Frétt

bb.is | 09.11.2005 | 13:48Segir óhætt að fullyrða að rekstur mötuneytisins gangi vel

Grunnskóli Ísafjarðar.
Grunnskóli Ísafjarðar.
Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði, gerir mötuneytismál að umræðuefni sínu í nýútkomnu fréttabréfi skólans. Í pistli sínum gerir Skarphéðinn grein fyrir því hvernig tekist hefur til með rekstur mötuneytisins, sem opnaði í byrjun október og er rekið af SKG-veitingum. Skarphéðinn bendir á að lokafrágangur við mötuneytið sé enn eftir. „Óhætt er að fullyrða að starfsemin gangi vel“, segir meðal annars í pistlinum. „Komin er nokkur reynsla á þetta fyrirkomulag, þ.e. tímasetningar í sal og í frímínútum o.fl. Það sem ekki hefur gengið eins vel og við ráðgerðum, er í fyrsta lagi mönnun. Starfsfólki hefur ekki fjölgað þrátt fyrir aukna gæslu í sal og utan hans. Einnig eru frímínúturnar frá kl. 12:30-13:10 mikill annatími, sérstaklega hjá elsta hópnum. Ástæðan er kannski sú að á undan/eftir mat er 20 mínútna hlé, og þá er salurinn upptekinn fyrir næsta hóp og aðstaða ekki fyrir hendi til að taka á móti fjölda nemenda á göngum og í anddyri. Þess ber auðvitað að geta að við gerðum ráð fyrir að þurfa að endurskoða allt skipulag í ljósi reynslunnar eftir einn til tvo mánuði og verður það gert. Nú er verið að skoða smávægilegar breytingar á fyrirkomulaginu, einkum í þeim tilgangi að draga úr gæsluþörf.“

Þá segir Skarphéðinn að skólayfirvöld hafi rennt nokkuð blint í sjóinn með það hversu margir myndu nýta sér mötuneytið, þó tölur frá öðrum skólum hefðu verið hafðar til hliðsjónar. „Í byrjun október fór matsalan af stað eins og fyrr segir. Þann mánuð voru 223 nemendur með fulla áskrift (í mat alla skóladaga). Svo er auðvitað nokkur fjöldi nemenda sem er í mat nokkra daga í viku. Seldar nemendamáltíðir í október voru 5.986 á 20 virkum nemendadögum, eða um 300 máltíðir á dag. Í nóvember er gert ráð fyrir 6.687 nemendamáltíðum á 21 virkum degi eða um 318 máltíðum á dag. Í nóvember eru 245 nemendur með fulla áskrift. Þeim nemendum sem eru með fulla áskrift hefur því fjölgað um tæp 10% milli mánaða og fjölda seldra máltíða hefur fjölgað um 701 eða um tæp 12% milli mánaða. Í nóvember er áætlað að um 47% nemenda skólans séu með fulla mataráskrift og að um 60% nemenda neyti hádegisverðar í skólanum. Þess ber að geta að allir nemendur borða í matsal í hádeginu. Margir kaupa heitan mat eins og boðið er upp á. Aðrir koma með nesti að heiman og geta þá notað samlokugrill eða örbylgjuofna eftir þörfum.“

Loks bendir Skarphéðinn á þann ósið sumra nemenda að mæta með sætabrauð og gosdrykki til neyslu í matsalnum. „Í sumum tilvikum koma nemendur (þá einkum í 8.-10. bekk) með sætt brauð og sæta drykki til að neyta í matsalnum. Þessu viljum við breyta, þetta er alls ekki ódýrara og matur í þessum dúr er stútfullur af sykri sem þessir unglingar hafa enga þörf fyrir nema síður sé. Í þessum efnum þurfa foreldrar að ganga til liðs við okkur í skólanum.“

eirikur@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli