Frétt

mbl.is | 11.11.2005 | 08:12Alþjóða Iceland Express-mótið: Sterkir spilarar mættir til leiks

Hið árlega Iceland Express-mót í badminton hefst formlega í dag í TBR-húsinu. Þar keppa 102 badmintonspilarar frá 14 þjóðum og er þetta næstfjölmennasta mótið sem haldið hefur verið og kemur þátttakan skipuleggjendum nokkuð á óvart þar sem það er ekki ólympíuár og badmintonfólk ekki að safna stigum til að komast á Ólympíuleika. Kenneth Larsen, landsliðsþjálfari Íslands, á ekki von á að íslensku keppendurnir nái langt í mótinu að þessu sinni. Þetta er mjög sterkt mót og hér koma margir öflugir spilarar þannig að ég á ekki von á að okkar fólk nái langt," sagði Larsen í gær en þá var undankeppni í einliðaleik karla þar sem nokkrir tryggðu sér rétt til að leika á mótinu sjálfu.

"Það er mjög mikilvægt að hafa svona mót hér á landi enda nauðsynlegt fyrir badmintonfólk að spila ekki alltaf við sama fólkið. Ef menn vilja ná framförum þurfa menn að spila og spila en því miður er það erfitt hérna vegna þess hversu dýrt það er að komast á mót erlendis eða bjóða spilurum hingað. Þeir Danir sem keppa hérna núna keppa í hverri einustu viku en okkar fólk keppir kannski á þremur til fjórum alþjóðlegum mótum á ári," sagði Larsen, sem er Dani og þekkir vel til í heimi badmintonsins. "Það væri helst að við gætum náð langt í tvíliðaleik kvenna, þar vorum við ekki jafnóheppin með dráttinn og í öðrum greinum," bætti hann við.

Keppt er í einliðaleik karla og kvenna, tvíliðaleik hjá báðum kynjum og tvenndarleik. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslistann. Keppt er um 2500 evra verðlaun á mótinu.

Í einliðaleik karla er Indverjinn Chetan Anand talinn sterkastur enda er hann í 27. sæti á heimslistanum og ekki langt þar fyrir neðan, eða í 49. sæti, er Pedro Yang frá Guatemala og fimm af þeim sem keppa eru á lista yfir 70 bestu spilara heims. Í einliðaleik karla keppa aðeins tveir Íslendingar, Helgi Jóhannesson mætir Huga Heimissyni frá Svíþjóð í fyrstu umferð og Magnús Ingi Helgason lendir á móti Jürgen Koch frá Austurríki í fyrstu umferð.

Broddi Kristjánsson er ekki alveg hættur og hann keppir með Sveini Sölvasyni í tvíliðaleik en þar eru sjö íslensk pör. Sigurstranglegastir eru Danirnir Anders Kristiansen og Simon Mollyhus, en þeir eru í 41. sæti á heimslistanum og taldir fimmta besta par Danmerkur.

Í einliðaleik kvenna eru ellefu íslenskar stúlkur en þær voru óheppnar þegar dregið var og lenda flestar á móti erfiðum mótherjum í fyrstu umferð. Sem dæmi má nefna að Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir mætir Judith Meulendijks frá Hollandi í fyrstu umferð en hún er á mikilli siglingu upp heimslistann á ný, en hún sleit hásin á síðasta ári en þá var hún meðal 20 bestu spilara heims.

Ragna og Katrín Atladóttir leika nú saman í tvíliðaleik eftir að Sara Jónsdóttir ákvað að taka sér hvíld frá íþróttinni.

Þær mæta öðru nýju pari í fyrstu umferð, Claudiu Bogelsang frá Þýskalandi og Rosalinu Atu frá Indónesíu, sem var meðal 30 bestu í einliðaleik árið 2002.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli