úr þessari skýrslu og er í rauninni við takt við það sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar.“

Ráðherra sagði að verið sé að bæta í hvað fjárveitingar til háskólans snertir. Meiru fjármagni hafi verið bætt við heldur en hjá nokkurri annarri þjóð innan OECD.

Þorgerður kvaðst fagna viðbrögðum HÍ gagnvart þeim úttektum sem hafa verið gerðar á starfsemi skólans. „Ég fagna því sérstaklega hvernig háskólinn er að taka á þeim ábendingum sem koma fram í skýrslunum. Við sem eru stjórnvöld verðum líka að taka tillit til þeirra ábendinga sem settar eru fram í skýrslunum.“ Hún sagði að úttektirnar verði notaðar sem tæki og tól til þess að efla HÍ enn frekar, og stjórnvöld séu reiðubúin til þess að fara í þessa vinnu með HÍ.

Úttekt EUA var unnin af hópi fjögurra evrópskra sérfræðinga sem allir eru þrautreyndir stjórnendur háskóla og vísindastofnana víðsvegar í Evrópu og hafa mikla reynslu af sambærilegum úttektum á vegum EUA. Formaður úttektarhópsins var Tove Bull, prófessor og fyrrverandi rektor háskólans í Tromsø í Noregi.

Á árunum 2004 og 2005 voru gerðar þrjár viðamiklar ytri úttektir á starfsemi Háskóla Íslands. Í fyrsta lagi stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar sem birt var vorið 2005. Í öðru lagi úttekt á akademískri stöðu Háskólans, einkum rannsóknastarfinu, og var lokaskýrsla birt í september 2005. Þriðja úttektin var gerð af EUA og fjallaði hún almennt um starfsemi Háskólans, auk þess sem sérstök áhersla var lögð á uppbyggingu framhaldsnáms og gæðastarf innan skólans.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli