Frétt

mbl.is | 04.11.2005 | 08:13Segir íslensk stjórnvöld hafa gefið leyfi fyrir millilendingum fangaflugvéla

Össur Skarphéðinsson, alþingismaður, segir að íslensk stjórnvöld hafi gefið Bandaríkjunum formlegt leyfi til að fljúga með meinta hryðjuverkamenn í haldi um Ísland. Þetta megi lesa út úr yfirlýsingu, sem ríkisstjórnin gaf 18. mars 2003 í aðdraganda Íraksstríðsins. Össur vitnar í pistli á heimasíðu sinni til yfirlýsingarinnar sem birt er á vef Hvíta hússins. Þar segir í þýðingu Össurar: Bandaríkin álíta nú öryggi sínu alvarlega ógnað vegna aðgerða og árása hermdarverkamanna og vegna margvíslegra ógnana frá löndum sem stjórnað er af einræðisherrum og kúgurum. Þau telja að stuðningur frá þessu litla landi skipti máli...

Síðar í yfirlýsingunni er lýst hvers konar stuðning Ísland muni sýna Bandaríkjunum í verki:

Fyrst af öllu, þá tekur þetta til heimildar til yfirflugs um íslenska flugstjórnarsvæðið. Í öðru lagi til notkunar á Keflavíkurflugvelli ef þörf krefur.

„Íslenska ríkisstjórnin virðist því hafa heimilað að flugvélar Bandaríkjastjórnar noti Ísland svo fremi þær séu í erindagjörðum sem tengjast baráttunni gegn hermdarverkum víðs vegar um heiminn. Sú barátta er enn í gangi af fullum krafti af hálfu Bandaríkjamanna og þeir eiga enn í illvígum stríðsátökum í Írak.

Íslenska ríkisstjórnin hefur ekki afturkallað þessa heimild. Það er því full ástæða til að ætla að Bandaríkjamenn telji sig í krafti yfirlýsingarinnar frá 18. mars 2005 vera í fullum rétti þegar þeir lenda fangaflugvélum sínum á Íslandi, eða fljúga um íslenska flugstjórnarsvæðið.

Þetta er ástæðan fyrir því að bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru á flótta undan fjölmiðlum, sem nær allir greindu frá því í dag, að hvorugur vilji tala við þá um fangaflugvélarnar. Þeir vita upp á sig skömmina!

Íslenska ríkisstjórnin verður að afturkalla þessa heimild - og það strax. Eftir því verður gengið á Alþingi við fyrsta tækifæri," segir Össur á heimasíðu sinni.

bb.is | 28.10.16 | 09:37 Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með frétt Sveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli