Frétt

Leiðari 44. tbl. 2005 | 02.11.2005 | 14:23Ekki einkamál Reykvíkinga

,,Það þarf varla mannvitsbrekku til að sjá að innanlandsflug í Vatnsmýri á sér enga framtíð, þvert gegn hagsmunum og vilja höfuðborgarbúa,“ segir í yfirlýsingu sem svokölluð Höfuðborgarsamtök hafa sent frá sér. Nokkuð vel að orði komist. Yfirlýsingin er þó vart ávísun á margar mannvitsbrekkur þegar vitað er að meirihluti Reykvíkinga vill hafa flugvöllinn áfram í höfuðborginni!

Bæjarins besta sér ástæðu til vekja athygli á innleggi Rúnars Guðbjartssonar, sálfræðings og fv. flugstjóra, í flugvallarumræðuna í grein sem hann skrifaði í Mbl. 18. okt. og sem birtist nýverið á bb.is. Eftir að hafa fjallað um framtíð ,,miðborgarinnar“, sem greinarhöfundur sér fyrir sér á annan hátt en margir þeir sem hafa tjáð sig um málið, dregur hann með skýrum hætti fram mikilvægi Reykjavíkurflugvallar: ,,Í fyrsta lagi“ segir Rúnar, ,,er mikið hagræði fyrir almennt farþegaflug að hafa tvo velli nálægt hvor öðrum. Í öðru lagi ef náttúruhamfarir hæfust á Suður-/Vesturlandi má alveg búast við að annar hvor flugvöllurinn gæti lokast. Í þriðja lagi er mikið öryggi að hafa flugvöll í nálægð Landspítalans. Í fjórða lagi ferðatími í innanlandsfluginu eykst verulega. Síðast en ekki síst þá gleymist oft í umræðunni að vetrarveður eru oft válynd hér á suðvesturhorninu. Ég man eftir ótal dæmum, þegar ég var að fljúga í innanlandsfluginu, þar sem Reykjanesbrautin var ófær. Vegna snjókomu og ófærðar. Á sama tíma var hægt að halda Reykjavíkurflugvelli opnum og lítil truflun varð á innanlandsfluginu.“

Eftir að Rúnar hefur bent á mikilvægi flugvallarins fyrir borgina og með hvaða hætti megi minnka umsvifin á Reykjavíkurflugvelli, sem leiða myndi til þess að flugumferð yfir byggð í Reykjavík yrði u.þ.b. 15% af núverandi umferð, segir hann: ,,Mér finnst sanngirnismál að ef efnt veður til samkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar, þá verði tveir kostir í boði, annars vegar að völlurinn verði áfram í Vatnsmýrinni í sambýli við þær stofnanir sem fyrir eru. Hinn kosturinn að leggja völlinn niður og nota mýrina undir byggingar. Í mínum huga er fyrri kosturinn miklu betur fallinn til að styrkja miðborg Reykjavíkur en sá síðari.“ Lokaorð greinar Rúnars eru: ,,Mér finnst líka að þegar þessar tillögur liggja fyrir þá eigi að kjósa um þær við næstu alþingiskosningar, þannig að allir landsmenn geti tekið þátt í þeim. Þetta er ekki einkamál okkar Reykvíkinga.“(Leturbr.BB)

BB hvetur alla sem láta sig málið varða til að lesa grein Rúnars Guðbjartssonar. Þar heldur á penna maður með áratuga reynslu í innanlandsflugi, maður sem veit betur en margur annar, sem lagt hefur orð í belg, um hvað málið snýst, ekki síst þegar rætt er um öryggi þeirra sem á fluginu þurfa að halda vegna læknisþjónustu, sem hvergi er til staðar nema í Reykjavík.
s.h.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli