Frétt

| 05.11.2001 | 08:58Sushi á borðum Breta um jólin

Elías Jónatansson, framkvæmdastjóri Sindrabergs.
Elías Jónatansson, framkvæmdastjóri Sindrabergs.
Sindraberg ehf. á Ísafirði, sem framleiðir og flytur út sushi, gerði á dögunum samning við breska dreifingarfyrirtækið Young´s Bluecrest um sölu á 70–80 þúsund pökkum í neytendapakkningum sem ætlunin er að fari inn í jólasöluna á Bretlandi. Fyrirtækið, sem er mjög þekkt og rótgróið á breska markaðinum, er með eitt þekktasta vörumerkið í frystum sjávarafurðum í breskum stórmörkuðum. Jafnframt er fyrirtækið stærsti dreifingaraðilinn á frystum fiski í stórmörkuðum og stærsti framleiðandinn. Elías Jónatansson, framkvæmdastjóri hjá Sindrabergi, segir að viðræður við Young?s Bluecrest hafi staðið yfir frá því í júní en ekki hafi verið gengið endanlega frá samningnum fyrr en í lok september.
„Þegar þeir fóru að hallast að því að kaupa þessa vöru, þá sendu þeir af stað úttektarlið og hingað kom tæknifólk sem tók út verksmiðjuna og vöruna áður en við fengum í raun leyfi til að framleiða fyrir þá. Endanlega var síðan gengið frá samningnum í lok september og þá fyrst gátum við farið að framleiða eitthvað upp í samninginn. Þá vildu þeir fá vörulager í einum grænum hvelli og þessar vikurnar er unnið af fullu kappi við að framleiða upp í pöntunina og er unnið frá kl. 5 á morgnana og á laugardögum“ segir Elías.

Um framhaldið segir Elías að það fari alveg eftir því hvernig gengur að koma vörunni í sölu fyrir jólin en reiknað er með að samið verði um áframhaldandi sölu eftir áramót. Þetta sé reyndar til prufu hjá Young?s Bluecrest en samt af þeirri stærðargráðu að þeir eru komnir með vöruna inn í margar stórar verslunarkeðjur, þar á meðal Safeway, Morrisons og Iceland-keðjurnar og hafa fleiri í huga eftir áramót, t.d. Sainsbury?s.

Mikilvægustu markaðir Sindrabergs eru í Bretlandi og Þýskaland og segir Elías að Young?s Bluecrest sé einn stærsti viðskiptaaðili þeirra. Áður hefur verið samið við Brake Bros sem hefur um 80% hlutdeild í frystum vörum fyrir veisluþjónustu- og veitingahúsamarkað í Bretlandi.

„Í Þýskalandi höfum við verið í viðskiptum við söluaðila sem heitir Langenbach og þjónar veisluþjónustu- og veitingahúsamarkaðinum víða í Evrópu. Einnig þjónar Langenbach flugeldhúsum og aðilum sem sjá um „event catering“ (stórveislur). Þess má geta að McLaren Mercedes liðið í Formúlu 1 hefur boðið upp á sushi frá Langenbach (Sindrabergi) í öllum sínum veislum á keppnisstöðum í Evrópu í sumar. Langenbach hefur nú náð samningi við nýjan, stóran viðskiptaaðila, Deutsche SEE, en það fyrirtæki er með mjög þekkt vörumerki á þýska veitingahúsa- og veislumarkaðnum. Þeir voru að gera pöntun hjá okkur núna upp á fjögur tonn sem við eigum að afgreiða á allra næstu vikum“, segir Elías og gerir ráð fyrir að framhald verði á þeirri sölu, enda hafi þeim líkað varan í prufusendingum mjög vel. Í því tilfelli muni Sindraberg framleiða undir vörumerki Deutsche See.

Hann segir jafnframt að í Þýskalandi sé annar aðili, Costa, sem þeir séu búnir að selja vöru til í u.þ.b. eitt ár. Salan til þeirra á þessu ári verður líklega u.þ.b. 30 milljónir ÍSK og er ársvelta Sindrabergs í sölu til Costa af svipaðri stærðargráðu og salan til Young?s Bluecrest á Bretlandi. „Við sáum reyndar aðeins minni sölu yfir sumarmánuðina í Þýskalandi en síðan hefur hún vaxið aftur og núna á haustmánuðunum virðist hún vera komin í eðlilegt horf“, segir Elías. Þarna er líka um að ræða vöru fyrir stórmarkaði og enn undir nýju vörumerki því í þessu tilfelli er framleiðsla Sindrabergs undir vörumerki Costa sem er með mjög viðurkennt í smásölu í Þýskalandi og sérstaklega þekkt fyrir gæði. Verðið er hins vegar í mörgum tilfellum hærra en hjá samkeppnisaðilum. Costa er dreifir til allra helstu verslunarkeðjanna í Þýskaland og nær markaðssvæði þess þar til um 80 milljóna manna.

Markaðssetningin, sem unnin er í samvinnu Sindrabergs og Ívars Pálssonar í Sævörum, hefur þannig gengið alveg þokkalega fyrir sig en vitanlega tekur talsverðan tíma að koma vörunni á framfæri.

„Við leggjum á það höfuðáherslu í okkar markaðssetningu að ná sambandi við stóra dreifingaraðila á hverjum markaði. Við kjósum helst að framleiða undir merki dreifingaraðilans. Þannig fáum við aðgang að fleiri verslunar- og veitingahúsakeðjum og gefum dreifingaraðilanum þá gjarnan einkaleyfi á dreifingu vörunnar á sínu svæði. Okkar kostnaður við markaðssetningu vörunnar er þannig bundinn við að ná þessum samböndum en dreifingaraðilinn eða verslunarkeðjan ber kostnaðinn af markaðssetningu vörunnar til endanlegs neytanda“, segir Elías og bætir við að það verði spennandi að fylgjast með hvernig markaðsmálin þróist næstu mánuði. Margt bendi til þess a

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli