Frétt

Leiðari 45. tbl. 2005 | 09.11.2005 | 09:23Þræsingur á haustdögum

Óróleiki blasir við á vinnumarkaðnum. Óðum rennur úr stundaglasinu yfir höfðum nefndarmanna, sem nú leita allra leiða til að koma í veg fyrir uppsögn samninga á hinum almenna vinnumarkaði. Verðbólgan hefur teygt sig upp fyrir rauða strikið. Rétt má vera að vá sé fyrir dyrum takist ekki að sætta sjónarmið verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda. Spyrja má þó hvort hægt sé að ætlast til þess að verðbólgan steyti alltaf á sama þjóðfélagshópnum? Að þjóðfélagið rambi því aðeins réttu megin við strikið að afkomu þessa fólks sé haldið í lágmarki; að framkvæmdir séu skornar niður við trog í sumum landshlutum meðan allt leikur lausum hala í öðrum? Víða er pottur brotinn.

Í tímabæru bréfi Ólafs B. Halldórssonar, framkvæmdastjóra á Ísafirði, til ráðskonu fyrirtækisins Já, á bb.is. 4. þ.m., í tilefni uppsagna fimm kvenna hjá fyrirtækinu á Ísafirði, segir að í hugum fólks merki orðið hagræðing í dag ,,að losa sig við láglaunafólk öfugt við að losa sig við óæskilegt hálaunafólk. Þá er oftast beitt nýyrðinu starfslokasamningur.“ Og Ólafur bætir við að ,,þar sem orðið hagræðing (sé) í hugum fólks orðin heldur morkin klisja úr munni milljarðadrengja“ þurfi frekari rökstuðning fyrir uppsögnunum en hagræðingarklisjuna.

Enn ein skattanefndin er komin á koppinn hjá ríkisvaldsins. Að þessu sinni til að fara yfir skattkerfið, gera það skilvirkara, fá samanburð við skattkerfi landa sem við gjarnan berum okkur saman við og varpa ljósi á heildarmyndina. Um mitt ár 2002 var skipuð nefnd til að gera úttekt á ,,skattsvikum í neðanjarðarhagkerfinu, sem þá var talið velta tugum milljara á ári, og ,,vanskilum vörsluskatta“ eins og það heitir að skila ekki innheimtufé til ríkissjóðs. Hvað líður störfum þessar nefndar? Verður hún kannski uppistaðan í nýju nefndinni, með nýtt nafn, nýtt hlutverk? Enn einn skattanefndarbrandarinn?

Útspil formanns Samfylkingarinnar um sátt um fiskveiðistjórnunina, að uppfylltum vissum skilyrðum að því er í verður ráðið, féll líkt og frækornið forðum í misgrýttan jarðveg. Áfram kraumar undir. Hljótt hefur verið um yfirlýsingu fv. sjávarútvegsráðherra í Kastljósi Sjónvarpsins 9. nóv. 2001 um að hann væri tilbúinn að skoða það að afnema frjálst framsal á kvóta og orð núverandi forsætisráðherra fyrir kosningarnar 2003 um að framsalið hefði alla tíð verið ágalli á kvótakerfinu, síðan henta þótti að kunngera boðskapinn.

Sveitarstjórnarkosningar að vori og ef til vill þingkosningar ári síðar munu trúlega setja svip á störf Alþingis í vetur. Það er mikið í húfi að Vestfirðingar fylgist grant með öllu er varðar hag þeirra.
s.h.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli