Frétt

| 06.11.2001 | 15:32Tímabært að reisa hús og bjarga stórmerkum safngripum undan skemmdum?

Sexæringurinn Ölver í jómfrúarsiglingu á Prestabugt 17. júní 1941. Ljósmynd: Martinus Simson.
Sexæringurinn Ölver í jómfrúarsiglingu á Prestabugt 17. júní 1941. Ljósmynd: Martinus Simson.
Byggðasafn Vestfjarða átti 60 ára afmæli á nýliðnu sumri en það var stofnað 23. júlí 1941. Upphaflegt nafn þess var Byggða- og sjóminjasafn Ísfirðinga en þegar sýslunefndir Norður- og Vestur-Ísafjarðarsýslna gerðust meðeigendur Ísafjarðarkaupstaðar var nafninu breytt. Fyrir liðlega aldarfjórðungi bættist Bolungarvíkurkaupstaður við og nú er eignarhald og rekstur safnsins í höndum Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar og Súðavíkurhrepps. Húsnæðisvandræði hafa lengi hrjáð Byggðasafn Vestfjarða og liggja ómetanlegar eigur þess undir skemmdum og engum til sýnis á háalofti Sundhallarinnar á Ísafirði en aðrir munir út og suður.
Í tæpan áratug hafa legið fyrir drög að safnhúsi sem reist yrði í Neðstakaupstað í stíl við þau hús sem þar eru fyrir. Einungis sjóminjahluti Byggðasafns Vestfjarða býr við mannsæmandi aðstæður í húsi sem reist var árið 1784 þegar Móðuharðindin stóðu sem hæst. Fram hafa komið raddir þess efnis, að tímabært sé orðið að byggja nýtt hús fyrir aðra hluta safnsins.

Samkvæmt Þjóðminjalögum myndi ríkið standa straum af þriðjungi kostnaðar við byggingu húss fyrir safnið. Einnig er hugsanlegt að fjárlaganefnd Alþingis veiti fé til byggingarinnar, ef af henni verður. Hins vegar er ljóst, að fjármunir frá ríkinu fást ekki nema frumkvæði og fjárveitingar komi áður frá eigendum safnsins, sem eru sveitarfélögin á norðanverðum Vestfjörðum.

Í grein sem Jón Páll Halldórsson, formaður Sögufélags Ísfirðinga, ritaði fyrir nokkru um málefni Byggðasafns Vestfjarða getur að líta orðalag eins og „umkomuleysi safnsins“, „ótrúlegt metnaðarleysi bæjaryfirvalda“ og „algjört skilningsleysi þeirra“ á sögulegum verðmætum, sem þeim hafa verið afhent til varðveislu.

Upphaf Byggðasafns Vestfjarða er rakið til greinar, sem Bárður G. Tómasson frá Hjöllum í Skötufirði, skipaverkfræðingur á Ísafirði (faðir Hjálmars R. Bárðarsonar ljósmyndara og fyrrum skipaskoðunarstjóra) ritaði í blaðið Vesturland í upphafi seinni heimsstyrjaldar. Þar lagði hann til, að Ísfirðingar létu smíða sexæring með öllum fargögnum að hætti genginna kynslóða. Þetta gekk eftir og Jóhann Bjarnason bátasmiður á Ísafirði smíðaði farkostinn. Skipið (eins og slíkir bátar nefndust fyrrum) var tilbúið sumarið 1941 og nefndist Ölver og fór sína fyrstu sjóferð á Prestabugtinni hinn 17. júní. Á stofnfundi Byggða- og sjóminjasafns Ísfirðinga síðar um sumarið afhenti Bárður safninu skipið til eignar. Bárður var jafnframt kosinn fyrsti formaður safnsins. Ölver hefur verið í Ósvörinni í Bolungarvík frá því að hinu merka sjóminjasafni þar var komið á fót.

Enda þótt sextugsafmæli Byggðasafns Vestfjarða sé um garð gengið (alveg hávaðalaust eins og e.t.v. þykir hæfa þegar safn á hlut að máli og raunar bæði þegjandi og hljóðalaust) mætti minna eigendurna á þetta óhreina barn sitt þegar peningarnir fyrir Orkubú Vestfjarða streyma í kassann.

Hlynur Þór Magnússon

Sjá einnig grein Jóns Páls Halldórssonar:

BB 18.10.2001
» Ótrúlegt metnaðarleysi

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli