Frétt

Stakkur 45. tbl. 2005 | 09.11.2005 | 09:29Framtíðarsýn Ísafjarðarbæjar

Það er einkar ánægjulegt að forsvarsmenn í Ísafjarðarbæ setjist niður og stilli krafta sína saman í því skyni að móta framtíðarsýn. Ekki veitir af. Fyrsta skrefið til að vinna sig út úr vanda, hvers kyns sem hann kann að vera, hlýtur að vera að greina hann. Loks virðist mönnum, bæði pólitíkusum og öðrum vera að opnast sýn á þá einföldu staðreynd að sú staða sem uppi er í samgöngumálum Vestfjarða, bæði innan kjálkans og út úr honum og inn á hann er mikill þröskuldur fyrir alla í viðskiptalífinu, jafnt og fyrir ferðamenn.

Það er göfugt markmið að fjölga fólki í Ísafjarðarbæ, en hversu raunhæft er það meðan samgöngur eru með þeim hætti að að ófært getur orðið jafnvel einhverja daga í röð. Í viðskiptalífinu er tími manna dýrmætur og grínlaust að lenda í þeirri stöðu að vera veðurtepptur fjarri þeim fundum og skuldbindingum sem menn hafa undirgengist. Við höfum á þessu annan og kannski betri skilning en aðrir. Teppist menn syðra vegna veðurs á Ísafirði eða annars staðar á Vestfjörðum tökum við því með jafnaðargeði.

Aðrir gera það ekki og þeim dugar ekki fallegt landslag þegar mikið hefur verið lagt undir varðandi viðskipti jafnvel á erlendri grundu. Í hraða nútímalífs er hver mínúta dýrmæt og þá dugar ekki að segja mönnum að þeir hafi gott af því að slaka á. Við eigum frekar að vinna að því að gera slökun að parti vestfirskrar ferðaþjónustu.

En hvernig ætla forsvarsmenn Ísafjarðarbæjar að leysa brottfall flugferða vegna veðurs? Það er hægara sagt en gert, ekki síst meðan reykvískir pólitíkusar keppast við að bjóða hvern annan upp fyrir hinn í gylliboðum um að fjarlægja Reykjavíkurflugvöll. En það leynast inn á milli væntanlegir borgarfulltrúar að minnsta kosti á þeim lista sem búast má við að Sjálfstæðisflokkur stilli upp að vori. Ekki verður betur séð en að Jórunn Frímannsdóttir hafi skynsama skoðun á framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Best er að hann verði áfram í Vatnsmýrinni. Þar fer hann vel. Sé Reykvíkingum illa við flugið er vert að hafa í huga að einkaflugið, sem flestir stunda sér til skemmtunar hefur í för með sér fleiri flugtök og lendingar en farþegaflugið innanlands. Því má koma eitthvað annað, til dæmis til Keflavíkurflugvallar, en halda hinu í Reykjavík. Hvernig eiga sjúkir og slasaðir að komast Háskólasjúkrahúsið?

En hvernig á annars að fjölga fólki? Ekki er skynsamlegt að kaupa það vestur, heldur er betra að skapa þær forsendur að fólk vilji setjast hér að þó ekki sé nema tímabundið og þá er vert að hafa í huga að hreyfanleiki fólks er mun meiri en nokkru sinni fyrr. Fólk eltir atvinnu og lífskjör. Því þarf fyrst og fremst að bæta hér efnahag. Og nú reynir á hugarflugið því ekki sýnist þorskurinn vera bjargvættur. Gott er að fara í alvöru hugmyndavinnu og taka svo ákvarðanir. Svo einfalt er það.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli