Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 04.11.2005 | 10:10Útgerðarmenn í stríð við þjóðina

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Nokkrir útgerðarmenn hafa verið með heitstrengingar um málshöfðun fyrir dómstólum til þess að fá viðurkenndan eignarrétt sinn á nýtingu fiskistofnanna við Ísland. Það eru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Verðlag á veiðiheimildum, sem útgerðarmenn sjálfir hafa ákvarðað með viðskiptum sínum, er um þessar mundir þannig, að ætla má að heildarverðmætið gæti verið 400 – 500 milljarðar króna. Málið var að auki tekið upp á nýafstöðu þingi LÍÚ og lögmaður fenginn til þess að stíga fram og játa eignarhald útgerðarmannanna. Ég verð að segja að ég hef séð vandaðri álitsgerðir og þessi er að mínu mati frekar safn hugleiðinga og fullyrðinga utan um fyrirframgefna skoðun.

Það er algerlega skautað framhjá aðalatriðinu. Meginreglan í lögunum um stjórn fiskveiða er að veiðar eru öllum frjálsar nema þær séu takmarkaðar til þess að vernda stofnana. Úthlutun veiðiheimilda er aðferð til þess að koma takmörkuninni á. Frelsið er meginreglan en ekki skömmtunin.

Það kemur skýrt fram í 7. grein laganna , en þar stendur að „veiðar á þeim tegundum sjávardýra, sem ekki sæta takmörkun á leyfilegum heildarafla skv. 3. gr., eru frjálsar öllum þeim skipum, sem leyfi fá til veiða í atvinnuskyni“ og í 3. grein kemur fram að aðeins nauðsyn á að vernda stofninn heimilar takmörkun veiðanna með því að ákvarða heildarafla.

Segjum sem svo að innan fárra ára verði talið óþarft með öllu að takmarka veiðarnar í tiltekinn stofn, sem nú sætir takmörkunum, eða sem líklegra er, að talið verið nægjanlegt að takmarka veiðar með veiðileyfum og ekki talin þörf á að ákvarða heildarafla og þar með engin ástæða til þess að gefa út veiðiheimildir.

Þetta er til dæmis raunhæft um þessar mundir varðandi úthafsrækjuveiðar við Ísland þar sem sóknin er langtum minni en það sem veiða má. Annað dæmi varðar ýsustofninn, sem undanfarin ár hefur jafnt og þétt vaxið þrátt fyrir veiðar umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Að því hlýtur að koma að menn velti því fyrir sér hvort ekki eigi að hætta aflamarksstýringunni, ef stofninn heldur áfram að stækka.

Ætla menn þá að halda því fram í alvöru að Alþingi eða ráðherra væri óheimilt ákvarða slíkt? Já, það er nákvæmlega það sem haldið er fram. Að verðmætin í veiðiheimildunum sem liggja í skömmtuninni séu eign sem útgerðarmenn eigi og ekki megi fella niður. Þvílíkt della.

Þessu til viðbótar vil ég rifja upp ákvæði 1. greinar laganna um stjórn fiskveiða: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Meir þarf í raun ekki að segja um málið. En líklega hefur mönnum innan LÍÚ tekist að tryggja það að sjávarútvegsmálin, einkum stjórn fiskveiða, verður í brennidepli stjórnmálanna í næstu Alþingiskosningum, hvernig svo sem væntanleg málaferli fara. Það er bara í fínu lagi, enda löggjöf um fiskveiðistjórnunina verulega áfátt. Breytinga er þörf og ágætt að hópur af ríkustu útgerðarmönnum landsins hafi forgöngu um að knýja þær fram.

Kristinn H. Gunnarssonkristinn.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli