Frétt

mbl.is | 07.11.2005 | 14:15Skýrsla um fálkarannsóknir Þjóðverja hér á landi fannst á bókasafni

Nýlega fannst í fórum bókasafns Bændasamtakanna handinnbundið rit sem við nánari athugun reyndist vera skýrsla um leiðangur þýskra vísindamanna til Íslands fyrri part sumarsins 1937. Á titilsíðunni er skrautritað með gotnesku letri: „Tileinkað Hermann Göring-stofnuninni af starfsmönnum áhugasömum um rannsóknir á Íslandsfálkanum“. Fjallað er um skýrsluna í nýjasta hefti tímaritsins Freys, sem er fagtímarit landbúnaðarins. Þar kemur fram, að þýsku vísindamennirnir komu hingað á vegum Hermann Göring-stofnunarinnar í þeim erindagjörðum að stunda rannsóknir á íslenska fálkanum og kaupa fálka til að hafa með sér heim til Þýskalands. Höfðu vísindamennirnir með sér 12 fálka, og sendu Búnaðarfélaginu skýrsluna sem þakklætisvott fyrir aðstoð á meðan dvöl þeirra stóð en Þjóðverjarnir dvöldust í íslenskum sveitum við rannsóknir og tóku myndir og fylgdust með hátterni íslenska fálkans.

Í formála skýrslunnar kemur fram, að hinn 22. maí 1937 hafi Hermann Göring-stofnunin sent rannsóknaleiðangur til Íslands, sem „hafði að markmiði að hefja ítarlegt rannsóknaverkefni um íslenska fálkann.“

Heinz Brüll fór fyrir þýska leiðangrinum og birtist við hann viðtali í Morgunblaðinu þann 7. júlí, þegar leiðangursmenn voru á förum aftur frá Íslandi. Birt var mynd af þeim Brüll og aðstoðarmanninum Knoespel á þilfari Dettifoss í Reykjavíkurhöfn, með nokkra af þeim tólf fálkum sem þeir höfðu með sér út sitjandi fyrir framan sig á þar til gerðri slá. Í viðtalinu kemur fram að fálkarnir yrðu notaðir sem veiðifálkar á þýskum fálkabúum.

Segir Brüll, að markmiðið með förinni til Íslands hefði verið að fá fálka til rannsóknar á því hvernig þeir döfnuðu í þýsku loftslagi. Dreifa átti fálkunum á ýmis fálkabú í Þýskalandi, í Thüringen, Sachsen, í veiðimannabú Hermann Göring stofnunarinnar í Braunschweig og víðar og sé markmiðið að fá úr því skorið hvort loftslagi sé um að kenna að íslenskir fálkar hafi fram til þessa ekki þrifist suður á meginlandi Evrópu. Níu af fálkunum tólf keyptu leiðangursmenn, tvo gaf Búnaðarfélag Íslands þeim og Gísli Sigurbjörnsson kaupmaður á Grund. Sagt er frá því að fálkunum séu gefnar dúfur og rjúpur og þeir þrífist vel.

Í greininni í Frey kemur fram, að starfsemi ríkisfálkabúsins hafi verið sjálfhætt eftir stríðið. Göring var dæmdur til dauða af stríðsglæpadómstólnum í Nürnberg og hann stytti sér aldur þann 15. október 1946. En þótt „ríkisveiðistjórinn“ væri allur hafi áhugi á veiðifuglum, þar á meðal íslenska fálkanum, viðhaldist í Þýskalandi sem annars staðar allt fram á þennan dag.

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli