Frétt

mbl.is | 14.11.2005 | 08:08Fordómar í garð samkynhneigðra íþróttamanna

Það þarf að kenna börnum sem fyrst að það sé allt í lagi að vera samkynhneigður," segir Ingi Þór Jónsson, en um helgina héldu Samtökin '78, félag lesbía og homma á Íslandi, opinn fund á Kaffi Reykjavík undir yfirskriftinni Samkynhneigðir og íþróttir. Til þess að fjalla um þessi mál bauð félagið Inga Þór til landsins, en hann hefur um árabil unnið að málefnum samkynhneigðra innan íþróttahreyfingarinnar í Bretlandi. Hann keppti á sínum tíma í sundi fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum, en hrökklaðist úr íþróttum 21 árs vegna fordóma. Ingi starfar sjálfstætt og gerir sjálfur grín að því hvað hann sé með mörg járn í eldinum. Hann er evrópskur sendiherra fyrir heimsleika samkynhneigðra íþróttamanna sem haldnir verða í Montreal á næsta ári.

"Svo er ég forseti nýrra samtaka sem heita Proud Out Olympiens, sem eru samtök samkynhneigðra íþróttamanna sem hafa keppt á Ólympíuleikum," segir Ingi. "Við berjumst gegn fordómum, störfum sem hjálparlína fyrir ungt fólk sem er að koma út úr skápnum og svo erum við að halda upp á að hafa tekið þátt í Ólympíuleikum, sem við gátum aldrei gert á sínum tíma vegna fordóma. Ég vinn líka mikið fyrir Manchester-borg og er að fara að gera nýja samninga við þá um hvernig ég get breitt út starf mitt. Ég er á kafi í öllu."

Ingi segir að húsfyllir hafi verið á fundinum á laugardaginn og líflegar umræður hafi spunnist um þessi heitu mál. Ingi segir að fólk undri sig oft á því að það sé eitthvert vandamál að vera samkynhneigður í íþróttum en þegar það hugsi sig um átti það sig á að það þekki fáa eða enga samkynhneigða íþróttamenn.

"Íþróttasamband Íslands sendi fulltrúa á fundinn og þarna voru þjálfarar og íþróttamenn, bæði samkynhneigðir og gagnkynhneigðir," segir Ingi. "Meðal annars komu íþróttamenn sem voru með mér á Ólympíuleikunum á sínum tíma og mér þótti voðalega vænt um það."

Ingi er líka aðalframkvæmdastjóri Pride Games, en það er íþróttahátíð sem haldin var í Manchester í sumar.

"Það var keppt í ellefu íþróttagreinum og þangað komu samkynhneigðir keppendur alls staðar að úr heiminum. Þetta gekk mjög vel og opnaði margar dyr," segir Ingi sem einnig vinnur að verkefni fyrir bresku ríkisstjórnina sem nefnist Proud Britain. "Þá fer ég og held fyrirlestra í skólum sem íþróttamaður og segi til dæmis það sem ég upplifði sem krakki. Það þarf að kenna börnum sem fyrst að það sé allt í lagi að vera samkynhneigður."

Þegar Ingi er spurður að því hvort sérstakir viðburðir eins og heimsleikar samkynhneigðra íþróttamanna geti ekki haft neikvæð áhrif og jafnvel markað samkynhneigðum íþróttamönnum sérstakan bás, stendur ekki á svörum.

"Gay games eru bara fyrir samkynhneigða en þetta eru nýir leikar sem heita World Out Games," segir hann. "Samkynhneigðir halda þessa hátíð en bjóða gagnkynhneigðum íþróttamönnum sérstaklega að koma svo við erum að vinna á öndverðum meiði við Gay games. Við bjóðum öllum að vera með og opnum þannig nýjar dyr."

Ingi hefur ekki búið á Íslandi í átján ár og vissi ekkert um stöðuna hérlendis áður en hann kom í þessa heimsókn.

"Hér eru sömu erfiðleikar í gangi og annars staðar en mér finnst til dæmis mjög jákvætt hvað framkvæmdastjóri ÍSÍ kom sterkt fram á fundinum með hvernig ÍSÍ ætlar að taka á þessum málum," segir Ingi. "Svo kom þarna fram að mikilvægt væri að breyta til dæmis þjálfara- og íþróttakennarahandbókum til að hjálpa þessum aðilum að taka á málunum."

Ingi bendir á að um tíu prósent manna séu samkynhneigðir og því hljóti margir sem stunda íþróttir að vera í felum með kynhneigð sína.

"Inn í þetta spilar þó hversu snemma missum við þetta fólk út úr íþróttunum," segir Ingi.

"Það eru jákvæðir tímar framundan og það væri mér mikill heiður að geta unnið bæði með Samtökunum '78 og íþróttahreyfingunni að þessum málum í framtíðinni. Vonandi get ég gert sem mest."

Ef einhver vill hafa samband við Inga og tala við hann um eitthvað í sambandi við fordóma í íþróttum er það velkomið.

bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli