Frétt

Sigurjón Þórðarson | 04.11.2005 | 10:02Hingað og ekki lengra

Sigurjón Þórðarson.
Sigurjón Þórðarson.
Það dylst engum sem fer um sjávarbyggðir landsins að kvótakerfið hefur leikið byggðirnar grátt. Kerfi sem upphaflega var komið á til þess að byggja upp þorskstofninn. Það markmið hefur ekki gengið eftir enda vafamál hvort að þessi uppbyggingarfræði standi á traustum grunni. Staðan nú eftir 20 ára svokallað uppbyggingarstarf er að þorskaflinn nú er aðeins helmingur þess sem hann var fyrir daga kvótakerfisins.

Sjávarbyggðirnar hafa áratuga reynslu af ömurlegri stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Af ræðu formanns Samfylkingarinnar á LÍÚ þinginu virðist vera sem að sá flokkur sé að taka undir stefnu ríkisstjórnarinnar í fiskveiðimálum. Það er því deginum ljósara að til þess að koma á réttlátu og skynsamlegri fiskveiðistjórn þá þarf að efla Frjálslynda flokkinn. Málflutningur sjávarútvegsráðherra er algerlega óskiljanlegur þessa daganna, ef hann er borinn saman við málflutning sama manns í gegnum árin.

Fyrir kosningar hefur frambjóðandinn sem nú gegnir ráðherrastöðu boðað að hann myndi ekki styðja ríkisstjórn sem viðhéldi óbreyttu kvótakerfi. Samt sem áður hefur hann æ ofan í æ stutt breytingar þess til hins verra. Þessi sami maður boðaði fyrir síðustu kosningar að staðið yrði vörð um sóknarkerfi minnstu handfærabáta landsmanna og þar áður að þorskaflahámarkskerfinu væri sérstaklega ætlað að styðja við rétt hinna smærri sjávarbyggða. Hann hefur staðið að því að leggja hvort tveggja niður. Öll framangreind loforð hefur sjávarútvegsráðherra svikið og ekki nóg með að svo sé heldur telur nýi sjávarútvegsráðherrann að það sé mikil sátt í sjávarútveginum og engu þurfi að breyta.

Allt leiðir þetta líkum að því að sjávarútvegsráðherra hafi ekki meint eitt né neitt með málflutningi sínum í gegnum tíðina. Hann hafi einfaldlega leikið tveim skjöldum til þess að blekkja kjósendur til fylgis við sig og Sjálfstæðisflokkinn. Sjávarútvegsráðherra kennir sig stundum við Vestfirði og er því rétt að fara yfir hvernig verk hans sem hann er afar sáttur við hafa leikið Vestfirðinga. Á þessu kjörtímabili studdi hann eins og áður segir kvótasetningu á handfæratrillum. Þess ber að geta að hann var ekki eini Vestfirðingurinn sem studdi þetta óhæfuverk gagnvart byggðunum þar sem þingmennirnir Einar Oddur Kristjánsson og Kristinn H Gunnarsson studdu það með ráð og dáð með skilyrðislausum stuðningi við ríkisstjórnina.

Í Morgunblaðinu þann 19. október sl. segir frá því að í kjölfar kvótasetningar á trillunum hafi aflaheimildir streymt frá útgerðum á Vestfjörðum. 1.840 tonn hafa farið úr landshlutanum en það svarar til þess að velta vestfiskra útgerða skerðist um 250 milljónir króna. Það er enn ískyggilegra að bera saman landaðan þorsk afla á mánuðunum á árinu 2004 og á þessu ári. Þær bera með sér að það var 4.000 tonnum minna landað af þorski á Vestfjörðum á tímabilinu janúar til september í ár, en á sama tímabili á í fyrra, sem var vel að merkja síðasta árið sem sóknardaga kerfið var við lýði. Þetta svarar til þess að verðmæti landaðs afla á Vestfjörðum hafi minnkað um 500 milljónir króna.

Þetta eru mjög háar upphæðir sérstaklega í samanburði við þær lágu upphæðir sem fylgja svokölluðum vaxtasamningi Vestfjarða en það eru nokkrir tugir milljónir á margra ára tímabili. Það er orðið tímabært að Vestfirðingar segi hingað og ekki lengra og gangi í Frjálslynda flokkinn.

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins.

bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli