Frétt

Birna Lárusdóttir | 02.11.2005 | 14:41Stórir áfangar í augsýn

Birna Lárusdóttir.
Birna Lárusdóttir.

Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, fjallar um fyrirhugaðar samgöngubætur á Vestfjörðum


Í áratugi hafa Vestfirðingar haldið á lofti þeirri staðreynd að Vestfirðir hafa lengst af verið eftirbátur annarra landsvæða á Íslandi í uppbyggingu vegakerfisins. Sveitarstjórnir, einar og sér eða í samvinnu, hafa reglulega ályktað um einstök verkefni og nauðsyn þess að flýta framkvæmdum og auka vegafé. Á vettvangi Fjórðungssambandsins hafa sveitarstjórnarmenn einnig ályktað og nú síðast á Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem haldið var í september. Þar var áréttuð stefnumótun sambandsins í samgöngumálum sem samþykkt var einum rómi á Ísafirði haustið 2004 en hún byggði í öllum meginatriðum á samþykkt Fjórðungsþings frá 1997.

Oft hefur hægt miðað

Það er ekki ofsagt að sveitarstjórnarmönnum á Vestfjörðum hefur oft þótt hægt miða í uppbyggingu samgöngumannvirkja í fjórðungnum. Íbúar á norðanverðum Vestfjörðum hafa lengi beðið þess að hægt yrði að aka á bundnu slitlagi um Ísafjarðardjúp og áleiðis inn á þjóðveg 1. Á sunnanverðum Vestfjörðum hefur eðlileg krafa íbúanna verið sú að byggður yrði upp greiðfær heilsársvegur sem tengdi svæðið við aðra hluta landsins og ryfi þannig vetrareinangrun þess. Strandamenn og íbúar Reykhólasveitar hafa einnig barist fyrir bættum samgöngum á sínum svæðum auk þess sem áhersla hefur verið lögð á heilsártengingu milli þessara tveggja byggðarlaga. Samgönguyfirvöld hvers tíma, ásamt þingmönnum kjördæmisins, hafa mátt þola harða gagnrýni heimamanna fyrir meintan seinagang og vart hafa tveir menn komið saman í fjórðungnum án þess að samgöngumál bæri á góma. Staðreyndirnar hafa verið flestum ljósar; ófullnægjandi samgöngur á Vestfjörðum hafa dregið úr samkeppnishæfni vestfirsks atvinnulífs, haft neikvæð áhrif á búsetuþróun og heft aðgengi ferðamanna að mörgum helstu náttúruperlum Íslands.

Miklar framfarir síðustu ár

Síðustu ár hefur hinsvegar mikið áunnist í vegamálum á Vestfjörðum ekki síst í tíð Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra. Uppbyggingu vegar um Ísafjarðardjúp er lokið ef frá er talin þverun Mjóafjarðar og framkvæmdir tengdar henni. Miklar framkvæmdir hafa verið á sunnanverðum Vestfjörðum, m.a. á Klettshálsi og Kleifaheiði, auk þess sem ráðherra hefur fallist á rök heimamanna um hvaða leið skuli valin við endurgerð Vestfjarðavegar milli Flókalundar og Bjarkalundar.

Elsti hluti leiðarinnar verður í Borgarfirði

Nú ber svo við að miklar framfarir í vegamálum blasa við Vestfirðingum því stórtækar framkvæmdir hafa verið boðaðar, m.a. í kjölfar Símasölunnar. Ef tímaáætlanir ganga eftir verður hægt að aka á bundnu slitlagi um Ísafjarðardjúp og áfram inn á þjóðveg 1 innan þriggja ára, eða árið 2008, og mun vetrarleiðin styttast um hartnær 80 km auk þess sem ferðatími mun styttast enn frekar á nýuppbyggðum vegi. Ráðist verður í þverun Mjóafjarðar og aðliggjandi vegagerð og vegur um Arnkötludal verður lagður. Þá verður lokið við uppbyggingu vegar um Svínadal á sama tímabili. Leiðin mun síðan liggja um nýlega Gilsfjarðarbrú og nýuppbyggða Bröttubrekku. Má því segja að elsti hluti þjóðvegarins frá Ísafirði til Reykjavíkur verði í Borgarfirði að þremur árum liðnum þótt þar sé einnig unnið að miklum endurbótum. Þessu til viðbótar verður verulegum fjármunum varið til framkvæmda á Vestfjarðavegi, milli Flókalundar og Bjarkalundar, þótt ekki nægi þeir til að ljúka þeim verkefnum sem þar eru fyrirhuguð.

Ríkisstjórnin brást hratt og vel við

Nýverið bætti ríkisstjórnin enn við framkvæmdalistann, að tillögu samgönguráðherra, og samþykkti að farið yrði í gerð jarðganga undir Óshlíð við Ísafjarðardjúp þar sem vegfarendum hefur ætíð staðið mikil ógn af grjóthruni og ofanflóðum. Bæjarstjórn Bolungarvíkur, með stuðningi nágrannasveitarfélaga og Fjórðungssþings Vestfirðinga, hafði sett fram eindregnar óskir um varanlegar úrbætur á leiðinni. Með ákvörðun sinni er ríkisstjórnin að marka þá stefnu að einungis fullt öryggi gagnvart ofanflóðum og grjóthruni sé ásættanlegt fyrir vegfarendur á Óshlíð. Er það fagnaðarefni.

Samgöngumannvirki allra landsmanna

Hvalfjarðagöngin voru á sínum tíma bylting í samgöngum á Íslandi og nýttust þau Vestfirðingum á leið til og frá suðvesturhorninu jafnt sem öðrum landsmönnum. Á sama hátt mun Sundabrautin reynast drjúg samgöngubót og stór þáttur í því að stytta ferðatíma, jafnt þeirra sem erindi eiga við höfuðborgina og íbúa hennar. Þeir sem leggja svo leið sína vestur á Ísafjörð að þremur árum liðnum munu komast að því að Vestfirðir eru nær en þá grunar og ferðatíminn einungis örfáar klukkustundir. Það verða tvímælalaust með stærri áföngum í samgöngusögu landsmanna um langt árabil.

Birna Lárusdóttir.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli