Frétt

Jón Bjarnason | 01.11.2005 | 09:28Jarðgöng alla leið

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason.
Almenn þjóðarsátt er um það forgangsmál að koma á góðum og öruggum samgöngum til allra byggðalaga á Íslandi. Nú þegar minnst er þess að 10 ár eru liðin frá snjóflóðunum miklu á Flateyri og nokkru áður í Súðavík, er öllum ljóst hversu öryggi í samgöngum eru mikilvægt fyrir sjávarbyggðir eins og Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Bolungarvík. Sú ákvörðun að gera jarðgöng milli Ísafjarðar, Flateyrar og Suðureyrar var mikið átak á sínum tíma en þó sýndist þar sitt hverjum.

Þáverandi samgönguráðherra Steingrímur J. Sigfússon sýndi þá áræði og framsýni, hjó á hnútinn, setti framkvæmdina af stað og göngin voru gerð á árunum 1991-1995. Getur nokkur eða vildi hugsa sér stöðuna nú í þessum byggðum ef Vestfjarðagöngin hefðu ekki komið. Vegurinn milli byggðanna fyrir botni Skutulsfjarðar um Óshlíð og Súðavíkurhlíð hefur reynst afar hættulegur, hann lokast oft vegna grjóthruns skriðu- og sjóflóða. Fátt rennur okkur meir til rifja en hættuferðir og fórn mannslífa á almenningsvegum milli samliggjandi byggðarlaga. Ekki síst þegar slík hætta er viðfarandi. Um þessar ótryggu leiðir fara börn um daglega í skóla, þetta er eitt atvinnusvæði og fólk fer þar um oft á dag atvinnu sinnar vegna.

„Óshlíðardrauginn burt“

Nefnir Steinþór Bragason grein á vef Bæjarins besta 4.okt. sl. Þar eru raktar leiðir fyrir jarðgöng milli þessara staða:

1. Viðhalda veginum um Óshlíð með þrennum jarðgöngum og tilheyrandi dýrum vegskálum. Þá yrðu samt áfram eftir hættuleg svæði vegna snjóflóða, grjótskriða og ágangs sjávar. Hugmynd ríkisstjórnarinnar er fyrsti áfangi í þessari lausn.

2-3. Gera ráð fyrir heilum jarðgöngum milli Bolungarvíkur og Hnífsdals með mismunandi útfærslu. Áfram yrði snjóflóðahætta.

4. Jarðgöng frá Syðri dal við Bolungarvík yfir í Tungudal við Ísafjörð eða inn í núverandi Vestfjarðagöng.

Í grein Steinþórs er lýst all ítarlega kostum og göllum hverrar leiðar, en munur í loka kostnaði þeirra er lítill að hans mati. Niðurstaða Steinþórs er sú að það beri að stefna að einum heilstæðum jarðgöngum milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Aðeins á þann hátt verði vegfarendur lausir við „Óshlíðardrauginn“ eins og hann nefnir þennan farartálama.

Áskorun íbúanna um heildarlausn

Frá því í fyrra vetur hefur gengið undirskriftalisti meðal íbúanna með áskorun til stjórnvalda um jarðgöng milli þéttbýlisstaðanna á norðanverðum Vestfjörðum. Þar er lögð áhersla á ein heildstæð jarðgöng úr Syðri dal við Bolungarvík í Vestfjarðargöngin. Að því verki loknu yrði ráðist í göng um Súðavíkurhlíð. Um 1500 manns hafa nú ritað nöfn sín á þennan lista.

Pálína Vagnsdóttir ein hvatamanna að undirskriftalistanum segir í B.B. 3. okt. sl. um tillögur ríkisstjórnarinnar.: „Það jákvæða við þessa ákvörðun er að nú liggur loks fyrir pólitísk viðurkenning á því að núverandi leið um Óshlíð sé ónothæf þrátt fyrir gríðarlegar framkvæmdir við hana í gegnum árin. Okkar barátta sem viljum göng alla leið er barátta fyrir sambærilegu öryggi í samgöngum og aðrir landsmenn líta á sem sjálfsagðan hlut. Við lítum ekki á þetta sem einhverja keppni við aðra landsmenn um fjárveitingar. Mannsæmandi öryggi Bolvíkinga í samgöngum á ekki að kosta aðra landsmenn framfarir á öðrum sviðum“

Leysa vandann í eitt skipti fyrir öll

„Við getum eflaust sjálfum okkur um kennt að ekki hafi tekist fyrr en nú að opna augu ráðamanna fyrir því að vegagerð undanfarinnar áratuga á Óshlíð og Súðavíkurhlíð gæti aldrei skapað varanlega lausn. Samþykkt ríkisstjórnarinnar á föstudag eru því gleðileg tímamót. Ég hef hins vegar ekki skipt um skoðun á því grundvallaratriði að jarðgöng alla leið á milli þéttbýlisstaðanna við Djúp er eina örugga leiðin sem við getum boðið íbúunum á svæðinu. Ég hlýt að minna á að vegagerð á Óshlíð og Súðavíkurhlíð hefur verið afar kostnaðarsöm tilraunamennska sem aldrei getur boðið sambærilegt öryggi og jarðgangnagerð. Því er óneitanlega eðlilegra að leysa vandann í eitt skipti fyrir öll.“ segir Ómar Már Jónsson sveitarstjóri í Súðavík í BB. 4.okt sl.

Sýnum aftur áræði og myndugleika

Það ber að taka undir áskoranir íbúanna. Bráðbirgðalausnir hafa sýnt sig að vera dýrar og ófullnægjandi. Ég er þess fullviss að þjóðin vill að Alþingi taki hér á af myndugleika og leysi fljótt og vel og á varanlegan hátt samgöngur innan héraðsins á milli Bolungarvíkur, Ísafjarðar og Súðavíkur. Með átaki og djarfri ákvörðun á sínum tíma var ráðist í Vestfjarðagöngin milli Ísafjarðar, Suðureyrar og Flateyrar. Enginn sér nú eftir því. Sama áræðið þarf nú að koma til í samgöngumálum Bolvíkinga og Súðvíkinga. Gerum göngin alla leið Með samtakamætti eigum við að hafa alla burði til þess að svo sé gert.

Jón Bjarnason, alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli