Frétt

bb.is | 01.11.2005 | 16:32Hefur hug á að koma upp kaffi- og menningarhúsi við Fjarðargötu

Húsið er áberandi í bæjarmynd Þingeyrar.
Húsið er áberandi í bæjarmynd Þingeyrar.
Wouter Van Hoeymissen, belgískur maður sem búsettur hefur verið á Þingeyri síðustu fimm mánuði, hefur hug á að kaupa húsið við Fjarðargötu 5 á Þingeyri, svokallaða Simbahöll. Húsið er áberandi í bæjarmynd Þingeyrar, er stórt og glæsilegt, en mjög illa farið. Wouter hefur hug á að færa húsið örlítið til og gera úr því eins konar kaffihús sem hýsa á ýmis konar starfsemi; kvikmyndasýningar, tónleika, ljóðalestur og matsölu. Wouter hefur þó ekki hug á að selja hamborgara og pizzur í húsinu og segist illa skilja hvers vegna ekki sé hægt að fá annars konar veitingar í bænum. Sérstaklega finnst honum undarlegt að ekki sé hægt að fá fiskveitingar í sjávarþorpi eins og Þingeyri. „Fólk sem heimsækir Þingeyri þarf að hafa þægilegan stað með fjölmenningarlegu yfirbragði þar sem hægt er að drekka kaffi, þiggja veitingar og fá upplýsingar um bæinn, íbúa hans og það sem umhverfið hefur upp á að bjóða“, segir Wouter í bréfi til bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, en bæjarfélagið á húsið. Rétt er að geta þess að bréfið er á ensku og eru tilvitnanir í það þýddar af blaðamanni.

Wouter hefur í hyggju að ráðast í gífurlegar endurbætur á húsinu, enda er þeirra vissulega þörf. „Í fyrsta lagi vil ég færa húsið fjær götunni. [...] Þá þarf að byggja nýjan grunn, helst tvöfalt lengri svo hægt verði að byggja sólpall. [...] Á bakhlið hússins þurfa að koma stórir gluggar og hurð út á sólpallinn sem hægt yrði að nota sem svið fyrir alls kyns athafnir“, segir Wouter meðal annars í bréfi sínu.

Wouter gerir ráð fyrir að 18 til 20 mánuði taki að byggja nýjan grunn og flytja húsið, laga útveggi þess, þak og einangrun. Þá gerir hann ráð fyrir þremur árum til viðbótar til að ljúka framkvæmdum að innan.

„Ég að vona að þú og bæjarráð skiljið að fyrir mér snýst þetta um miklu meira en húsakaup. Ég vil verða virkur meðlimur í samfélaginu og ég trúi á framtíð þess. Ég vonast til að fá jákvæð svör hið fyrsta“, segir Wouter í bréfi sínu til bæjarstjóra.

Bæjarráð fjallaði um erindið í gær og fól Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

halfdan@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli